Lífið samstarf

Bylgju­lestin mætir á Danska daga

Bylgjulestin
Bylgjulestin heimsækir Stykkishólm næsta laugardag. Búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina en þá fer fram bæjarhátíðin Danskir dagar auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma.
Bylgjulestin heimsækir Stykkishólm næsta laugardag. Búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina en þá fer fram bæjarhátíðin Danskir dagar auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma.

Laugardaginn 24. júní mun Bylgjulestin heimsækja Stykkishólm en búast má við óvenju miklu fjöri í bænum um helgina þegar bæjarhátíðin Danskir dagar fer fram auk þess sem Landsmót 50+ er haldið í bænum á sama tíma.

Lestarstjórar að þessu sinni eru þau Ómar Úlfur og Erna Hrönn og verða þau í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardag, milli kl. 12 og 16.

„Það verður svo sannarlegamikið líf á laugardaginn í kringjum Bylgjulestina,“ segir Ómar Úlfur. „Það verður óvenju mikið í boði um helgina. Utan Danskra daga og landsmótsins verður Stjórnin á svæðinu og auðvitað líka Herra Hnetusmjör.“

Ómar Úlfur er annar lestarstjóra Bylgjulestarinnar næstu helgi.

Ómar og Erna Hrönn ætla m.a. að skella sér á kajak og skoða bæinn þannig. „Svo fáum við til okkar fullt af frábærum gestum. Mögulega heyrum við söguna af því þegar að Kristófer Kólumbus kom við á Rifi um árið.“

Hann hvetur gesti Danskra daga til að kíkja á Bylgjulestina enda verðu þau með alls konar glaðning fyrir gesti og gangandi. „Svo hvetjum við landsmenn auðvitað til að hlusta á laugardaginn og fá stemninguna beint í æð á Bylgjunni.“

Bylgjulestin verður staðsett við Norska húsið, Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum verða á staðnum og boðið verður upp á margt skemmtilegt, eins og sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira.

Erna Hrönn verður í Stykkishólmi á laugardaginn í beinni á Bylgjunni með Ómari Úlfi.

Samstarfsaðilar Bylgjunnar setja upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mæta fá gjafapoka.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó.

Það er alltaf gaman að heimsækja Stykkishólm, sérstaklega yfir sumartímann.

Þ„Ég hef nokkrum sinnum komið á Stykkishólm,“ segir Ómar að lokum. „Þetta er einstök byggð á einu fallegasta bæjarstæði landsins að öðrum ólöstuðum og alltaf tekið vel á móti manni. Okkur hlakkar mikið til að koma um helgina.“

Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en þar verður hún laugardaginn 1. júlí.

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×