„Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2025 10:02 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu fagnar hröðum viðbrögðum heilbrigðisráðherra vegna ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Það sé tímaspursmál hvenær efnin rati í fangelsin og um leið skapist ástand sem erfitt verði að vinna úr. Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum. Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar á mánudag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollyfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sættu gæsluvarðhaldi vegna málsins. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, segir samtökin og Matthildarsamtökin hafa hist vegna málsins á sunnudag og sent ráðherra minnisblað um kvöldið. Þar hafi alvarleiki málsins verið rakin og nokkrar tillögur nefndar hvernig bregðast ætti við. „Það sem er skrýtið er að yfirleitt byrja lyfin í fangelsunum og fara svo út í samfélagið,“ segir Guðmundur Ingi. Í þessu tilfelli hafi risaskammtur af fíkniefnum, sem ekki séu komin í fangelsin, gripin við komuna til landsins. „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig,“ segir Guðmundur Ingi. Styrkleiki efnisins sé slíkur að viðbúið sé að fólki fjöldi sem látist vegna áhrifa þess. „Svo mun þetta fara í fangelsin. Það mun enginn biðja um aðstoð eða vera í aðstöðu til að prufa efnið. Þá skapast ástand sem erfitt verður að vinna úr.“ Aðspurður hvers vegna efnin rati í fangelsin útskýrir Guðmundur Ingi að sterk efni séu vinsæl í fangelsum vegna þess að þá þurfi minni skammta. Og litlu skammtarnir endist um leið lengur. „Eins og spice. Þú þarft að smygla svo litlu til að eiga í marga mánuði.“ Hann segir alla fundargesti á miðvikudag hafa tekið málið alvarlega. Tekið hafi verið vel í hugmyndir Afstöðu og Matthildarsamtakanna. Boltinn sé hjá ráðuneytinu en til hafi staðið að kalla til framhaldsfundar. Vinna þurfi hratt í að finna réttu hraðprófin sem þurfi að vera til staðar hjá lögreglu, í fangelsum, heilsugæslu og skaðaminnkandi úrræðum. Þannig sé hægt að bregðast hratt við þegar grunur kviknar um notkun á efninu. Efnið hafi enn ekki mælst í fangelsinu en heyra má á Guðmundi að það sé tímaspursmál. „Við höfum áhyggjur af okkar fólki. Að það verði stórslys,“ segir Guðmundur. Teikna þurfi upp aðgerðaráætlun til að bjarga mannslífum.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira