Bylgjan

Fréttamynd

Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni

Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði.

Innlent
Fréttamynd

Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Bylgjulestin rúllar af stað

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar. Fyrst kemur lestin við í Grindavík þar sem þau Svali, Vala Eiríks og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.

Lífið
Fréttamynd

Bylgjulestin brunar inn í sumarið

Bylgjulestin er lögð af stað og mun ferðast vítt og breytt um landið, hitta hlustendur og taka þátt í fjörinu á hverjum laugardegi í beinni í allt sumar.

Samstarf
Fréttamynd

Æsi­spennandi átta liða úr­slit en ein­stefna í úr­slitunum

Þótt að Fréttablaðið hafi verið lýst gjaldþrota þann 31. mars síðastliðinn þá stóðu fulltrúar fjölmiðilsins sig með miklum sóma í árlegri spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. Frammistaðan dugði ekki til sigurs í keppninni en fulltrúar hins fallna risa fóru alla leið í undanúrslit.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blind­fullt fólk

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi.

Menning
Fréttamynd

Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén

Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn pilsner í pylsu­­soðinu hjá Bæjarins bestu

„Þetta með Pilsnerinn, ég er búin að heyra þetta í svona þrjátíu ár og ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en hún er mjög lífsseig,“ segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir eigandi Bæjarins bestu í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið
Fréttamynd

Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá

„Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 

Lífið
Fréttamynd

Þessi hlutu Hlust­enda­verð­­­launin í ár

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt og var öllu tjaldað til. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu

„Hrotur eru líklega meira vandamál en fólk gerir sér grein fyrir og miklu algengara en fólk heldur að pör sofi í sitthvoru lagi, ekki saman í herbergi. En það virðist vera viðkvæmt að ræða það og mikið tabú,“ segir Dr. Erla Björnsdóttir í samtali við Makamál. 

Makamál
Fréttamynd

Mysingur í skeið, kandís með kaffinu og allskonar ofan á brauð

Þau eru sem betur fer af ólíku tagi og misalvarleg hitamálin í þjóðfélagsumræðunni. Þó svo að eðlilega fari kannski mest fyrir veðurviðvörunum, verðhækkunum og verkalýðsbaráttu þessa dagana er algjör óþarfi að gleyma litlu hlutunum. Þessum litlu-stóru hlutum sem oft á tíðum geta skapað hressilegar og bráðnauðsynlegar umræður.

Lífið