Erlent

Réttað yfir Hin­rik XIII og öðrum leið­togum valda­ráns­til­raunar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hinrik XIII var handtekinn árið 2022.
Hinrik XIII var handtekinn árið 2022. AP/Boris Roessler

Réttarhöld yfir meintum höfuðpaurum valdaránssamsæris í Þýskalandi hefjast í Frankfurt í dag.

Mennirnir, sem eru sjö, eru allir hægri öfgamenn og á meðal þeirra er prinsinn Hinrik XIII, eins og hann kallar sig, en hann er af aðalsættum í Þýskalandi og átti að taka við sem kanslari Þýskalands ef áætlunin hefði gengið upp. 

Búist er að réttarhöldin taki vel á annað ár en alls eru um 20 sakaðir í málinu. Réttað verður fyrir hinum í aðskildum málum. 

Höfuðpaurarnir eru sakaðir um að hafa sett á fót hryðjuverkasamtök í júlí 2021 og var þeim ætlað að kollsteypa ríkisstjórn Þýskalands og koma nýjum valdhöfum að. Hugmyndin var að ráðast inn í þýska þingið í Berlín og taka það yfir og hafa svo í framhaldinu samband við Rússa og fá þá til að vernda nýju stjórnina. 

Saksóknarar segja að Hinrik prins hafi meira að segja reynt að hafa samband við yfirvöld í Rússlandi til að bera hugmyndina undir þá, með astoð rússneskrar konu sem einnig er ákærð en ekki fylgir sögunni hvort þeir hafi virt þau viðlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×