Viðskipti innlent

Mikill ávinningur fyrir landsmenn

Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmda-stjóri hjá Skýrr telur líkur á að stór netþjónabú muni rísa hér á næstu fimm árum.
Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmda-stjóri hjá Skýrr telur líkur á að stór netþjónabú muni rísa hér á næstu fimm árum. Markaðurinn/GVA

„Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað.



Þorvaldur segir ýmis konar gögn geta verið vistuð hér. Þar á meðal séu gögn fjármálafyrirtækja, sem vilji hafa aðgengi fyrir bankaupplýsingar sem séu geymdar til langs tíma. Þá geti kreditkortafyrirtækin vistað upplýsingar hér. Önnur gögn sem hægt er að vista hér er tölvupóstur og annað stafrænt efni sem getur haft biðlund (e. latency). Þriðji flokkurinn gerir hins vegar mestar kröfur um fjölgun sæstrengja. „Það er gagnvirk notkun á upplýsingakerfum. Dæmi um það eru fyrirspurnir í kerfum, svo sem hjá fjármálafyrirtækjum,“ segir hann.



Þorvaldur segir áhuga á netþjónabúum ekki nýjan af nálinni heldur hafi hann komið upp af og til. „Nú þykir kannski tilefni til að taka upp þráðinn að nýju því það er komið miklu meira af gögnum nú en áður. Ég tel ekki ósennilegt að við munum sjá stór netþjónabú hér í einhverju formi á næstu fimm árum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×