Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 08:59 Í Bítinu eru tekin tæplega tvö þúsund viðtöl á ári. Vísir/Vilhelm Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“ Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Gulli segist þó ekki vera hættur í útvarpi að eilífu, en ætli að hvíla þau störf að sinni. „Ég ætla bara að taka orkuna úr bítinu og setja hana alla í Gulli byggir,“ segir hann í samtali við Vísi. Í dag er hann staddur í Frakklandi þar sem hann vinnur að nýju verkefni fyrir næstu þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Gulli Byggir. Bítið er á dagskrá Bylgjunnar alla virka morgna milli klukkan sjö og tíu. Gulli segist alltaf fara á fætur klukkan fimm því þá sé hann vel vaknaður og undirbúinn þegar útsending hefst. Mikið fjör í Bítinu „Það verður smá breyting að þurfa ekki að vakna klukkan fimm en ég hugsa að ég muni nú halda áfram að vakna snemma sko, ég er ekkert að setjast í helgan stein.“ Gulli segir það hafa tekið sig tíma að venjast því að byrja dagana fyrr en flestir. „Það tók mig svona fjórtán mánuði að venjast þessu, af því að ég er B-týpa.“ Hann játar að rútína af þessu tagi hafi tekið svolítið á. „Sérstaklega þegar þú ferð svo heim að skipta um föt og ferð svo að gera sjónvarpsþátt eftir hádegi. Og fram á kvöld og stundum um helgar,“ segir hann. Gulli fór yfir ferilinn í fjölmiðlum í Einkalífinu á Vísi í vetur. Þar ræddi hann meðal annars um systurmissinn árið 2004. Hann áréttir þó að tíminn á Bítinu samhliða tökum á sjónvarpsþáttunum Gulli byggir hafi reynst honum mjög skemmtilegur og fjörið hafi iðulega verið við völd. Byrjaði með innslög í morgunsjónvarpinu Ferill Gulla í Bítinu rekur sig um tuttugu ár aftur í tímann. „Ég byrjaði í morgunsjónvarpinu að leysa Heimi og Ingu Lind af. Þá var ég að leysa þau af alla mánudagsmorgna.“ Þá hafði hann að auki verið með innslög í morgunsjónvarpinu samhliða því að vinna sem byggingaverktaki. Þann 1. júlí 2013 varð Gulli fastur liðsmaður í Bítinu ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. Eftir níu mánuði tók Þráinn Steinsson við af Huldu og þeir þrír stjórnuðu Bítinu þar til í lok síðasta árs þegar Þráinn lét af störfum. Síðasti þáttur Gulla í Bítinu verður þann 30. júní en þá verða nákvæmlega tíu ár liðin síðan hann tók við keflinu sem einn stjórnandi þáttarins. Aðspurður hvað standi upp úr eftir tímann í Bítinu talar Gulli um samstarfið við Heimi. „Það er búið að vera ótrúlega gefandi, stundum þreytandi en mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er mjög fínt að vinna með Heimi.“ Alltaf í vinnunni Gulli segir frá því að hafa nokkrum sinnum þurft að senda út utan af landi þegar hann var í verkefnum í tengslum við sjónvarpsþættina. Hann segir að slíkar útsendingar hafi ekki reynst flóknar fyrir samvinnu hans og Heimis þar sem þeir þekki hvorn annan vel eftir áralangt samstarf. „Ég veit alveg hvenær hann er búinn að tala og hvenær ég á að taka við,“ segir Gulli. „Svo er maður bara alltaf í vinnunni. Þú ert úti að borða einhvers staðar og þá hittirðu manneskju sem fer að segja þér frá einhverju og þá ertu strax farinn að tengja viðkomandi við Bítið og fá viðkomandi í viðtal.“ Hann segir þá félaga í Bítinu ræða við tæplega tvö þúsund viðmælendur í þáttunum árlega. „Þetta er bara svoleiðis vinna. Líkt og ef ég sé illa farið hús í dag þá langar mig að fá það í Gulli byggir.“
Bítið Gulli byggir Fjölmiðlar Bylgjan Tímamót Sýn Tengdar fréttir Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31 Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30 Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Svona varð Gulli byggir til: „Það hefur enginn skilið í miðju ferli“ Gunnlaugur Helgason er einn vinsælasti útvarpsmaður landsins og einnig einn vinsælasti sjónvarpsmaður þjóðarinnar. 2. nóvember 2022 12:31
Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum. 4. október 2022 14:30
Heimir og Gulli rísa fyrr úr rekkju til að standa veðurvaktina Heimir Karlsson og Gulli Helgason munu fara á fætur löngu fyrir fyrsta hanagal til að standa óveðursvaktina í Bítinu á Bylgjunni, sem fer í loftið klukkan fimm í stað 06:50 líkt og venjulega. 6. febrúar 2022 15:00