Lífið samstarf

Fjör með Bylgju­lestinni í Hljóm­skála­garðinum

Bylgjulestin
Bylgjulestin mætti í Hljómskálagarðinn síðasta laugardag. Þessi unga stúlka vann sumarleik Bylgjulestarinnar sem nefnist Tengiru? Götubitahátíðin var haldin sömu helgi í garðinum og var mjög góð stemning meðal gesta. Myndir/Hulda Margrét
Bylgjulestin mætti í Hljómskálagarðinn síðasta laugardag. Þessi unga stúlka vann sumarleik Bylgjulestarinnar sem nefnist Tengiru? Götubitahátíðin var haldin sömu helgi í garðinum og var mjög góð stemning meðal gesta. Myndir/Hulda Margrét

Það var mikið um dýrðir í Hljómskálagarðinum í Reykjavík síðustu helgi þar sem hin árlega Götubitahátíð fór fram.

Bylgjulestin mætti í garðinn á laugardaginn þar sem boðið var upp á skemmtilega dagskrá fyrir fjölskylduna auk þess sem Bylgjan var í beinni milli kl. 12 og 16.

Lestarstjórar þennan daginn voru þau Vala Eiríks og Ómar Úlfur.

„Við hittum gommu af frábæru fólki í frábæru veðri og það var æðislegt að hafa kappsama krakka hangandi utan á bílnum meðan þau tóku þátt í Tengiru? sem er sumarleikur Bylgjulestarinnar í sumar,“ segir Vala.

Vala Eiríks var annar lestarstjóra Bylgjulestarinnar síðasta laugardag. Mynd/Hulda Margrét

Hún segir þau Ómar hafa mætt svöng í vinnuna enda nóg af spennandi götubitum í Hljómskálagarðinum þennan daginn. „Við mættum eðlilega svöng og tilbúin að smakka sem flest en taktík okkar var ólík. Fyrsta smakkið okkar var rosa góð og öðruvísi pylsa. Ég tók tvo bita, rosa yfirveguð og flott stelpa. Ómar minn sporðrenndi aftur á móti tveimur pylsum. Ekki það að sjálfstjórnin dempaðist með hverju smakkinu og ég endaði daginn með verki. En það var samt gaman.“

Ómar Úlfur var lestarstjóri Bylgjulestarinnar ásamt Völu Eiríks.  Mynd/Hulda Margrét

Boðið var upp á leiktæki og hoppukastala, sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka og Hekla bauð upp á bílasýningu.

Skoðaðu myndir frá heimsókn Bylgjulestarinnar í Hljómskálagarðinn á laugardag. Myndir/Hulda Margrét

Um 30 matarvagnar og sölubásar voru í garðinum sem buðu upp á ljúffenga götubita af öllum stærðum og gerðum. Samhliða Götubitahátíðinni fór fram götubitakeppnin Europe­an Street Food Aw­ards sem er haldin víða um Evrópu. Silli Kokkur vann keppnina um besta götubitann og keppnina um götubíl fólksins, Komo vann keppnina um besta smábitann og Mijita vann keppnina um besta grænmetisréttinn.

Bylgjulestin og Götubitahátíðin voru saman í Hljómskálagarðinum. Myndir/Hulda Margrét

Laugardaginn 29. júlí verður Bylgjulestin við á hafnarsvæðið í Húsavík þar sem lestarstjórarnir Svali og Ómar Úlfur verða í beinni útsendingu frá kl. 12-16 úr Bylgjulestarbílnum.

Það verður mikið fjör á hafnarsvæðinu þar sem m.a. verður boðið upp á Nóakroppskast, bílasýningu frá Heklu og gjafapoka frá Bylgjunni. Einnig verður tívolí fyrir krakkana, froðurennibraut, tónleikar, hinsegin ganga, matarvagnar og allskonar glens.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu. Svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Heklu, Samgöngustofu, Vodafone og Nettó

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.