Ljóstrar upp um ástæður andremmu og lausnir við henni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 17:05 Íris Þórsdóttir, tannlæknir, segir auðveldlega hægt að losna við andremmu og það eigi ekki að vera neitt feimnismál. Aðsent Tannlæknir segir nokkrar ástæður geta verið fyrir andremmu en aðalorsökin séu bakteríur. Fólk veigri sér oft við að benda öðrum á andremmu en það eigi ekki að vera feimnismál. Hægt sé að losna við hana með góðri munnhirðu og þar sé tannþráðurinn lykilatriði. Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna. Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Íris Þórsdóttir, tannlæknir, mætti í Reykjavík síðdegis til að ræða um andremmu og hvernig megi losna við hana. Hvað veldur andfýlu? „Andfýla, andremma, er mjög hvimleitt og viðkvæmt mál oft og tíðum, sérstaklega í nánum samböndum. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir þessu. Margar þeirra eru tengdar munnholinu, maganum og svo eru dæmi um aðrar orsakir. Aðalorsökin eru bakteríur,“ sagði Íris. „Oftast eru þetta bakteríur sem eru ekki hrifnir af súrefni, þannig þær liggja niður með tönnunum undir tannholdi. Ef við erum mikið af tannholdsbólgum eða tannsteini þá geta þessar bakteríur lifað góðu lífi þarna undir.“ Tyggjó hressir en leysir ekki vandamálið Til að losna við bakteríurnar og þar með andremmuna segir Íris nauðsynlegt að halda góðri munnhirðu, bursta tennur og nota tannþráð. En hvernig er hægt að drepa þær, með góðu móti? „Þá þurfum við að hreinsa tannsteininn til að ná niður bólgunni og þannig reyna að hreinsa upp svæðið þannig það sé lítið sem ekkert af þessum bakteríum. Það er oftast gert hjá tannlækni,“ sagði Íris. „Hins vegar getum við auðvitað bara verið með góða munnhirðu, tannburstað vel og notað tannþráð vegna þess að á milli tannanna grasserar þetta oft. Tannþráðurinn er lykilatriði í þessu og svo eru líka til munnskol sem geta hjálpað. En þetta þarf í rauninni allt þrennt að fara saman.“ En tyggjó eftir máltíð? „Tyggjó er frábært, það er frískandi en leysir kannski ekki orsökina,“ sagði hún. Fólk sem fasti glími oft við andremmu Fólk sem glími við andremmu eigi að leita til tannlæknis segir Íris. Þeir sem fasti geti verið með andremmu í marga mánuði áður en munnholið venst föstunni. „Ég mundi segja að ef einhver er í þessari stöðu eða á maka í þessari stöðu að leita til tannlæknis til að finna orsökina.“ „Svo er líka eitt svolítið merkilegt og það er ef fólk er að fasta, eins og svo margir eru að gera núna, þá getur komið lykt úr meltingarveginum. Þetta er oft tímabundið ástand en getur tekið örfáa mánuði að jafnast,“ sagði Íris. Er hægt að greina vandamálið á einfaldan hátt? „Þetta er oftast bara greint í hefðbundnu eftirliti hjá tannlækni. Við byrjum á að skoða tannholdið, mjög oft er bólga í því. Stundum geta bakteríurnar legið á tungunni í skán og þá þarf að bursta tunguna,“ sagði hún. Af hverju vaknar maður svona andfúll? „Þegar við sofum er munnvatnsframleiðslan minni þannig þá skolast óhreinindin síður í burtu þannig þetta situr í kringum tennurnar af því það er ekki þessi náttúrulega hreinsun,“ sagði Íris um morgunandfýluna.
Tannheilsa Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira