Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2025 22:55 Fyrsta Boeing 757-þota Flugleiða, Hafdís, í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli vorið 1990. Pétur P. Johnson Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt. Þetta kemur fram í frásögn Leifs Magnússonar, þáverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 þegar hann rekur aðdraganda þess að Boeing 757-þotan varð aðalfarkostur Icelandair. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sýnir þær flugvélategundir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson Leifur segir að með ráðningu Sigurðar Helgasonar yngri sem forstjóra árið 1985 hafi umræða um flugvélakaup hafist fyrir alvöru. Stjórnin hafi þá ákveðið að gera endurnýjun flugflotans að forgangsverkefni. Efasemdir um framtíð Ameríkuflugsins hafi hins vegar leitt til þess að stjórnin samþykkti að fyrst skyldi eingöngu hugað að nýrri gerð fyrir Evrópuflugið. „Þessvegna var fyrsta þotan sem var samþykkt og valin og keypt, það var 737-400. Sem út af fyrir sig hentaði mjög vel í Evrópuflugið,“ segir Leifur. Boeing 737-400 þotur voru keyptar fyrir Evrópuflugið.Pedro Aragão Þeim sjónarmiðum hafi síðan vaxið fylgi innan stjórnarinnar að kannski væri eitthvert vit í því að halda Ameríkufluginu áfram. „Þá var mér falið að kíkja á þetta og finna hentugustu vélina. Það var eiginlega mjög fljótt þá sem augun beindust að 757,“ segir Leifur. TF-FIH, fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle.Icelandair/Boeing Það var svo haustið 1988 sem stjórn Flugleiða samþykkti að kaupa tvær Boeing 757 og að semja um kauprétt að þeirri þriðju. Fyrstu 757-þotuna fékk félagið afhenta í apríl 1990 og þá næstu mánuði síðar. Í þættinum Flugþjóðin er fjallað um 757-þotuna en engin önnur farþegaþota hefur þjónað Íslendingum jafn lengi og hún. Hversvegna ráðamenn Flugleiða völdu þessa flugvélartegund má fræðast um í þessu tíu mínútna myndskeiði: Í næsta þætti á þriðjudagskvöld, 1. apríl, verður fjallað um Airbus-þoturnar sem stefna í að verða burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá evrópska flugvélaframleiðandanum. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Flugþjóðin Icelandair Boeing Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. 24. mars 2025 14:14 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í frásögn Leifs Magnússonar, þáverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða, í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 þegar hann rekur aðdraganda þess að Boeing 757-þotan varð aðalfarkostur Icelandair. Leifur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sýnir þær flugvélategundir sem hann tók þátt í að semja um fyrir hönd félagsins.Egill Aðalsteinsson Leifur segir að með ráðningu Sigurðar Helgasonar yngri sem forstjóra árið 1985 hafi umræða um flugvélakaup hafist fyrir alvöru. Stjórnin hafi þá ákveðið að gera endurnýjun flugflotans að forgangsverkefni. Efasemdir um framtíð Ameríkuflugsins hafi hins vegar leitt til þess að stjórnin samþykkti að fyrst skyldi eingöngu hugað að nýrri gerð fyrir Evrópuflugið. „Þessvegna var fyrsta þotan sem var samþykkt og valin og keypt, það var 737-400. Sem út af fyrir sig hentaði mjög vel í Evrópuflugið,“ segir Leifur. Boeing 737-400 þotur voru keyptar fyrir Evrópuflugið.Pedro Aragão Þeim sjónarmiðum hafi síðan vaxið fylgi innan stjórnarinnar að kannski væri eitthvert vit í því að halda Ameríkufluginu áfram. „Þá var mér falið að kíkja á þetta og finna hentugustu vélina. Það var eiginlega mjög fljótt þá sem augun beindust að 757,“ segir Leifur. TF-FIH, fyrsta Boeing 757-þota Icelandair, í smíðum í verksmiðju Boeing í Renton í Seattle.Icelandair/Boeing Það var svo haustið 1988 sem stjórn Flugleiða samþykkti að kaupa tvær Boeing 757 og að semja um kauprétt að þeirri þriðju. Fyrstu 757-þotuna fékk félagið afhenta í apríl 1990 og þá næstu mánuði síðar. Í þættinum Flugþjóðin er fjallað um 757-þotuna en engin önnur farþegaþota hefur þjónað Íslendingum jafn lengi og hún. Hversvegna ráðamenn Flugleiða völdu þessa flugvélartegund má fræðast um í þessu tíu mínútna myndskeiði: Í næsta þætti á þriðjudagskvöld, 1. apríl, verður fjallað um Airbus-þoturnar sem stefna í að verða burðarásinn í farþegaflugi til og frá Íslandi eftir að Icelandair valdi þær sem arftaka 757-vélanna. Íslendingar höfðu áður kynnst Airbus-þotum í þjónustu Wow Air og Play. Íslandsflug varð þó fyrst íslenskra flugfélaga til að reka þotur frá evrópska flugvélaframleiðandanum. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er.
Flugþjóðin Icelandair Boeing Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. 24. mars 2025 14:14 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. 24. mars 2025 14:14
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44