Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2023 15:13 Yevgeny Prigozhin, við jarðarför eins málaliða Wagner Group, málaliðahóps sem auðjöfurinn rekur. AP Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. Prigozhin tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Auðjöfurinn hefur lagt mikið púður í að reyna að ná Bakhmut og sýna að einkaher hans sé fær um að sækja fram í Úkraínu þó rússneski herinn geti það ekki. Herinn hefur ekki sótt fram í Úkraínu svo máli skiptir í marga mánuði. Gífurlega harðir bardagar hafa átt sér stað við Bakhmut og eru báðar fylkingar sagðar hafa orðið fyrir miklu mannfalli, þó er það líklega mun meira Rússamegin þar sem þeir hafa þurft að sækja fram gegn varnarlínum Úkraínumanna og þar af leiðandi gera sig berskjaldaða gagnvart stórskotaliði og vélbyssum. Undanfarnar vikur hafa þó borist fregnir af því að dregið hafi úr stórskotaliðsárásum Rússa við Bakhmut en Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum að stríða. Sjá einnig: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Þá virðast Rússar hafa hætt árásum sínum á Bakhmut og hafa þess í stað lagt meiri áherslu á árásir bæði norður og suður af bænum, með því markmiði að umkringja hann. Sókn Rússa suður af Bakhmut hefur litlum árangri skilað en þeir sótt lítillega fram í norðri. Hersveitir Rússa eru þó enn sem komið er tiltölulega langt frá því að ná að skera á birgðalínur Úkraínumanna í Bakhmut. Kort frá hugveitunni Institute for the study of war af stöðunni í Donetsk-héraði má sjá hér að neðan. Þá má sjá gagnvirkt kort hér á vef hugveitunnar. Eastern #Ukraine Update Thread1/ Russian forces continued to conduct ground attacks near #Bakhmut and #Avdiivka on January 1 and 2 at a low rate of advance. https://t.co/ou4m9Dy2KS pic.twitter.com/ATsuXnjhYC— ISW (@TheStudyofWar) January 3, 2023 Prigozhin hefur sent frá sér mikið af myndböndum á undanförnum dögum. Í einu þeirra var hann að skoða kjallara í austurhluta Úkraínu sem var fullur af líkum málaliða Wagner. Í frétt Guardian segir að í myndbandinu hafi mátt sjá líkstafla sem náði manni upp að öxl. Prigozhin visited a morgue on New Year s Eve to see the bodies of Wagner recruits.He tells one of the bodies your contract has been finished, your are going home .They toss the bodies around as if they were garbage bags.Life isn t worth much in pic.twitter.com/tm8jmGFxF8— Visegrád 24 (@visegrad24) January 1, 2023 Wagner var stofnað eftir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa í gegnum árin þrætt fyrir að Wagner tengist rússneska ríkinu en Prigozhin hefur þrátt fyrir það fengið leyfi til að bjóða rússneskum föngum frelsi í skiptum fyrir sex mánaða herþjónustu í Úkraínu. Þúsundir fanga eru sagðir hafa fallið í átökunum við Bakhmut. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Í myndbandi sem Prigozhin birti í morgun reyndi hann að útskýra af hverju Rússar ættu í svona miklum erfiðleikum við Bakhmut. Þar sagði hann varnir Úkraínumanna vera of umfangsmiklar. Hvert hús væri virki og finna mætti varnarlínur með tíu metra millibili. Prigozhin sagði málaliða sína kannski berjast um eitt hús í marga daga eða jafnvel vikur og að því loknu þyrftu þeir að taka næsta hús og svo næsta. Varnarlínurnar væru of margar og ekki gengi að brjóta leið í gegnum þær. „Ef við segjum fimm hundruð, höfum við örugglega ekki rangt fyrir okkur. Hverja tíu metra má finna nýja varnarlínu,“ sagði Prigozhin. Einn málaliða Wagner bætti þá við að skortur væri á bryndrekum og skotfærum fyrir stórskotalið. Það þyrfti til að taka Bakhmut. Wagner's Prigozhyn explains why he is unable to take Bakhmut - a line of defence every 10 meters, hundreds of lines of defence across the city. Russians lack armoured vehicles and equipment. pic.twitter.com/sTdQt8G5xq— Dmitri (@wartranslated) January 3, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. 3. janúar 2023 11:16 Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Prigozhin tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Sjá einnig: Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Auðjöfurinn hefur lagt mikið púður í að reyna að ná Bakhmut og sýna að einkaher hans sé fær um að sækja fram í Úkraínu þó rússneski herinn geti það ekki. Herinn hefur ekki sótt fram í Úkraínu svo máli skiptir í marga mánuði. Gífurlega harðir bardagar hafa átt sér stað við Bakhmut og eru báðar fylkingar sagðar hafa orðið fyrir miklu mannfalli, þó er það líklega mun meira Rússamegin þar sem þeir hafa þurft að sækja fram gegn varnarlínum Úkraínumanna og þar af leiðandi gera sig berskjaldaða gagnvart stórskotaliði og vélbyssum. Undanfarnar vikur hafa þó borist fregnir af því að dregið hafi úr stórskotaliðsárásum Rússa við Bakhmut en Rússar eru sagðir eiga við skort á skotfærum að stríða. Sjá einnig: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Þá virðast Rússar hafa hætt árásum sínum á Bakhmut og hafa þess í stað lagt meiri áherslu á árásir bæði norður og suður af bænum, með því markmiði að umkringja hann. Sókn Rússa suður af Bakhmut hefur litlum árangri skilað en þeir sótt lítillega fram í norðri. Hersveitir Rússa eru þó enn sem komið er tiltölulega langt frá því að ná að skera á birgðalínur Úkraínumanna í Bakhmut. Kort frá hugveitunni Institute for the study of war af stöðunni í Donetsk-héraði má sjá hér að neðan. Þá má sjá gagnvirkt kort hér á vef hugveitunnar. Eastern #Ukraine Update Thread1/ Russian forces continued to conduct ground attacks near #Bakhmut and #Avdiivka on January 1 and 2 at a low rate of advance. https://t.co/ou4m9Dy2KS pic.twitter.com/ATsuXnjhYC— ISW (@TheStudyofWar) January 3, 2023 Prigozhin hefur sent frá sér mikið af myndböndum á undanförnum dögum. Í einu þeirra var hann að skoða kjallara í austurhluta Úkraínu sem var fullur af líkum málaliða Wagner. Í frétt Guardian segir að í myndbandinu hafi mátt sjá líkstafla sem náði manni upp að öxl. Prigozhin visited a morgue on New Year s Eve to see the bodies of Wagner recruits.He tells one of the bodies your contract has been finished, your are going home .They toss the bodies around as if they were garbage bags.Life isn t worth much in pic.twitter.com/tm8jmGFxF8— Visegrád 24 (@visegrad24) January 1, 2023 Wagner var stofnað eftir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og hefur verið lýst sem „skuggaher Rússlands“. Málaliðahópurinn hefur verið virkur í Úkraínu, Mið-Austurlöndum og í Afríku en málaliðar Wagner hafa víða verið sakaðir um ýmis ódæði. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Yfirvöld í Rússlandi hafa í gegnum árin þrætt fyrir að Wagner tengist rússneska ríkinu en Prigozhin hefur þrátt fyrir það fengið leyfi til að bjóða rússneskum föngum frelsi í skiptum fyrir sex mánaða herþjónustu í Úkraínu. Þúsundir fanga eru sagðir hafa fallið í átökunum við Bakhmut. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Í myndbandi sem Prigozhin birti í morgun reyndi hann að útskýra af hverju Rússar ættu í svona miklum erfiðleikum við Bakhmut. Þar sagði hann varnir Úkraínumanna vera of umfangsmiklar. Hvert hús væri virki og finna mætti varnarlínur með tíu metra millibili. Prigozhin sagði málaliða sína kannski berjast um eitt hús í marga daga eða jafnvel vikur og að því loknu þyrftu þeir að taka næsta hús og svo næsta. Varnarlínurnar væru of margar og ekki gengi að brjóta leið í gegnum þær. „Ef við segjum fimm hundruð, höfum við örugglega ekki rangt fyrir okkur. Hverja tíu metra má finna nýja varnarlínu,“ sagði Prigozhin. Einn málaliða Wagner bætti þá við að skortur væri á bryndrekum og skotfærum fyrir stórskotalið. Það þyrfti til að taka Bakhmut. Wagner's Prigozhyn explains why he is unable to take Bakhmut - a line of defence every 10 meters, hundreds of lines of defence across the city. Russians lack armoured vehicles and equipment. pic.twitter.com/sTdQt8G5xq— Dmitri (@wartranslated) January 3, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. 3. janúar 2023 11:16 Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18 Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14 Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. 3. janúar 2023 11:16
Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. 3. janúar 2023 07:18
Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna. 2. janúar 2023 07:14
Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54