Erlend sakamál

Fréttamynd

Drápu fanga­verði og hjálpuðu fanga að strjúka

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán.

Erlent
Fréttamynd

Bendlaði Trump beint við þagnar­greiðslurnar

Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump.

Erlent
Fréttamynd

Losnar af réttar­geð­deild eftir allt saman

Dómstóll í Austurríki hefur úrskurðað að flytja eigi hinn 89 ára Josel Fritzl af réttargeðdeild og í venjulegt fangelsi. Fritzl var árið 2009 dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa misnotað og haldið dóttur sinni innilokaðri í kjallara í bænum Amstetten í 24 ár. Á þeim tíma eignaðist hann með henni sjö börn.

Erlent
Fréttamynd

Ein blóðugasta kosninga­bar­átta í manna minnum

Á þriðja tug frambjóðenda til kosninga í Mexíkó í næsta mánuði hafa verið myrtir í einni blóðugustu kosningabaráttu í manna minnum. Hundruð annarra hafa helst úr lestinni vegna ofríkis ofbeldisfulltra glæpagengja sem halda samfélögum í heljargreipum.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu aftur að fá málið fellt niður vegna Stormy Daniels

Stormy Daniels lauk vitnisburði sínum í réttarhöldunum gegn Donald Trump í New York í gær. Vera hennar í dómsal og vitnisburður felur í sér áhættu fyrir bæði saksóknara og Trump sjálfan. Lögmenn Trumps reyndu aftur í gær að fá málið fellt niður vegna vitnisburðar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Enn og aftur tafir á mála­ferlum gegn Trump

Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna.

Erlent
Fréttamynd

Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu sam­neyti þeirra

Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans.

Erlent
Fréttamynd

Hrina á­rása á þýska stjórn­­mála­­menn veldur á­hyggjum

Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás við heimili Drake

Öryggisvörður kanadíska rapparans Drake var skotinn við heimili stórstjörnunnar í Toronto í nótt. Áverkar öryggisvarðarins eru ekki taldir lífshættulegir og rapparinn sjálfur er sagður ómeiddur.

Erlent
Fréttamynd

Stormy Daniels í dómsal með Trump

Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016.

Erlent
Fréttamynd

Trump sektaður um meira en milljón króna

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa.

Erlent
Fréttamynd

Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016

Saksóknari í New York fullyrti að Donald Trump hefði lagt á ráðin um glæpsamlega tilrauna til þess að spilla forsetakosningunum árið 2016 með ólöglegri greiðslu til klámstjörnu þegar málflutningur á sakamáli á hendur fyrrverandi forsetanum hófst í dag.

Erlent
Fréttamynd

Eigin­maður Stur­geon á­kærður fyrir fjár­drátt

Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri sakaður um brot gegn dóttur sinni

Marty Small eldri, borgarstjóri Atlantic City í New Jersey-ríki Bandaríkjanna, og eiginkona hans La’Quetta Small, forstöðukona almenningsskóla í borginni, eru grunuð um að beita táningsdóttur sína ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur flýr rétt­vísina í Kanada

Íslendingur sem er grunaður um brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford er ekki talinn búa lengur í borginni. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum.

Erlent
Fréttamynd

Sonur Biden kemst ekki hjá réttar­höldum

Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans.

Erlent
Fréttamynd

Trump lætur reyna á þagnarskylduna

Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Stakk bekkjar­systur fyrir Slender Man og losnar ekki af geð­deild

Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum.

Erlent