Hernaður

Fréttamynd

Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna

Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan

Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að bregðast við á leiftur­hraða

„Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á há­skóla­byggingu í Kharkív

Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vilja meira en Donbas

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í morgun að markmið Rússa í Úkraínu hefðu breyst. Markmiðið væri ekki lengur að „frelsa“ Donetsk og Luhansk. Heldur beindu Rússar sjónum sínum nú einnig að Kherson- og Zaporozhye-héruðum í suðurhluta Úkraínu, auk annara svæða í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða kennurum fúlgur fjár til að fara til Úkraínu

Yfirvöld í Rússlandi hafa boðið rússneskum kennurum fúlgur fjár fyrir að fara til Úkraínu og undirbúa kennslu úkraínskra barna á yfirráðasvæði Rússa. Rússar leggja mikið kapp á að tryggja yfirráð sín á þessum svæðum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir

Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum.

Erlent
Fréttamynd

Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás

Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær.

Erlent
Fréttamynd

Senda fleiri HIMARS og nákvæmari skot til Úkraínu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri vopnakerfi og nákvæm skotfæri til Úkraínu. Bæði er um að ræða eldflaugakerfi af gerðinni HIMARS, sem gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð, og 155 mm skot í fallbyssur sem hægt er að skjóta af mun meiri nákvæmni en hefðbundnum stórskotaliðsskotum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar séu að „rétt að byrja“ í Úkraínu. Þetta sagði hann í samtali við rússneska þingmenn í dag og manaði hann einnig Vesturlönd til að reyna að sigra Rússland á vígvellinum.

Erlent