Handbolti

Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kasper Jørgen­sen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins
Kasper Jørgen­sen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd

Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins.

Vísir greindi frá því á dögunum að forráðamenn GOG hefðu sett sig í samband við Snorra Stein en Nico­lej Krickau, nú­verandi þjálfari GOG, mun yfir­gefa her­búðir fé­lagsins eftir yfir­standandi tíma­bil og taka við þýska liðinu Flens­burg.

Snorri Steinn hefur verið í viðræðum við HSÍ  undanfarnar vikur um að taka við þjálfun íslenska landsliðsins en erfiðlega hefur gengið fyrir Handknattleikssambandið að sigla því máli í höfn. Landsliðið hefur verið án þjálfara síðan Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp í febrúar.

Í viðtali við TV3 Sport fyrir leik GOG og Barcelona í Meistaradeildinni, sem fram fer á Spáni nú í kvöld. staðfesti Kasper Jörgensen, íþróttastjóri GOG, að hann hefði rætt við Snorra Stein líkt og Vísir hafði áður greint frá.

Hann sagði að hann væri einn af þeim sem kæmu til greina í starfið en nokkrir aðrir væru á lista danska stórliðsins. Áður hafði komið fram að GOG vildi hafa hraðar hendur í að finna næsta þjálfara en Snorri Steinn er fyrrum leikmaður liðsins.

„Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfara­leitina vegna þess að næsta tíma­bil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í við­tali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×