Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 14:14 Friðargangan er gengin á Þorláksmessu ár hvert. Vísir/Egill Aðalsteinsson Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur. Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur.
Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira