Lífið samstarf

FM957 sigraði í leiknum Leikið um landið

Leikið um landið
Eftir skemmtilega og fjöruga keppni í leiknum Leikið um landið voru úrslitin tilkynnt á fimmtudag. Lið FM957 stóð uppi sem sigurvegari eftir harða og skemmtilega keppni. 
Eftir skemmtilega og fjöruga keppni í leiknum Leikið um landið voru úrslitin tilkynnt á fimmtudag. Lið FM957 stóð uppi sem sigurvegari eftir harða og skemmtilega keppni. 

Eftir skemmtilega og fjöruga keppni lauk leiknum Leikið um landið á fimmtudag en þar skoraði starfsfólk Bylgjunnar, FM957 og X977 á hvert annað í skemmtilegum þrautabrautum víða um land.

Leikurinn hófst síðasta mánudag og eftir fjóra viðburðaríka daga renndi hópurinn loks í hlað á fimmtudagskvöldinu þreytt en ánægt eftir skemmtilega hringferð um landið.

Lið FM957 stóð uppi sem sigurvegari en baráttan var spennandi fram á síðustu þraut. Hér má sjá skemmtilegt myndbrot frá lokadeginum.

Klippa: Leikið um landið - endaspretturinn

Lið útvarpsstöðvanna þriggja voru skipuð tveimur þátttakendum. Lið Bylgjunnar skipa þær Sigga Lund og Þórdís Valsdóttir, lið FM957 skipa Egill Ploder og Rikki G og fyrir hönd X977 keppa Tommi Steindórs og Ingimar Helgi.

Keppendur voru duglegir síðustu daga að birta innkomur á Instagram X977 , FM957 og Bylgjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×