Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2022 16:17 Einn er sagður hafa dáið í árásinni á hótelið í úhverfi Donetsk-borgar. AP/Alexei Alexandrov Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Rogozin, sem varð 59 ára gamall í gær, var sagður hafa verið að halda upp á afmæli sitt á hóteli í úthverfi borgarinnar með fleirum en hefur þvertekið fyrir það. Hann heldur því fram að hann hafi verið á fundi með öðrum meðlimum ráðgjafahópsins sem kallast Úlfar keisarans. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum. Pútín sagði honum upp sem yfirmanni Roscosmos í sumar en samkvæmt BBC var talið að hann ætti að fá háttsetta stöðu á yfirráðasvæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Þess í stað hefur hann leitt áðurnefndan hóp ráðgjafa sem styður sveitir Rússa í Donetsk- og Luhansk-héruðum. Rogozin er sagður hafa fengið sprengjubrot í sig í stórskotaliðsárásinni og ku ekki vera í lífshættu. Vitaly Khotsenko, einn af leppstjórum Rússa í Úkraínu, er einnig sagður hafa særst en einn mun hafa dáið í árásinni. Hér má sjá myndband sem sýnir hótelið eftir árásina. Rigozin segist hafa dvalið lengi á hótelinu. Russian sources report that the ex-head of Roscosmos, Dmytro Rogozin, was "wounded during the shelling of a hotel" in temporarily occupied Donetsk. Another person accompanying him was also injured.Rogozin celebrated his birthday at the cafe. Well, happy birthday pic.twitter.com/JtuIWxyp2l— NOËL (@NOELreports) December 22, 2022 Rússar tóku Donetsk-borg árið 2014 en þeim hefur ekki tekist að reka Úkraínumenn frá borginni á þessu ári. Víglínurnar nærri Donetsk hafa lítið hreyfst frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Bakhmut er meðal þeirra bæja og borga sem eru nærri Donetsk en þar hafa harðir bardagar geisað undanfarnar vikur. Hersveitum Rússa hefur ekki tekist að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur, þrátt fyrir hægan framgang. Miðað við enn óstaðfestar fregnir virðist þó sem sókn Rússa við bæinn hafi verið alfarið stöðvuð. Rússar hafa þó einnig reynt að sækja fram norður og suður af bænum með því markmiði að umkringja hann. Það hefur einnig gengið hægt og eru Rússar sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Bakhmut.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira