Handbolti

„Varð bara ekki að veru­leika“

Aron Guðmundsson skrifar
Snorri Steinn hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Í nýjasta þætti Handkastsins ræddi hann hugmyndir um að hann og Dagur myndu taka við landsliðinu í sameiningu.
Snorri Steinn hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Í nýjasta þætti Handkastsins ræddi hann hugmyndir um að hann og Dagur myndu taka við landsliðinu í sameiningu. Vísir/Samsett mynd

Snorri Steinn Guð­jóns­son, ný­ráðinn lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í hand­bolta, segir að sú hug­mynd, að hann og Dagur Sigurðs­son myndu taka við lands­liðinu, hafi aldrei farið á al­var­legt stig. Þá hafi hann að­eins gert nauð­syn­lega hluti þegar að um­ræðan um ráðningar­ferli HSÍ stóð sem hæst.

Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti Hand­kastsins þar sem hann ræddi meðal annars hita­mál tengt lands­liðs­þjálfara­leit HSÍ.

Það var um miðjan aprílmánuð sem Dagur Sigurðs­son, einn besti hand­bolta­þjálfari Ís­lands og nú­verandi lands­liðs­þjálfari Japan, steig fram í við­tali við Vísi og greindi frá ó­form­legum fundi sem hann átti við for­kólfa HSÍ.

Sagði Dagur fundinn hafa minnt sig á leik­þátt og að hann hafi ekki verið reiðu­búinn að starfa með um­ræddum for­kólfum eftir hann. Hug­myndir höfðu verið viðraðar um að Dagur og Snorri Steinn myndu saman taka við lands­liðinu.

„Við hefðum alveg verið til­búnir í að koma að þessu saman,“ sagði Snorri Steinn, ný­ráðinn lands­liðs­þjálfari Ís­lands í Hand­kastinu. „Hvernig það hefði verið, ég tel ó­þarfa að vera fara eitt­hvað út í það, þetta varð bara ekki að veru­leika.“

Sam­töl við HSÍ um að hann og Dagur myndu taka við ís­lenska lands­liðinu saman hafi aldrei farið á al­var­legt stig.

„Ég og Dagur ræddum heldur ekkert okkar á milli hvernig við myndum haga hlutunum, bara alls ekki. Það var heldur ekkert skil­yrði af minni hálfu, þegar að ég sagðist hafa á­huga á lands­liðs­þjálfara­starfinu, að það yrði með Degi. Það var ekki svo­leiðis.“

Sleppti því að fara í búðina

Það tók HSÍ eitt hundrað daga að ganga frá ráðningu á eftir­manni Guð­mundar Guð­munds­sonar í starf lands­liðs­þjálfara Ís­lands og á ýmsu gekk í ferlinu.

Snorri Steinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil, ef ein­hver á­hrif, það hafði að vera mið­punktur allrar um­ræðunnar í tengslum við ís­lenska lands­liðið og lands­liðs­þjálfara­starfið yfir lengri tíma.

„Þetta var langur tími og maður gerir sér ein­hvern veginn ekki grein fyrir því hvaða á­hrif þetta hafði. Kannski hafði þetta á­hrif á leik Vals­liðsins og auð­vitað var þetta svo­lítið mikið.“

Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár.VÍSIR/VILHELM

Hann segist sjálfur hafa verið orðinn þreyttur á öllum þeim fréttum sem birtust í tengslum við ráðningar­ferlið.

„Ég get alveg viður­kennt það. Það var eitt­hvað um mann sjálfan í blöðunum á hverjum einasta degi en þetta truflaði mig samt ekkert það mikið. Ég sleppti því að fara í búðina á þessum tíma og gerði bara þá hluti sem ég þurfti að gera.“

Snorri er einn af þeim sem er ekki mikið á sam­fé­lags­miðlum.

„Þar af leiðandi fer líka fullt fram hjá mér í um­ræðunni. Maður getur að­eins valið hvað maður tekur inn. Ég fer inn á Vísi, MBL og les fréttir um eitt­hvað annað en í­þróttir en þetta fór aldrei á það stig að ég væri að missa ein­hvern svaka­legan svefn yfir þessu.“

Við­talið við Snorra Stein í Hand­kastinu í fullri lengd má finna hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×