Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FC Riga 1-0 | Víkingur úr leik þrátt fyrir sigur

Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Riga - Víkingur 2-0 | Bikarmeistararnir með bakið upp við vegg

Víkingar töpuðu í kvöld gegn Riga FC ytra, sannfærandi, lokatölur 2-0. Var leikurinn liður í undankeppni fyrir Sambandsdeild Evrópu. Heimamenn í Riga stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik og náðu að skora eitt mark og skoruðu svo snemma í síðari hálfleik. Víkingar ógnuðu marki Riga FC lítið og miðað við þennan leik eiga Víkingar á brattann að sækja í síðari leik liðanna eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Auðvitað er áhugi á mér“

„Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hann leikur þetta bara og fær vítið“

Keflavík og Víkingur gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær. Fyrsta mark Víkinga kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Danijel Dejan Djuric lét sig falla í teig Keflvíkinga. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“

„Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er búið að um­bylta klúbbnum“

„Ég hef verið spurður í hvert sinn sem ég kem í Víkina hvenær ég komi eiginlega heim. Það er alveg skemmtilegt að fólk sýni svona tilhlökkun í að maður komi til baka,“ segir Aron Elís Þrándarson sem ákveðið hefur að snúa heim úr atvinnumennsku og spila með Víkingi á nýjan leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ljóst hvað bíður KA og Víkings ef þau vinna

Nú hefur verið dregið í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þar sem KA og Víkingur spila takist þeim að vinna mótherja sína í 1. umferð. Einnig er aðeins skýrara hvaða liði Breiðablik mætir, falli liðið úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

Fótbolti