Boeing

Fréttamynd

Flug­freyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu

Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Risaþotan flaug aftur yfir Reykja­víkur­svæðið

Áhöfn Boeing 747-júmbóþotu Air Atlanta flaug aftur yfir Reykjavíkursvæðið í kvöld og var hún yfir borginni um klukkan 18:50. Flugvélin var að koma með 240 starfsmenn félagsins og maka frá Casablanca í Marokkó og lenti í Keflavík upp úr klukkan 19.

Innlent
Fréttamynd

Koma fyrstu þotunnar einn af há­punktum flug­sögu Ís­lands

Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967.

Innlent
Fréttamynd

Geim­farið snýr aftur til jarðar en geim­fararnir verða eftir

Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Átta daga geim­ferð gæti orðið að átta mánuðum

Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga.

Erlent
Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað

Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Viðskipti
Fréttamynd

Bein út­sending: Starliner ber geim­fara til geimstöðvarinnar

Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli.

Erlent
Fréttamynd

Flug­völlur Fær­eyinga fær að taka við stærri þotum

Flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum, eini flugvöllur eyjanna, verður færður upp um einn öryggisflokk. Það þýðir að Boeing 757-fraktþota FarCargo, dótturfélags Bakkafrosts, fær loksins varanlegt leyfi til að lenda í sinni eigin heimahöfn.

Erlent
Fréttamynd

Starliner á loks að bera geim­fara

Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun.

Erlent