Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 11:13 Starliner, geimfarið á að losa sig frá geimstöðinni á föstudaginn og lenda í sjónum undan strönum Mexíkó á laugardaginn. AP/NASA Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð. Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð.
Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira