Undir smásjánni

Fréttamynd

Tuttugu ár frá skattlausa árinu

Í ár eru tuttugu ár liðin frá skattlausa árinu svokallaða þegar eftirágreiðsla skatta var felld niður og staðgreiðslukerfið tekið upp. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson fór aftur í tímann og sneri aftur með svipmynd af þessu síðasta uppsveifluári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lágir skattar hvetja til atvinnuþátttöku

„Það voru vangaveltur um það hvað ætti að gera við þetta ár sem yrði á milli þess sem eftirágreiðslukerfið var fellt niður og staðgreiðsla tekin upp. Til tals kom að leggja á eftirágreidda skatta og leyfa einhverja mynd af skuldajöfnun. En einfaldasta og skjótvirkasta leiðin var að gefa út yfirlýsingu þess efnis að láta almanaksárið verða skattlaust,“ segir Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags iðnrekenda árið 1986 og fulltrúi vinnuveitenda á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gætum dottið inn í undanúrslitin

„Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland hefur allt að bjóða

Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill ávinningur fyrir landsmenn

„Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Netþjónabúin skera úr um sigurvegarann

Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar í síðustu viku. Að baki skýrslunni stóðu Fjárfestingastofa Íslands, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi. Niðurstöðurnar voru einkar jákvæðar. Þar kom fram að ytri skilyrði fyrir byggingu og rekstur netþjónabúa er einkar hagkvæmt fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tímamótaskráning í Kauphöll Íslands

Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum var skráð í Kauphöll Íslands í síðustu viku. Um er að ræða tvíhliða skráningu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði væntingar um viðskipti með félagið og framtíðarmöguleika þess í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðtökur Íslendinga langt framar vonum

Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu,“ segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil fyrirtæki vaxa undir sjónlínu hinna stóru

Lítil fyrirtæki geta farið úr sjónlínu stóru fyrirtækjanna. Þar geta þau vaxið hljóðlega og skotist upp á yfirborðið þegar minnst varir. Með þessu móti geta þau orðið stærri en stóru keppinautarnir, að sögn Richards Lamming, deildarforseta og prófessors í innkaupum og aðfangastjórnun við Southampton-háskóla í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vörustjórnun Blóðrás fyrirtækja

Ýmist má kalla vörustjórnun hjarta eða lífæð fyrirtækja. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit inn á norræna ársþingið Nofoma 2007 í vörustjórnun og drakk í sig þekkingu á því sem skilur á milli feigs og ófeigs í rekstri fyrirtækja. Þar fræddist hann sömuleiðis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítið vitað um íslenska markaðinn

Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn,“ segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Wal-Mart: Leiðandi í dreifingu og tækni

Að öðrum fyrirtækjum ólöstuðum hefur bandaríski verslanarisinn Wal-Mart markað braut á sviði vörustjórnunar í rúm fjörutíu ár. Fyrirtækið hefur staðið sig vel við innleiðingu á upplýsingatækni til að fylgjast með birgðaflæði í vöruhúsum auk þess sem miðlægt dreifikerfi fyrirtækisins þykir til fyrirmyndar. Hafa mörg stórfyrirtæki fetað í fótspor bandaríska risans jafnt hérlendis sem í Evrópu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan sexfaldast á öldinni

Þeir sem hafa átt og fjárfest í hlutabréfum á undanförum árum getað ekki kvartað yfir árangrinum. Frá ársbyrjun 2001 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 519 prósent. Á rúmum tveimur árum hefur vísitalan skilað um eitt hundrað prósenta ávöxtun og yfir fimmtíu prósenta ávöxtun frá því í byrjun ágúst á síðasta ári þegar vísitalan fór í lægsta punkt eftir umrótið á innlendum fjármálamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margar hliðar á niðurhali á netinu

Í haust lýkur rannsókn á hugsanlegum hugverkastuldi tíu netverja sem handteknir voru vegna ólögmætrar dreifingar á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði á netinu. Heildarverðmæti ólöglegs niðurhals hér á landi nemur 1,8 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans

Að ausa fjármagni inn í þjóðfélagskerfi í rústum hefur ekki reynst eins happadrjúg aðferð í þróunarríkjunum eins og í Evrópu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að þjóðir heims leita nú nýrra leiða við þróunaraðstoð. Fela þær í sér aukið samstarf hins opinbera og einkaaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framhald Actavissögu á huldu

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Greiningardeildir bankanna eru ekki á einu máli um ágæti tilboðsins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að raun um að sumir sérfræðingar ráðleggja hluthöfum að halda að sér höndum. Tilboðið verði hækkað eða annað betra berist. Aðrir telja ólíklegt að boðið verði á móti Novator. Til að geta afskráð félagið þarf Novator samþykki 2/3 hluthafa Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjötíuogfimmföldun markaðsvirðis á átta árum

Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Formenn í augum flokkssystkina

Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brautryðjandi hverfur á braut

Brotthvarf Bjarna Ármannssonar kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti en verður að teljast áfall fyrir Glitni. Nýir stjórnendur boða engar breytingar á starfsemi bankans þótt ætla megi að róðurinn verði hertur í Bretlandi. FME hefur takmarkað atkvæðisrétt stærstu eiganda í Glitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyrslan borgaði sig

Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, útskrifaðist úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2004. Þegar Ásgeir hóf námið var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS. Í dag gegnir hann stöðu forstjóra vátryggingafélagsins. Það hefur hann gert frá því í upphafi ársins 2006.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MBA-nám við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands tekur árlega á móti í kringum 40 manns í tveggja ára MBA-nám. Í vor munu 39 einstaklingar útskrifast og bætast þá í hóp þeirra 135 einstaklinga sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. MBA-námið skiptist í kjarna og valnámskeið, auk lokaverkefnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MBA-nám við Háskólann í Reykjavík

Undanfarin þrjú ár hefur Háskólinn í Reykjavík útskrifað um fimmtíu nemendur árlega úr tveggja ára MBA-námi. Sama verður uppi á teningnum þann 2. júní þegar 52 nemendur sækja prófskírteini sín. Frá upphafi munu þá rétt tæplega 250 manns hafa útskrifast úr náminu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsframinn tók nýja stefnu

Þátttaka Hrannar Marinósdóttur í MBA-námi Háskólans í Reykjavík varð til þess að starfsferill hennar tók nýja stefnu. Áður en hún hóf nám hafði hún starfað lengi sem blaðamaður og þyrsti í breytingar. „Ég var orðin dálítið þreytt á blaðamennskunni og langaði til að gera eitthvað nýtt. Ég hafði heyrt góðar sögur af MBA-náminu í Háskólanum í Reykjavík og ákvað að láta slag standa.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besta fjárfestingin hingað til

Þegar Elísabet Sveinsdóttir hóf MBA-nám við Háskóla Íslands fyrir tæpum tveimur árum gegndi hún fullu starfi sem forstöðumaður einstaklingssviðs á markaðsdeild Glitnis. Hún var því á kafi í náminu á þeim tíma er Glitnir var að leggja Íslandsbankanafninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga

Í maí rennur út umsóknarfrestur fyrir næstu hópa í MBA-námi Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Grundvallarmunur er á alþjóðlegri nálgun skólanna tveggja sem vert er að hafa í huga ef valið stendur þeirra á milli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnan er rétt að hefjast

Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meira en croissant og ilmvötn

Er franski markaðurinn mettur og hnignandi? Eða er hann fullur nýrra tækifæra sem alþjóðlegir fjárfestar hafa ekki efni á að láta framhjá sér fara? Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sótti svörin á ráðstefnunni Franskt vor í viðskiptum á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn enn á uppleið

Fjárfestar urðu skelfingu lostnir þegar samdráttur varð á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum í febrúar. Samdrátturinn hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim og óttuðust margir verðhrun á fasteignamarkaði í kjölfarið. Nokkuð hefur dregið úr óttanum enda segja þeir sem Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við, að þótt hiksti hafi komið á fasteignamarkaðinn þá sé verð enn á uppleið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynt hefur á þanþol hagstjórnarinnar

Forsætisráðherra hafnar túlkunum á nýrri hagspá Seðlabankans í þá veru að hörð lending sé um það bil að eiga sér stað í efnahagslífinu. Þá segir hann ekki annað á boðstólum en að viðhalda krónunni sem gjaldmiðli, hvað sem síðar kunni að verða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frumkvöðlar í hreyfigreiningu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva.

Viðskipti innlent