Íslenski boltinn

„Auð­vitað ekkert á­nægður að fá bara eitt stig en þetta var frá­bær leikur“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
John Andrews er þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna. 
John Andrews er þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna.  Vísir/Pawel

John Andrews gat glaðst yfir frammistöðu Víkings í 1-1 jafntefli gegn Tindastóli á Sauðárkróki í dag. 

„Ég er stoltur af liðinu. Langt ferðalag hingað norður og mikill tími í rútunni. Að spila eins og við gerðum í dag, mjög stoltur. Vonsvikinn auðvitað með markið sem við gáfum en stelpurnar gáfust aldrei upp,“ sagði John í viðtali við Arnar Skúla Atlason eftir leik. 

Víkingur var betri aðili leiksins lengst af en eftir um sjötíu mínútur vann Tindastóll sig vel inn og jafnaði.

„Þetta gerist í öllum leikjum. Við vissum að við myndum ekki geta stjórnað í 90 mínútur. Við vissum að Tindastóll myndi vinna sig inn og hefðum meira að segja kannski átt að fá vítaspyrnu rétt áður en Tindastóll jafnaði. Ég er auðvitað ekkert ánægður að fá bara eitt stig en þetta var frábær leikur frá okkur.“

Víkingur situr um miðja deild í 5. sæti með 9 stig líkt og Stjarnan í 6. sæti. Fín byrjun hjá nýliðum deildarinnar sem hafa saknað lykilleikmanna í upphafi móts. 

„Við gætum kannski verið með svona tveimur eða þremur stigum meira en hvað liðið sjálft varðar er ég hæstánægður. Leikmenn að koma inn af krafti, eins og Tara Jónsdóttir sem hefur lítið spilað síðustu vikur en var einn besti leikmaður vallarins. Það sýnir bara breiddina í liðinu, okkur vantar lykilleikmenn en aðrar stigu upp og stóðu sig vel.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×