Lítið vitað um íslenska markaðinn 13. júní 2007 03:00 Þeir Gunnar Stefánsson og Árni Halldórsson segja lítið vitað um íslenska vörustjórnun. Þeir segja nauðsynlegt að kanna málið líkt og gert hafi verið á Norðurlöndunum. Markaðurinn/Anton Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn," segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið." „Það þarf að gera svipuð verkefni og hafa verð gerð á Norðurlöndum," segir Gunnar. Á meðal þess er að gera spurningalista og senda þá til fyrirtækja. „Svo þarf að greina vörustjórnunina og reyna að sjá þörfina og mynstrið hjá fyrirtækjum og neytendum," segir hann og bætir við að síðastliðin ár hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun, ekki síst eftir að hlutverk heildsalans breyttist, auk þess sem gríðarlegar breytingar hafi orðið úti á landi. Málið sé því aðkallandi. „Það hefur mikið breyst frá því heildsalarnir keyrðu í verslanir og reyndu að selja verslunarfólki vörurnar sem þeir fluttu inn sjálfir. Þetta hefur breyst mjög mikið," segir Gunnar. Árni tekur undir að hlutverk gamla heildsalans sé allt annað nú en áður. „Flutningafyrirtæki eru orðin miklu betri í því að koma vörunni frá A til B. Það þarf ekki lengur heildsala til að vaka yfir henni," segir hann og bendir á að stjórntæki innkaupa hafi þróast verulega og fólk sem sinni innkaupum hafi meiri möguleika á þjálfun og menntun en áður. „Það sem er byltingarkenndast er að smásöluverslanir eru farnar að draga að sér vörur. Þær þurfa ekki að bíða eftir heildsalanum lengur," segir Gunnar og bætir því við að eftir að sjóflutningar lögðust af í kringum landið hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun. „Áður sigldu menn miklu magni af vörum á Akureyri og keyrðu þær síðan þaðan. Núna er öllum vörum ekið frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum degi. Þaðan halda þær svo áfram. Akureyri er með þessu móti að hverfa sem miðstöð vörustjórnunar fyrir Norður- og Austurland," bendir hann á og bætir við að hann spái því að Reykjavík verði stóra birgðastöð landsins á næstu árum. „Þetta gerðist fyrir fimmtán til tuttugu árum í Evrópu en hefur gerst á aðeins þremur árum hér!" Spurðir hvort það hafi verið gott eða slæmt að strandsiglingar hafi hætt með tilheyrandi afleiðingum segir Árni það allt fara eftir spurningunni. Gunnar bætir því við að þetta hafi verið gott út frá þjónustustiginu en slæmt ef horft sé á slit á vegum og með tilliti til mengunar. „Íslenskir vegir eru allt að því byggðir upp eins og hestaslóðar. Þeir eru ansi mjóir og óvíst hvort vegkantar þoli samtaka álag veðurfars og þunga flutningabíla. Þannig getur þetta aukið álag á vegakerfið við fyrstu sýn, en á hinn bóginn er ekki verið að flytja sömu vöruna fram og til baka á milli landshluta eins og var tilfellið fyrir nokkrum árum," segir Árni. „Það er mjög ódýrt að flytja vörur fjórðunga á milli og jafnvel á milli landa," segir Gunnar. „Þetta er ekki nema nokkur prósent af heildarverðinu. Það breytir engu um samkeppnishæfni og þess vegna er þeim ekið út um allt í stað þess að geyma þær á mörgum stöðum," segir hann en leggur áherslu á að umhverfismál séu ekki komin það langt að þau taki á menguninni sem skapist við flutningana. „Við getum samt haft áhrif ef við viljum. Ákvörðunin liggur alltaf hjá neytandanum á endanum," segir hann. Árni samþykkir það en bendir á að upplýsingar vanti um íslenska markaðinn til að hægt sé að koma með tillögur að úrbótum. „Það vantar upplýsingar um það sem virkilega þarf að fara með bílum og hvað mætti fara með skipum. Slíkt myndi gera okkur auðveldara fyrir," segir hann. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þeir Árni Halldórsson og Gunnar Stefánsson segja lítið vitað um stöðu íslenskra fyrirtækja á sviði vörustjórnunar. Mun meira liggi fyrir um norræna markaðinn, sem hafi verið grannskoðaður. „Við vitum í rauninni ekki neitt um íslenska markaðinn," segir Árni. „Það eru samt til skoðanir einstakra stjórnenda, en þær segja lítið til um hvernig ástandið er þegar á heildina er litið." „Það þarf að gera svipuð verkefni og hafa verð gerð á Norðurlöndum," segir Gunnar. Á meðal þess er að gera spurningalista og senda þá til fyrirtækja. „Svo þarf að greina vörustjórnunina og reyna að sjá þörfina og mynstrið hjá fyrirtækjum og neytendum," segir hann og bætir við að síðastliðin ár hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun, ekki síst eftir að hlutverk heildsalans breyttist, auk þess sem gríðarlegar breytingar hafi orðið úti á landi. Málið sé því aðkallandi. „Það hefur mikið breyst frá því heildsalarnir keyrðu í verslanir og reyndu að selja verslunarfólki vörurnar sem þeir fluttu inn sjálfir. Þetta hefur breyst mjög mikið," segir Gunnar. Árni tekur undir að hlutverk gamla heildsalans sé allt annað nú en áður. „Flutningafyrirtæki eru orðin miklu betri í því að koma vörunni frá A til B. Það þarf ekki lengur heildsala til að vaka yfir henni," segir hann og bendir á að stjórntæki innkaupa hafi þróast verulega og fólk sem sinni innkaupum hafi meiri möguleika á þjálfun og menntun en áður. „Það sem er byltingarkenndast er að smásöluverslanir eru farnar að draga að sér vörur. Þær þurfa ekki að bíða eftir heildsalanum lengur," segir Gunnar og bætir því við að eftir að sjóflutningar lögðust af í kringum landið hafi orðið gríðarleg breyting á vörustjórnun. „Áður sigldu menn miklu magni af vörum á Akureyri og keyrðu þær síðan þaðan. Núna er öllum vörum ekið frá Reykjavík til Akureyrar á hverjum degi. Þaðan halda þær svo áfram. Akureyri er með þessu móti að hverfa sem miðstöð vörustjórnunar fyrir Norður- og Austurland," bendir hann á og bætir við að hann spái því að Reykjavík verði stóra birgðastöð landsins á næstu árum. „Þetta gerðist fyrir fimmtán til tuttugu árum í Evrópu en hefur gerst á aðeins þremur árum hér!" Spurðir hvort það hafi verið gott eða slæmt að strandsiglingar hafi hætt með tilheyrandi afleiðingum segir Árni það allt fara eftir spurningunni. Gunnar bætir því við að þetta hafi verið gott út frá þjónustustiginu en slæmt ef horft sé á slit á vegum og með tilliti til mengunar. „Íslenskir vegir eru allt að því byggðir upp eins og hestaslóðar. Þeir eru ansi mjóir og óvíst hvort vegkantar þoli samtaka álag veðurfars og þunga flutningabíla. Þannig getur þetta aukið álag á vegakerfið við fyrstu sýn, en á hinn bóginn er ekki verið að flytja sömu vöruna fram og til baka á milli landshluta eins og var tilfellið fyrir nokkrum árum," segir Árni. „Það er mjög ódýrt að flytja vörur fjórðunga á milli og jafnvel á milli landa," segir Gunnar. „Þetta er ekki nema nokkur prósent af heildarverðinu. Það breytir engu um samkeppnishæfni og þess vegna er þeim ekið út um allt í stað þess að geyma þær á mörgum stöðum," segir hann en leggur áherslu á að umhverfismál séu ekki komin það langt að þau taki á menguninni sem skapist við flutningana. „Við getum samt haft áhrif ef við viljum. Ákvörðunin liggur alltaf hjá neytandanum á endanum," segir hann. Árni samþykkir það en bendir á að upplýsingar vanti um íslenska markaðinn til að hægt sé að koma með tillögur að úrbótum. „Það vantar upplýsingar um það sem virkilega þarf að fara með bílum og hvað mætti fara með skipum. Slíkt myndi gera okkur auðveldara fyrir," segir hann.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira