Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“ Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 22:50 Hér má sjá rústir heimilis sem jafnað var við jörðu í Kænugarði í dag. Roman Hrytsyna/AP Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum. Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Loftvarnarflautur ómuðu víða í Úkraínu snemma í morgun. Íbúar borga á borð við Kænugarð, Odessa og Lviv vörðu morgninum í sprengjubyrgjum og í þeirri síðastnefndu olli sprenging rafmagnsleysi í meirihluta borgarinnar. Reuters greinir frá. Í dag var greint frá því að ríflega eitt hundrað eldflaugum hefið verið skotið á Úkraínu í morgun en í tilkynning Úkraínuhers segir að eldflaugarnar hafi verið 69 talsins. Herinn hafi skotið niður 54 þeirra. „Tilgangslaus villimennska. Þetta eru einu orðin sem koma mér til hugar þegar ég sé Rússland skjóta annarri eldflaugaárás á friðsælar úkraínskar borgir rétt fyrir gamlársdag,“ segir Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter. Senseless barbarism. These are the only words that come to mind seeing Russia launch another missile barrage at peaceful Ukrainian cities ahead of New Year. There can be no neutrality in the face of such mass war crimes. Pretending to be neutral equals taking Russia s side.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) December 29, 2022 Þá segir hann að hlutleysi standi ekki til boða þegar Rússland fremji slíka fjöldastríðsglæpi. „Að þykjast vera hlutlaus jafngildir því að vera með hliðhollur Rússlandi,“ segir Kuleba. Eyðilögðu mikilvæga innviði Rússlandsher jafnaði minnst átján heimili almennra borgara við jörðu víða um Úkraínu, að því er segir í tilkynningu Úkraínuhers. AP hefur eftir embættismönnum í Kharkív að minnst tveir hafi látist í árásum á borgina í dag. Íbúar Kharkív hafa verið án rafmagns og rennandi vatns í rúmlega hálft ár. Hér má sjá einn þeirra, Svetlönu, sækja sér vatn í fötur.Evgeniy Maloletka/AP Þá segir í tilkynningu varnarmálaráðuneytis Úkraínu að minnst tíu byggingar, mikilvægar innviðum landsins, hafi verið eyðilagðar. Þar ber helst að nefna rafstöð í Lviv en Andriy Sadovyi, borgarstjóri borgarinnar, sagði á Telegram að ríflega 90 prósent íbúa væru án rafmagns eftir árásirnar í morgun. Þá sagði Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram að líklega muni þurfa að grípa til þess ráðs að skrúfa fyrir rafmagn víða í landinu til þess að koma í veg fyrir skemmdir á flutningskerfinu. Hann segir jafnframt að árás Rússlandshers hafi verið þaulskipulögð og að flugher Úkraínu hafi sýnt ótrúlega hæfileika og skilvirkni við vörn lofthelginnar í morgun. Yfirvöld í Kreml hafa ítrekað neitað árásum á almenna borgar en Úkraínumenn segja daglegar eldflaugaárásir þeirra eyðileggja borgir, bæi og orku- og heilbrigðisinnviði landsins, að því segir í frétt Reuters.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47 Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segja yfir hundrað flugskeyti á lofti yfir Úkraínu Loftvarnaflautur eru sagðar hljóma víða um Úkraínu eins og stendur og þá hafa heyrst sprengingar í Kænugarði. Oleksiy Arestovyck, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, sagði í morgun að fleiri en 100 flugskeytum hefði verið skotið á loft af Rússum, í nokkrum bylgjum. 29. desember 2022 07:47
Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. 28. desember 2022 14:48