Lífið samstarf

Æsispennandi slagur milli útvarpsstjarna berst um landið

Leikið um landið
Útvarpsstöðvarnar X977, FM957 og Bylgjan eru lagðar af stað í þrautabraut um landið þar sem liðin keppa sín á milli. Áskoranirnar verða af ýmsum toga og keppnisskapið í algleymingi.
Útvarpsstöðvarnar X977, FM957 og Bylgjan eru lagðar af stað í þrautabraut um landið þar sem liðin keppa sín á milli. Áskoranirnar verða af ýmsum toga og keppnisskapið í algleymingi. Instagram

Bylgjan, FM957 og X977 hafa skorað á hver aðra í þrautabraut Leikið um landið. Þrjú vel mönnuð lið lögðu af stað í dag í fjögurra daga hringferð þar sem stórskemmtilegar áskoranir bíða þeirra víða um land og við ætlum ekki að missa af neinu.

Lið Bylgjunnar skipa þær Sigga Lund og Þórdís Valsdóttir, lið FM957 skipa Egill Ploder og Rikki G og fyrir hönd X977 keppa Tommi Steindórs og Ingimar.

Framundan er mörghundruð kílómetrar ferðalag og munu liðin ferðast á glæsilegum rafbílum. Bylgjan ekur Volvo C40 Recharge, FM 957 Ford Mustang Mach-E - Premium LR AWD og töffararnir á X977 aka Polestar 2 . Þetta eru svakalega kraftmiklur bílar svo það verður áskorun út af fyrir sig að halda löglegum hraða og þar kemur Verna ökuappið til bjargar. Með því er hægt að fylgjast með aksturslaginu og sjá hvað þarf að bæta.

Klippa: Leikið um landið: Liðin leggja af stað

N1 mun sjá liðunum fyrir orku alla leiðina og passa einnig vel upp á þau mat og drykk. Á kvöldin skríða þau uppgefin undir sæng á hótelum Berjaya, á Höfn, á Héraði og á Akureyri.

Áskoranirnar sem bíða liðanna geta verið svæsnar og hefur Icewear tryggt að þeim verði ekki kalt. Þau hefja keppnina þó á mildum nótum en fyrsta stopp verður Blómabúðin Samasem, þar sem reynir á fagurfræðilega hæfileika. Næsta stopp verður í Vík í Mýrdal þar sem liðanna bíður adrenalínáskorun í Zip Line.

Fylgjast má með á samfélagsmiðlum allra stöðvanna  X977 FM957 og  Bylgjan og einnig verða liðin með innkomur í loftinu við hverja þraut. Við fylgjumst líka spennt hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×