Íslenski boltinn

Fólk varð að passa sig á Lauga­veginum þegar Víkingar aug­lýstu leik kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en fá í kvöld í heimsókn liðið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari.
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar en fá í kvöld í heimsókn liðið sem hefur oftast orðið Íslandsmeistari. Vísir/Hulda Margrét

Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá KR-inga í heimsókn í kvöld í Bestu deild karla í fótbolta í sannkölluðum Reykjavíkurslag og það er búist við miklum áhuga á leiknum.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Víkingar eru í toppsæti í deildarinnar en á sama tíma voru KR-ingar að reka þjálfara sinn Gregg Ryder eftir aðeins tíu leiki. Pálmi Rafn Pálmason stýrir því KR liðinu í fyrsta sinn í þessum leik í kvöld sem eykur enn við spenninginn.

Víkingar auglýstu leikinn með mjög sérstökum hætti. Þar mátti sjá tvo Víkinga dansa um með fána félagsins á Laugaveginum.

„Automan er byrjaður að hita upp fyrir leikinn annað kvöld. En þú?,“ sagði í texta við myndbandið og svo mikið gekk á að gangandi vegfarendur þurftu að passa sig. Það má sjá þetta stuttu en sérstaka myndband hér fyrir neðan.

KR er í áttunda sæti með aðeins þrjá sigra í tíu leikjum og tvö mörk í mínus. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína en hefur aðeins unnið einn leik síðan um miðjan apríl.

Víkingar gerðu jafntefli í síðasta leik á móti Val en Víkingsliðið hefur unnið alla fimm heimaleiki sína í sumar og það með markatölunni 17-5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×