Ísland hefur allt að bjóða 27. júní 2007 01:15 Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands segir landið bjóða upp á bestu skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Geti fyrirtæki sparað tugi milljóna vegna lægri kostnaðar við kælingu á tölvubúnaði hér en í öðrum löndum. Markaðurinn/GVA Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira