„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 14:16 Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku. „Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar. Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
„Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar.
Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira