Margar hliðar á niðurhali á netinu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 30. maí 2007 00:01 Niðurhal með skráaskiptiforriti. Gert er ráð fyrir að í haust ljúki rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á hendur mönnum sem grunaðir eru um að hafa sett efni sem verndað er með höfundarrétti á netið og hugsanlega dreift því. MYND/Valgarður Allt stefnir í að rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hugsanlegum hugverkastuldi netverja ljúki á haustdögum. Málið er prófsteinn hérlendis og má gera ráð fyrir að kærumál vegna hugsanlegra brota á hugverkastuldi líti dagsins ljós í kjölfarið falli dómur í hag rétthafa tónlistarefnis, kvikmynda og hvers kyns stafræns efnis, sem dreift hefur verið um netið. Í nær öllum erlendum málum sem þessum hafa forráðamenn skráaskiptifyrirtækja hlotið dóma, sumir hverjir þunga. Málið hófst í september árið 2004 þegar gerð var húsleit hjá tólf einstaklingum sem grunaðir voru um að dreifa og sækja kvikmyndir, sjónvarpsefni, tónlist og hugbúnað með DC++ skráaskiptihugbúnaðinum. Tólfmenningarnir voru handteknir og tölvubúnaður þeirra gerður upptækur en hann er enn í vörslu lögreglunnar. Eins og staðan er í dag stefnir í að mál tíu af tólf fari fyrir dómstóla. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir hjá lögreglu allt fram til þessa dags. Brot gegn höfundarréttarlögum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi auk sekta. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er talið að hátt í 100.000 Íslendingar hafi sótt sér tónlist eða kvikmyndir í gegnum netið, þar af eru um 70.000 sem hafa nýtt sér skráaskiptihugbúnað á borð við DC++. Á málfundi sem Háskólinn í Reykjavík efndi til í tilefni af íslenska hugverkadeginum í lok apríl síðastliðins kom fram að íslenska vefsvæðið Istorrent er vinsælasta skráaskiptikerfið hérlendis með 16.000 notendur. Svo vinsælt er það, að notendum hefur fjölgað um 3.000 síðan þá. Á degi hverjum eru 300 skrár aðgengilegar hjá veitunni og geta allir notendur hennar sótt sér þær. Það telst þó ólíklegt að þeir séu allir inni í einu. Og ekki ná þeir í allar skrár sem í boði eru hverju sinni. Engu að síður nemur heildarverðmæti gagna sem hægt er að fá gríðarlegum fjárhæðum. Samkvæmt útreikningum SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi, nemur verðmæti skránna sem Istorrent veltir 1,8 milljörðum króna á ári hverju. Þá er ótalið verðmæti allra þeirra skráa sem íslenskir netverjar hafa aðgang að með öðrum forritum og niðurhali erlendis frá.Frumkvöðull eða spellvirki?Hluti tölvubúnaðarins sem gerður var upptækur hjá tólf einstaklingum í húsleit lögreglu í lok september árið 2004.MYND/HariSkráaskiptiforrit hafa verið til í um átta ár. Í byrjun júní árið 1999 setti Shawn nokkur Fanning hugbúnaðinn Napster á netið. Þetta var talsverð bylting og var Fanning hylltur á forsíðum fjölmargra tímarita og dagblaða sem einn af frumkvöðlum í upplýsingatækni.Napster var að nokkru leyti frábrugðið þeim skráaskiptiforritum sem nú eru til en í dag er um svokallað jafningjasvæði (peer-2-peer) að ræða. Þótt notendur Napster hafi deilt efni sín á milli þá var gagnagrunnurinn miðlægur, sem þýðir að setja þurfti upp gagnabanka þaðan sem notendur sóttu sér efni. Vegur Napsters óx mjög hratt og varð það fljótlega gríðarlega vinsælt en notendur voru 26,4 milljónir talsins þegar mest var. Helstu notendur hugbúnaðarins voru háskólanemendur og nýttu þeir háhraðatengingar og stórt geymslurými í netkerfum háskóla til að byggja upp öflugt gagnasafn til að deila tónlist sín á milli og setja saman geisladiska líkasta þeim sem fengust í rekkum hljómplötuverslana. Eini munurinn var sá að diskarnir kostuðu sitt í versluninni en útgjöldin voru engin hjá nemendunum að undanskildum kostnaði við kaup á tómum geisladiski.Ský dró fyrir sólu hjá aðstandendum Napster þegar bandaríska rokkhljómsveitin Metallica fór í mál við fyrirtækið. Forsaga málsins mun vera sú að Metallica rakst á óútgefið lag með hljómsveitinni á vefsvæði Napsters sem lekið hafði út um veggi upptökuvers hljómsveitarinnar. Þegar hljómsveitin kannaði málið nánar komst hún að raun um að allt lagasafn hennar var að finna hjá Napster og greiddu notendur ekkert fyrir að festa sér lög þeirra. Fleiri tónlistarmenn bættust í hópinn með Metallica, þar á meðal rapparinn Dr. Dre og Madonna en hljómplata hennar Music var fáanleg notendum Napster áður en hún kom í verslanir.Fjöldamörg dæmi eru um slíkt en það þekktasta nú um stundir mun vera þegar hljómplatan Volta, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, lak á netið fyrir nokkrum vikum.Þegar Samtök hljómplötuútgefenda í Bandaríkjunum blönduðu sér í málið brugðu margir háskólar á það ráð að loka fyrir notkun Napsters. Málaferli Metallica og fleiri aðila á hendur Napster urðu til þess að fyrirtækið batt enda á starfsemi sína um mánuði eftir tveggja ára afmælið árið 2001 og sættust forsvarsmenn fyrirtækisins á að greiða tónlistarfólki og rétthöfum 26 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða íslenskra króna á þávirði, vegna meintra brota á höfundarrétti. Áætlanir voru uppi um að gera Napster að löglegri tónlistarsöluveitu. Fyrirtækið safnaði hins vegar miklum skuldum og urðu þær væntingar að engu.Ágæt rök – en samtForsvarsmenn Napsters og forráðamenn viðlíka vefsvæða, svo sem Istorrent, benda á að þótt netverjar geti nálgast ókeypis tónlist á netinu þá hafi það lítið sem ekkert komið niður á sölu tónlistar. Þvert á móti hafi það aukið áhuga fólks á nýrri tónlist og kvikmyndum auk þess sem nýjum hljómsveitum opnast vettvangur til að kynna efni sitt fyrir nýjum hlustendum með litlum tilkostnaði. Þá geti skráaskiptiforrit að sama skapi verið góð auglýsing fyrir nýjar myndir í kvikmyndahúsum, að þeirra sögn.Þetta eru ágæt rök fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir, tónlistarmenn og áhugamenn á kvikmyndasviðinu. Það er hins vegar ólíklegt hvort rök forráðamanna skráaskiptisvæða dugi til þegar skorið verður úr um lögmæti dreifingar á stafrænu efni sem verndað er með höfundarréttarlögum - í það minnsta hér á landi, ef marka má orð Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SMÁÍS, hér á opnunni.Þungir dómarSamtök rétthafa eru hvergi nærri hætt málsóknum á hendur forsvarsmönnum neta sem styðja við skráaskipti. Á undanförnum misserum hafa fallið þungir og stefnumarkandi dómar víða um heim þar sem ábyrgð hefur verið lögð á aðstandendur skráaskiptakerfa fyrir hlutdeild í óheimilli dreifingu efnis.Fyrsti fangelsisdómurinn í máli sem þessu féll í mánuðinum en þá var maður í Hong Kong dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir dreifingu á þremur kvikmyndum um hið vinsæla BitTorrent-jafningjanet. Þótti sýnt að maðurinn hefði átt hlut að dreifingunni þótt hann hefði aðeins hlaðið myndunum inn á netið.Samtök rétthafa tónlistar og myndefnis hér á landi horfa helst til niðurstöðu í málum sem þessum í nágrannalöndunum. Helsti dómurinn sem féll í viðlíka máli var í Finnlandi í október í fyrra en þá hlaut 21 forsvarsmaður og stjórnandi skráaskiptinets samtals rúmlega 50 milljóna króna sekt vegna aðildar sinnar að ólögmætri dreifingu efnis á netinu. Dæmt var eftir eldri finnskum lögum um höfundarrétt en ekki nýjum. Er talið að hefði verið dæmt eftir nýjum lögum hefði mátt gera ráð fyrir þyngri dómum.Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá tíu sem handteknir voru á haustdögum árið 2003 fyrir aðild sína að ólögmætri dreifingu efnis á netinu. Það ætti að skýrast þegar líða tekur á árið.Notendur Istorrent ábyrgir fyrir dreifinguSvavar Kjarrval. Framkvæmdastjóri Istorrent segir notendur jafningjanetsins ábyrga fyrir þeim skrám sem fara um netið. Eina valdið sem stjórnendur hafi sé að hindra aðgang, bæði notenda að netinu og að skrám sem varðar eru með höfundarréttarákvæðum. MYND/VilhelmIstorrent er talið umsvifamesta jafningjanetið hérlendis þar sem skráaskipti með tónlist, kvikmyndir og annað stafrænt efni fer fram. Svavar Kjarrval, framkvæmdastjóri Istorrent, segir að þvert á það sem margir telji þá fylgist umsjónarmenn netsins grannt með því hvaða skrár fari um netið. Bregðist þeir við í ákveðnum tilfellum líkt og þegar ákveðið var að loka fyrir umferð með ofbeldisleik í síðustu viku.Svavar segir meðlimi Istorrent líta á sig sem áhugamannafélag um skráaskipti. Ekki sé reynt að ýta undir ákveðin skipti á skrám heldur séu það notendur sem ákveði hvaða skrár fari um það. Þannig séu umsjónaraðilar Istorrent ekki ábyrgir fyrir því efni sem fari um netið heldur notendur, að sögn Svavars. „Það eina sem við [stjórnendur Istorrent] höfum er valdið til að hindra aðgang," segir hann og bendir á að stundum séu notendur settir í bann brjóti þeir reglur Istorrent.Aðspurður hvort Istorrent muni beita sér gegn því að notendur netsins brjóti á höfundarrétti með skráaskiptum á efni sem varið er höfundarrétti segir Svavar svo vera. „Ef SMÁÍS myndi senda okkur lista yfir þær skrár þar sem fram kemur hvaða skrár það eru sem varðar eru með höfundarrétti þá munum við fjarlægja þær," segir hann en bendir á að ítarlegar upplýsingar þurfi að koma fram um skrárnar. Slíkt hafi samtök rétthafa hins vegar ekki gert. Hvorki SMÁÍS né önnur, að sögn Svavars sem bætir því við að Istorrent hafi áður fjarlægt efni af jafningjanetinu að beiðni höfundar. Verði slíkt gert á ný verði það ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Hrun hjá myndbandaleigumSnæbjörn Steingrímsson. Dreifing kvikmynda með skráaskiptiforritum á netinu hér á landi hefur valdið miklum samdrætti hjá íslenskum myndbandaleigum.Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi, segir upplýsingar Hagstofunnar um þá sem hafi nýtt sér skráaskiptiforrit óhugnanlegar. Bíði allir aðilar sem tengjast kvikmynda- og tónlistarbransanum eftir niðurstöðum úr rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar á máli einstaklinganna tíu, sem handteknir voru á haustdögum árið 2004, áður en lengra verði haldið.Snæbjörn reiknar ekki með að mennirnir hljóti dóm í haust. Mun líklegra sé að þeir verði annaðhvort dæmdir sekir eða saklausir. Verði í kjölfarið haft samband við SMÁÍS og Samtón, Samtök rétthafa tónlistar, varðandi næstu skref. „Það er spurning hvort við förum í skaðabótamál fyrir hönd rétthafanna sem búið er að brjóta á í kjölfarið á opinberu máli," segir Snæbjörn og bætir því við að SMÁÍS horfi mjög til niðurstöðu í svipuðum málum á hinum Norðurlöndunum. Hafi niðurstaðan iðulega fallið rétthöfum í hag í flestum málum.Málið nú er prófsteinn enda hefur aldrei verið dæmt í máli sem þessu varðandi íslenskan höfundarrétt. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig dómarar túlka lögin," segir hann.Snæbjörn segir ýmis rök í gangi hjá þeim sem brjóta á höfundarrétti með því að dreifa og hala niður efni á netinu með skráaskiptiforritum. Hann blæs á þau öll.Ein rökin eru þau að með deilingu á nýlegum kvikmyndum, sem sumar hverjar eru enn til sýninga í kvikmyndahúsum, sé verið að berjast gegn bandarískum kvikmyndarisum. En því fer fjarri. „Þau finna minnst fyrir þessu," segir Snæbjörn og bendir á að myndbandaleigur hérlendis séu fórnarlömbin. Verst er ástandið úti á landsbyggðinni en á dögunum hringdi í Snæbjörn maður sem starfrækir myndbandaleigu úti á landi.Leiga vikunnar hjá honum er komin niður í það sem sást á einum degi fyrir um 18 mánuðum," segir Snæbjörn. „Það kallar maður hrun!" Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Allt stefnir í að rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á hugsanlegum hugverkastuldi netverja ljúki á haustdögum. Málið er prófsteinn hérlendis og má gera ráð fyrir að kærumál vegna hugsanlegra brota á hugverkastuldi líti dagsins ljós í kjölfarið falli dómur í hag rétthafa tónlistarefnis, kvikmynda og hvers kyns stafræns efnis, sem dreift hefur verið um netið. Í nær öllum erlendum málum sem þessum hafa forráðamenn skráaskiptifyrirtækja hlotið dóma, sumir hverjir þunga. Málið hófst í september árið 2004 þegar gerð var húsleit hjá tólf einstaklingum sem grunaðir voru um að dreifa og sækja kvikmyndir, sjónvarpsefni, tónlist og hugbúnað með DC++ skráaskiptihugbúnaðinum. Tólfmenningarnir voru handteknir og tölvubúnaður þeirra gerður upptækur en hann er enn í vörslu lögreglunnar. Eins og staðan er í dag stefnir í að mál tíu af tólf fari fyrir dómstóla. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir hjá lögreglu allt fram til þessa dags. Brot gegn höfundarréttarlögum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi auk sekta. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er talið að hátt í 100.000 Íslendingar hafi sótt sér tónlist eða kvikmyndir í gegnum netið, þar af eru um 70.000 sem hafa nýtt sér skráaskiptihugbúnað á borð við DC++. Á málfundi sem Háskólinn í Reykjavík efndi til í tilefni af íslenska hugverkadeginum í lok apríl síðastliðins kom fram að íslenska vefsvæðið Istorrent er vinsælasta skráaskiptikerfið hérlendis með 16.000 notendur. Svo vinsælt er það, að notendum hefur fjölgað um 3.000 síðan þá. Á degi hverjum eru 300 skrár aðgengilegar hjá veitunni og geta allir notendur hennar sótt sér þær. Það telst þó ólíklegt að þeir séu allir inni í einu. Og ekki ná þeir í allar skrár sem í boði eru hverju sinni. Engu að síður nemur heildarverðmæti gagna sem hægt er að fá gríðarlegum fjárhæðum. Samkvæmt útreikningum SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi, nemur verðmæti skránna sem Istorrent veltir 1,8 milljörðum króna á ári hverju. Þá er ótalið verðmæti allra þeirra skráa sem íslenskir netverjar hafa aðgang að með öðrum forritum og niðurhali erlendis frá.Frumkvöðull eða spellvirki?Hluti tölvubúnaðarins sem gerður var upptækur hjá tólf einstaklingum í húsleit lögreglu í lok september árið 2004.MYND/HariSkráaskiptiforrit hafa verið til í um átta ár. Í byrjun júní árið 1999 setti Shawn nokkur Fanning hugbúnaðinn Napster á netið. Þetta var talsverð bylting og var Fanning hylltur á forsíðum fjölmargra tímarita og dagblaða sem einn af frumkvöðlum í upplýsingatækni.Napster var að nokkru leyti frábrugðið þeim skráaskiptiforritum sem nú eru til en í dag er um svokallað jafningjasvæði (peer-2-peer) að ræða. Þótt notendur Napster hafi deilt efni sín á milli þá var gagnagrunnurinn miðlægur, sem þýðir að setja þurfti upp gagnabanka þaðan sem notendur sóttu sér efni. Vegur Napsters óx mjög hratt og varð það fljótlega gríðarlega vinsælt en notendur voru 26,4 milljónir talsins þegar mest var. Helstu notendur hugbúnaðarins voru háskólanemendur og nýttu þeir háhraðatengingar og stórt geymslurými í netkerfum háskóla til að byggja upp öflugt gagnasafn til að deila tónlist sín á milli og setja saman geisladiska líkasta þeim sem fengust í rekkum hljómplötuverslana. Eini munurinn var sá að diskarnir kostuðu sitt í versluninni en útgjöldin voru engin hjá nemendunum að undanskildum kostnaði við kaup á tómum geisladiski.Ský dró fyrir sólu hjá aðstandendum Napster þegar bandaríska rokkhljómsveitin Metallica fór í mál við fyrirtækið. Forsaga málsins mun vera sú að Metallica rakst á óútgefið lag með hljómsveitinni á vefsvæði Napsters sem lekið hafði út um veggi upptökuvers hljómsveitarinnar. Þegar hljómsveitin kannaði málið nánar komst hún að raun um að allt lagasafn hennar var að finna hjá Napster og greiddu notendur ekkert fyrir að festa sér lög þeirra. Fleiri tónlistarmenn bættust í hópinn með Metallica, þar á meðal rapparinn Dr. Dre og Madonna en hljómplata hennar Music var fáanleg notendum Napster áður en hún kom í verslanir.Fjöldamörg dæmi eru um slíkt en það þekktasta nú um stundir mun vera þegar hljómplatan Volta, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, lak á netið fyrir nokkrum vikum.Þegar Samtök hljómplötuútgefenda í Bandaríkjunum blönduðu sér í málið brugðu margir háskólar á það ráð að loka fyrir notkun Napsters. Málaferli Metallica og fleiri aðila á hendur Napster urðu til þess að fyrirtækið batt enda á starfsemi sína um mánuði eftir tveggja ára afmælið árið 2001 og sættust forsvarsmenn fyrirtækisins á að greiða tónlistarfólki og rétthöfum 26 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða íslenskra króna á þávirði, vegna meintra brota á höfundarrétti. Áætlanir voru uppi um að gera Napster að löglegri tónlistarsöluveitu. Fyrirtækið safnaði hins vegar miklum skuldum og urðu þær væntingar að engu.Ágæt rök – en samtForsvarsmenn Napsters og forráðamenn viðlíka vefsvæða, svo sem Istorrent, benda á að þótt netverjar geti nálgast ókeypis tónlist á netinu þá hafi það lítið sem ekkert komið niður á sölu tónlistar. Þvert á móti hafi það aukið áhuga fólks á nýrri tónlist og kvikmyndum auk þess sem nýjum hljómsveitum opnast vettvangur til að kynna efni sitt fyrir nýjum hlustendum með litlum tilkostnaði. Þá geti skráaskiptiforrit að sama skapi verið góð auglýsing fyrir nýjar myndir í kvikmyndahúsum, að þeirra sögn.Þetta eru ágæt rök fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir, tónlistarmenn og áhugamenn á kvikmyndasviðinu. Það er hins vegar ólíklegt hvort rök forráðamanna skráaskiptisvæða dugi til þegar skorið verður úr um lögmæti dreifingar á stafrænu efni sem verndað er með höfundarréttarlögum - í það minnsta hér á landi, ef marka má orð Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmdastjóra SMÁÍS, hér á opnunni.Þungir dómarSamtök rétthafa eru hvergi nærri hætt málsóknum á hendur forsvarsmönnum neta sem styðja við skráaskipti. Á undanförnum misserum hafa fallið þungir og stefnumarkandi dómar víða um heim þar sem ábyrgð hefur verið lögð á aðstandendur skráaskiptakerfa fyrir hlutdeild í óheimilli dreifingu efnis.Fyrsti fangelsisdómurinn í máli sem þessu féll í mánuðinum en þá var maður í Hong Kong dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir dreifingu á þremur kvikmyndum um hið vinsæla BitTorrent-jafningjanet. Þótti sýnt að maðurinn hefði átt hlut að dreifingunni þótt hann hefði aðeins hlaðið myndunum inn á netið.Samtök rétthafa tónlistar og myndefnis hér á landi horfa helst til niðurstöðu í málum sem þessum í nágrannalöndunum. Helsti dómurinn sem féll í viðlíka máli var í Finnlandi í október í fyrra en þá hlaut 21 forsvarsmaður og stjórnandi skráaskiptinets samtals rúmlega 50 milljóna króna sekt vegna aðildar sinnar að ólögmætri dreifingu efnis á netinu. Dæmt var eftir eldri finnskum lögum um höfundarrétt en ekki nýjum. Er talið að hefði verið dæmt eftir nýjum lögum hefði mátt gera ráð fyrir þyngri dómum.Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá tíu sem handteknir voru á haustdögum árið 2003 fyrir aðild sína að ólögmætri dreifingu efnis á netinu. Það ætti að skýrast þegar líða tekur á árið.Notendur Istorrent ábyrgir fyrir dreifinguSvavar Kjarrval. Framkvæmdastjóri Istorrent segir notendur jafningjanetsins ábyrga fyrir þeim skrám sem fara um netið. Eina valdið sem stjórnendur hafi sé að hindra aðgang, bæði notenda að netinu og að skrám sem varðar eru með höfundarréttarákvæðum. MYND/VilhelmIstorrent er talið umsvifamesta jafningjanetið hérlendis þar sem skráaskipti með tónlist, kvikmyndir og annað stafrænt efni fer fram. Svavar Kjarrval, framkvæmdastjóri Istorrent, segir að þvert á það sem margir telji þá fylgist umsjónarmenn netsins grannt með því hvaða skrár fari um netið. Bregðist þeir við í ákveðnum tilfellum líkt og þegar ákveðið var að loka fyrir umferð með ofbeldisleik í síðustu viku.Svavar segir meðlimi Istorrent líta á sig sem áhugamannafélag um skráaskipti. Ekki sé reynt að ýta undir ákveðin skipti á skrám heldur séu það notendur sem ákveði hvaða skrár fari um það. Þannig séu umsjónaraðilar Istorrent ekki ábyrgir fyrir því efni sem fari um netið heldur notendur, að sögn Svavars. „Það eina sem við [stjórnendur Istorrent] höfum er valdið til að hindra aðgang," segir hann og bendir á að stundum séu notendur settir í bann brjóti þeir reglur Istorrent.Aðspurður hvort Istorrent muni beita sér gegn því að notendur netsins brjóti á höfundarrétti með skráaskiptum á efni sem varið er höfundarrétti segir Svavar svo vera. „Ef SMÁÍS myndi senda okkur lista yfir þær skrár þar sem fram kemur hvaða skrár það eru sem varðar eru með höfundarrétti þá munum við fjarlægja þær," segir hann en bendir á að ítarlegar upplýsingar þurfi að koma fram um skrárnar. Slíkt hafi samtök rétthafa hins vegar ekki gert. Hvorki SMÁÍS né önnur, að sögn Svavars sem bætir því við að Istorrent hafi áður fjarlægt efni af jafningjanetinu að beiðni höfundar. Verði slíkt gert á ný verði það ekki í fyrsta sinn sem slíkt er gert.Hrun hjá myndbandaleigumSnæbjörn Steingrímsson. Dreifing kvikmynda með skráaskiptiforritum á netinu hér á landi hefur valdið miklum samdrætti hjá íslenskum myndbandaleigum.Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi, segir upplýsingar Hagstofunnar um þá sem hafi nýtt sér skráaskiptiforrit óhugnanlegar. Bíði allir aðilar sem tengjast kvikmynda- og tónlistarbransanum eftir niðurstöðum úr rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar á máli einstaklinganna tíu, sem handteknir voru á haustdögum árið 2004, áður en lengra verði haldið.Snæbjörn reiknar ekki með að mennirnir hljóti dóm í haust. Mun líklegra sé að þeir verði annaðhvort dæmdir sekir eða saklausir. Verði í kjölfarið haft samband við SMÁÍS og Samtón, Samtök rétthafa tónlistar, varðandi næstu skref. „Það er spurning hvort við förum í skaðabótamál fyrir hönd rétthafanna sem búið er að brjóta á í kjölfarið á opinberu máli," segir Snæbjörn og bætir því við að SMÁÍS horfi mjög til niðurstöðu í svipuðum málum á hinum Norðurlöndunum. Hafi niðurstaðan iðulega fallið rétthöfum í hag í flestum málum.Málið nú er prófsteinn enda hefur aldrei verið dæmt í máli sem þessu varðandi íslenskan höfundarrétt. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig dómarar túlka lögin," segir hann.Snæbjörn segir ýmis rök í gangi hjá þeim sem brjóta á höfundarrétti með því að dreifa og hala niður efni á netinu með skráaskiptiforritum. Hann blæs á þau öll.Ein rökin eru þau að með deilingu á nýlegum kvikmyndum, sem sumar hverjar eru enn til sýninga í kvikmyndahúsum, sé verið að berjast gegn bandarískum kvikmyndarisum. En því fer fjarri. „Þau finna minnst fyrir þessu," segir Snæbjörn og bendir á að myndbandaleigur hérlendis séu fórnarlömbin. Verst er ástandið úti á landsbyggðinni en á dögunum hringdi í Snæbjörn maður sem starfrækir myndbandaleigu úti á landi.Leiga vikunnar hjá honum er komin niður í það sem sást á einum degi fyrir um 18 mánuðum," segir Snæbjörn. „Það kallar maður hrun!"
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira