Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 10:39 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda. Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda.
Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02