Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 21:42 Frá vettvangi slyssins. AP/Ahn Young-joon Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn. Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá. Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Flugvélin lenti skömmu síðar, án þess að lendingarbúnaður hennar væri kominn niður og nærri miðju flugbrautarinnar, rann eftir henni og skall á áðurnefndum vegg. Við það kviknaði mikill eldur en einungis tveir af þeim 181 sem voru um borð lifðu af. Það voru flugþjónar sem sátu aftast í flugvélinni, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Um er að ræða eitt mannskæðasta flugslys undanfarinna ára. Jeju Air flight 7C 2216 from Bangkok was carrying 175 passengers and six crew when disaster struck at the airport in Muan county, just after 9 a.m. local time Sunday (7 p.m. ET Saturday).Footage of Sunday’s crash broadcast by multiple South Korean news outlets showed the plane… pic.twitter.com/rc7AxNSYyp— Breaking Aviation News & Videos (@aviationbrk) December 29, 2024 Verið var að fljúga flugvélinni, sem er af gerðinni Boeing 737-800, til Muan frá Bangkok í Taílandi en henni var ekki lent heldur flogið lágt yfir flugbrautina og var verið að fljúga henni hring þegar viðvörunin um fuglana var send út. Sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við segja myndbönd af slysinu gefa til kynna að einhverjir hreyflar flugvélarinnar hafi ekki virkað sem skyldi þegar hún lenti. Hins vegar sé hin meinta bilun lendingarbúnaðarins helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Mögulegt þykir að fuglar hafi valdið skemmdum á lendingarbúnaðinum, auk þess sem þeir hafi skemmt hreyfla flugvélarinnar. Í samtali við WSJ segja aðrir sérfræðingar hinsvegar að það að flugvélinni hafi verið flogið lágt yfir flugbrautina áður en reynt var að lenda henni benda til þess að flugmenn hennar hafi vitað af vandræðum með lendingarbúnaðinn. Í slíkum tilfellum sé oft flogið yfir flugbrautina svo flugumferðarstjórar geti reynt að sjá stöðuna á lendingarbúnaðinum og hvort hann sé bilaður eða ekki. Myndbönd sýna einnig að blaktar flugvélarinnar voru ekki í notkun en það er búnaður sem í einföldu mái sagt er notaður við lendingar svo hægt sé að hægja á flugvélum. Einnig hefur mikið verið kvartað yfir því í Suður-Kóreu að veggurinn hafi yfir höfuð verið reistur þarna við enda flugbrautarinnar. Umræddur veggur er sagður hafa innihaldið mikinn tæknibúnað og senda sem ætlað er að hjálpa við lendingar flugvéla, samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Sjá einnig: Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Svörtu kassarnir svokölluðu, eða flugritar flugvélarinnar, eru komnir í hendur rannsakenda en að minnsta kosti annar þeirra er sagður verulega skemmdur. Farþegar flugvélarinnar eru sagðir hafa haft tíma til að senda skilaboð til fjölskyldumeðlima sinna áður en flugvélin brotlenti. Einn er sagður hafa sagt að fugl sæti fastur í öðrum væng flugvélarinnar og annar spurði hvort hann ætti að semja erfðaskrá.
Suður-Kórea Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira