Brautryðjandi hverfur á braut 2. maí 2007 00:01 Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, og Einar Sveinsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, djúpt hugsi Nýr stjórnarformaður Glitnis er sáttur við núverandi stefnu bankans. „Við erum fullkomlega sáttir við þá stefnu. Við viljum kannski reyna að gera gott betur.“ Mánudagurinn 30. apríl markaði þáttaskil í sögu íslensks viðskiptalífs. Sama dag og Glitnir greindi frá sjö milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi lét Bjarni Ármannsson af störfum í kjölfar þess að ný stjórn var kjörinn á hluthafafundi bankans og eftirlét Lárusi Welding, rúmlega þrítugum framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum og fyrrverandi starfsmanni sínum, veldissprotann. Bróðerni og blóðtakaAfsögn Bjarna kom ekki á óvart, enda hafði verið þrálátur orðrómur um brotthvarf hans úr Glitni undanfarnar vikur eftir að Karl Wernersson í Milestone seldi stóran hluta bréfa sinna og Einar Sveinsson, fráfarandi stjórnarformaður og stjórnarmaður til sextán ára, fór alfarið út. Bloggararnir Jón Axel Ólafsson og Óli Björn Kárason sögðu fyrstir opinberlega frá þeim orðrómi að Bjarni væri á leiðinni út, sem síðar kom á daginn. Visir.is staðfesti svo þær frásagnir á mánudaginn og greindi frá því við sama tækifæri að Lárus Welding yrði kynntur sem eftirmaður Bjarna í kjölfar hluthafafundar síðar um daginn.Bjarni og Þorsteinn M. Jónsson, nýr stjórnarformaður Glitnis, leggja mikla áherslu að skilnaðurinn hafi verið gerður í mesta bróðerni og ætlar fyrrverandi forstjóri að aðstoða eftirmann sinn á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins var nær ekkert sem stóð í vegi fyrir því að Bjarni héldi áfram kysi hann svo. Þetta verður því að teljast töluverð blóðtaka fyrir helstu eigendur bankans, enda er Bjarni maður með mikla reynslu og þekkingu, vinsæll af starfsfólki og sterkur málsvari Glitnis út á við.Eignir tífaldast frá samruna„Þetta hefur átt sér skamman aðdraganda en auðvitað er svona ferli ekki talið í dögum,“ segir Bjarni, spurður hvernig starfslok hans hafi borið að. Bjarni var forstjóri Glitnis og forvera hans frá 1997 og á þeim tíma ríflega tuttugufaldaðist virði bankans. Hann tók við starfi forstjóra FBA árið 1997, þá yngsti yfirmaður í íslenska fjármálakerfinu, aðeins 29 ára gamall. Einkavæðingarferlið 1998-1999 er Bjarna minnisstætt. „Maður var að fást til hluti sem maður þekkti lítið til. Allt voru þetta nýjungar hér á landi og FBA braut þar blað.“Hann kom svo að samruna FBA og Íslandsbanka árið 2000 og stýrði bankanum við hlið Vals Valssonar þar til sá síðarnefndi lét af störfum. Við samruna Íslandsbanka og FBA var bankinn verðmætasta félag Kauphallarinnar frá upphafi – metinn á 67 milljarða króna. Glitnir er sjö árum síðar næstverðmætasta fyrirtæki Kauphallarinnar með markaðsvirði upp á 400 milljarða króna. Heildareignir hafa vaxið úr 226 milljörðum króna í 2.256, það er tífaldast.Bjarni hefur síðan unnið að uppbyggingu Glitnis úr því að vera alíslenskur banki í það að vera með heimastöðvar í tveimur löndum og ört vaxandi fjárfestingarbanki í Norður-Evrópu með sérstöðu í sjávarútvegi og orkugeira. Hann hefur þurft að glíma við margvíslegar væringar í hluthafahópi bankans í gegnum tíðina og hugsanlegar yfirtökutilraunir. Kostnaður vegna starfsloka forstjórans mun ekki liggja fyrir fyrr en uppgjör ársins 2007 liggur fyrir. Bjarni hafði 144 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. Miðað við nýlega starfslokasamninga má ætla að starfslok hlaupi á tugum milljóna króna. Bjarni selur eignarhlut sinn í Glitni til bankans en sá hlutur er metinn á 6,5 milljarða króna.Engar stórar breytingarÝmsar sögusagnir hafa verið í gangi um breytingar á starfsemi Glitnis á þessu ári. Samruni við annan banka eða jafnvel við FL Group, stærsta hluthafann í Glitni, gæti verið inni í framtíðarmyndinni. FL hefur með nýlegum kaupum á þriggja prósenta hlut í Commerzbank, fyrir rúma 63 milljarða króna, boðað þátttöku sína í væntanlegu samrunaferli á evrópskum bankamarkaði. Þá hefur verið orðrómur, sem er staðlaus, um sölu útibúanets Glitnis til Byrs sparisjóðs en sömu fjárfestar koma að Glitni og Byr. Núverandi staða býður upp á marga möguleika.Þorsteinn boðar engar breytingar á starfsemi Glitnis að svo stöddu, enda hafi FL Group, sem kjölfestuhluthafi í bankanum um nokkurt skeið, tekið þátt í að móta stefnu bankans. „Við erum fullkomlega sáttir við þá stefnu. Við viljum kannski reyna að gera gott betur.“ Síðustu uppjör bankans sýna að stöðugur vöxtur hefur legið í gegnum þóknunartekjur. Þorsteinn segir að það sé óhætt að álykta svo að bankinn muni herða róðurinn í fjárfestingarbankastarfseminni. Þar kemur Bretland sterklega til greina. Lárus Welding hefur unnið að mörgum verkefnum við hlið Baugs Group, eins stærsta hluthafans í FL Group, og tengdra fjárfesta og stýrði hann aðkomu Landsbankans að yfirtöku Baugs og fleiri aðila að Big Food Group og vel heppnaðri endurfjármögnun Iceland-verslanakeðjunnar. Þorsteinn segir að Lárus hafi mikla reynslu af breska markaðnum og góð sambönd þar.„Mér finnst stefna bankans vera vel úthugsuð. Það er búið að gera skynsamlegar breytingar á skipuritinu og bæta við einingum á réttum stöðum. Mín sýn passar mjög vel við þá stefnu sem hefur verið mörkuð,“ segir Lárus Welding, sem stýrði uppbyggingu Landsbankans í Lundúnum frá 2003.FME takmarkar atkvæðisréttFyrir hluthafafundi í bankanum á mánudaginn tilkynnti FME um að sameiginlegur atkvæðisréttur FL Group, sem ræður um 32 prósenta hlut í Glitni, og Elliðahamars, Jötuns Holding og Sunds og aðila þeim tengdra í Glitni hefði verið takmarkaður við 32,99 prósenta eignarhlut. Í kjölfar viðskipta sem urðu hinn 5. apríl kannaði FME hvort samstarf hefði myndast um meðferð virks eignarhlutar í Glitni á milli FL Group og þessara fjárfesta og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri. Þar sem stofnunin hafði ekki veitt samþykki fyrir meðferð á hinum virka eignarhlut ákvað hún að takmarka sameiginlegan atkvæðisrétt við fyrrgreind mörk.Samkvæmt upplýsingum Markaðarins tóku forsvarsmenn FL Group heldur fálega í þessa niðurstöðu FME en ekki reyndi á takmörkunina á hluthafafundinum á mánudaginn, enda var ný stjórn sjálfkjörin. Fulltrúar FL Group leiða hina nýju stjórn: Þorsteinn er formaður stjórnar Glitnis, en Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL, verður varaformaður hennar. Skarphéðinn Berg Steinarsson situr svo sem þriðji maður FL, en auk þeirra voru þau Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Katrín Pétursdóttir og Pétur Guðmundarson hrl. sjálfkjörin í stjórnina Stjórnarformaður Glitnis á ekki von á því að niðurstaða FME hafi áhrif á stjórnun bankans. „Ég held að við munum reyna að ráða fram úr þessu í samstarfi við FME þannig að allir séu sáttir.“ Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Mánudagurinn 30. apríl markaði þáttaskil í sögu íslensks viðskiptalífs. Sama dag og Glitnir greindi frá sjö milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi lét Bjarni Ármannsson af störfum í kjölfar þess að ný stjórn var kjörinn á hluthafafundi bankans og eftirlét Lárusi Welding, rúmlega þrítugum framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum og fyrrverandi starfsmanni sínum, veldissprotann. Bróðerni og blóðtakaAfsögn Bjarna kom ekki á óvart, enda hafði verið þrálátur orðrómur um brotthvarf hans úr Glitni undanfarnar vikur eftir að Karl Wernersson í Milestone seldi stóran hluta bréfa sinna og Einar Sveinsson, fráfarandi stjórnarformaður og stjórnarmaður til sextán ára, fór alfarið út. Bloggararnir Jón Axel Ólafsson og Óli Björn Kárason sögðu fyrstir opinberlega frá þeim orðrómi að Bjarni væri á leiðinni út, sem síðar kom á daginn. Visir.is staðfesti svo þær frásagnir á mánudaginn og greindi frá því við sama tækifæri að Lárus Welding yrði kynntur sem eftirmaður Bjarna í kjölfar hluthafafundar síðar um daginn.Bjarni og Þorsteinn M. Jónsson, nýr stjórnarformaður Glitnis, leggja mikla áherslu að skilnaðurinn hafi verið gerður í mesta bróðerni og ætlar fyrrverandi forstjóri að aðstoða eftirmann sinn á næstu vikum. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins var nær ekkert sem stóð í vegi fyrir því að Bjarni héldi áfram kysi hann svo. Þetta verður því að teljast töluverð blóðtaka fyrir helstu eigendur bankans, enda er Bjarni maður með mikla reynslu og þekkingu, vinsæll af starfsfólki og sterkur málsvari Glitnis út á við.Eignir tífaldast frá samruna„Þetta hefur átt sér skamman aðdraganda en auðvitað er svona ferli ekki talið í dögum,“ segir Bjarni, spurður hvernig starfslok hans hafi borið að. Bjarni var forstjóri Glitnis og forvera hans frá 1997 og á þeim tíma ríflega tuttugufaldaðist virði bankans. Hann tók við starfi forstjóra FBA árið 1997, þá yngsti yfirmaður í íslenska fjármálakerfinu, aðeins 29 ára gamall. Einkavæðingarferlið 1998-1999 er Bjarna minnisstætt. „Maður var að fást til hluti sem maður þekkti lítið til. Allt voru þetta nýjungar hér á landi og FBA braut þar blað.“Hann kom svo að samruna FBA og Íslandsbanka árið 2000 og stýrði bankanum við hlið Vals Valssonar þar til sá síðarnefndi lét af störfum. Við samruna Íslandsbanka og FBA var bankinn verðmætasta félag Kauphallarinnar frá upphafi – metinn á 67 milljarða króna. Glitnir er sjö árum síðar næstverðmætasta fyrirtæki Kauphallarinnar með markaðsvirði upp á 400 milljarða króna. Heildareignir hafa vaxið úr 226 milljörðum króna í 2.256, það er tífaldast.Bjarni hefur síðan unnið að uppbyggingu Glitnis úr því að vera alíslenskur banki í það að vera með heimastöðvar í tveimur löndum og ört vaxandi fjárfestingarbanki í Norður-Evrópu með sérstöðu í sjávarútvegi og orkugeira. Hann hefur þurft að glíma við margvíslegar væringar í hluthafahópi bankans í gegnum tíðina og hugsanlegar yfirtökutilraunir. Kostnaður vegna starfsloka forstjórans mun ekki liggja fyrir fyrr en uppgjör ársins 2007 liggur fyrir. Bjarni hafði 144 milljónir króna í laun og hlunnindi á síðasta ári. Miðað við nýlega starfslokasamninga má ætla að starfslok hlaupi á tugum milljóna króna. Bjarni selur eignarhlut sinn í Glitni til bankans en sá hlutur er metinn á 6,5 milljarða króna.Engar stórar breytingarÝmsar sögusagnir hafa verið í gangi um breytingar á starfsemi Glitnis á þessu ári. Samruni við annan banka eða jafnvel við FL Group, stærsta hluthafann í Glitni, gæti verið inni í framtíðarmyndinni. FL hefur með nýlegum kaupum á þriggja prósenta hlut í Commerzbank, fyrir rúma 63 milljarða króna, boðað þátttöku sína í væntanlegu samrunaferli á evrópskum bankamarkaði. Þá hefur verið orðrómur, sem er staðlaus, um sölu útibúanets Glitnis til Byrs sparisjóðs en sömu fjárfestar koma að Glitni og Byr. Núverandi staða býður upp á marga möguleika.Þorsteinn boðar engar breytingar á starfsemi Glitnis að svo stöddu, enda hafi FL Group, sem kjölfestuhluthafi í bankanum um nokkurt skeið, tekið þátt í að móta stefnu bankans. „Við erum fullkomlega sáttir við þá stefnu. Við viljum kannski reyna að gera gott betur.“ Síðustu uppjör bankans sýna að stöðugur vöxtur hefur legið í gegnum þóknunartekjur. Þorsteinn segir að það sé óhætt að álykta svo að bankinn muni herða róðurinn í fjárfestingarbankastarfseminni. Þar kemur Bretland sterklega til greina. Lárus Welding hefur unnið að mörgum verkefnum við hlið Baugs Group, eins stærsta hluthafans í FL Group, og tengdra fjárfesta og stýrði hann aðkomu Landsbankans að yfirtöku Baugs og fleiri aðila að Big Food Group og vel heppnaðri endurfjármögnun Iceland-verslanakeðjunnar. Þorsteinn segir að Lárus hafi mikla reynslu af breska markaðnum og góð sambönd þar.„Mér finnst stefna bankans vera vel úthugsuð. Það er búið að gera skynsamlegar breytingar á skipuritinu og bæta við einingum á réttum stöðum. Mín sýn passar mjög vel við þá stefnu sem hefur verið mörkuð,“ segir Lárus Welding, sem stýrði uppbyggingu Landsbankans í Lundúnum frá 2003.FME takmarkar atkvæðisréttFyrir hluthafafundi í bankanum á mánudaginn tilkynnti FME um að sameiginlegur atkvæðisréttur FL Group, sem ræður um 32 prósenta hlut í Glitni, og Elliðahamars, Jötuns Holding og Sunds og aðila þeim tengdra í Glitni hefði verið takmarkaður við 32,99 prósenta eignarhlut. Í kjölfar viðskipta sem urðu hinn 5. apríl kannaði FME hvort samstarf hefði myndast um meðferð virks eignarhlutar í Glitni á milli FL Group og þessara fjárfesta og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri. Þar sem stofnunin hafði ekki veitt samþykki fyrir meðferð á hinum virka eignarhlut ákvað hún að takmarka sameiginlegan atkvæðisrétt við fyrrgreind mörk.Samkvæmt upplýsingum Markaðarins tóku forsvarsmenn FL Group heldur fálega í þessa niðurstöðu FME en ekki reyndi á takmörkunina á hluthafafundinum á mánudaginn, enda var ný stjórn sjálfkjörin. Fulltrúar FL Group leiða hina nýju stjórn: Þorsteinn er formaður stjórnar Glitnis, en Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL, verður varaformaður hennar. Skarphéðinn Berg Steinarsson situr svo sem þriðji maður FL, en auk þeirra voru þau Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Katrín Pétursdóttir og Pétur Guðmundarson hrl. sjálfkjörin í stjórnina Stjórnarformaður Glitnis á ekki von á því að niðurstaða FME hafi áhrif á stjórnun bankans. „Ég held að við munum reyna að ráða fram úr þessu í samstarfi við FME þannig að allir séu sáttir.“
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira