Erlent

Starfs­menn Boeing hafna 35 prósent launa­hækkun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Starfsmenn Boeing virðast ætla að halda áfram þar til ítrustu kröfum þeirra hefur verið mætt.
Starfsmenn Boeing virðast ætla að halda áfram þar til ítrustu kröfum þeirra hefur verið mætt. AP/Lindsey Wasson

Starfsmenn Boeing, sem nú hafa verið í verkfalli í rúman mánuð, hafa hafnað nýjasta tilboði flugvélaframleiðandans sem hljóðaði upp á 35 prósent launahækkun á fjórum árum.

Um það bil 64 prósent þeirra 33 þúsund starfsmanna sem eru í verkfalli greiddu atkvæði gegn tilboðinu. Leiðtogar International Association of Machinists and Aerospace Workers segja félagsmenn sína hafa fært fórnir í áratug og nú sé komið að því að rétta þeirra hlut.

Verkfallsaðgerðirnar hafa komið harkalega niður á Boeing, sem hefur þolað hvert höggið á fætur öðru vegna galla í vélum fyrirtækisins. Framkvæmdastjórinn Kelly Ortberg sagði í gær að hann hefði í hyggju að gjörbreyta kúltúrnum innan fyrirtækisins.

Sagði hann tap Boeing hafa numið sex milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi.

Nýjasta tilboð fyrirtækisins fól í sér, sem fyrr segir, 35 prósent launahækkun auk endurupptöku bónusa og aukins framlags í lífeyrissjóði. Upphaflegar kröfur hljóðuðu upp á 40 prósent launahækkun og ýmsar aðrar kjarabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×