Erlent

Þúsundir starfs­manna Boeing hafna 25 prósent launa­hækkun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmenn undirbúa verkfallsaðgerðir.
Starfsmenn undirbúa verkfallsaðgerðir. AP/Stephen Brashear

Þúsundir starfsmanna Boeing hefja verkfallsaðgerðir í dag eftir að hafa hafnað tilboði fyrirtækisins í yfirstandandi kjaradeilum, þrátt fyrir að það hafi hljóðað upp á 25 prósenta launahækkun á fjórum árum.

Um er að ræða yfir 30 þúsund starfsmenn sem vinna að framleiðslu 737 Max og 777 véla í Seattle og Portland. Um það bil 95 prósent starfsmannana hafnaði samkomulaginu í atkvæðagreiðslu í gær.

Niðurstaðan er enn eitt áfallið fyrir Boeing, sem hefur átt í verulegum fjárhagsvandræðum eftir hvert hneykslismálið á fætur öðru, meðal annars tvö flugslys þar sem fjöldi fólks lést í vélum frá fyrirtækinu.

Upphaflegar kröfur starfsmanna hljóðuðu upp á 40 prósent launahækkun og ýmsar aðrar lagfæringar á kjörum. Samningurinn sem nú er í gildi náðist árið 2008, eftir átta vikna verkfallsaðgerðir.

Forsvarsmenn Boeing hafa varað við því að aðgerðirnar settu fyrirtækið í hættu en það er upplifun starfsmanna að samningsstaða þeirra sé afar góð, þar sem fyrirtækið þarf nauðsynlega á þeim að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×