Tindastóll-Víkingur 1-1 | Jafn­tefli niður­staðan fyrir norðan eftir spennandi lokamínútur

Arnar Skúli Atlason skrifar
Tindastóll jafnaði metin á 84. mínútu en tókst ekki að setja sigurmarkið. 
Tindastóll jafnaði metin á 84. mínútu en tókst ekki að setja sigurmarkið. 

1-1 jafntefli varð niðurstaðan þegar Tindastóll og Víkingur Reykjavík leiddu saman hesta sína í Bestu deild kvenna í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag.

Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin ætluðu að selja sig dýrt hérna á Sauðárkróki í dag.

Jordyn Rhodes fékk fyrsta færi leiksins á 9. Mínútu þegar sending af vinstri kanti Tindastóls rataði inn fyrir vörnina. Jordyn stígur út varnarmanninn og er ein á móti markmanni en setur boltann framhjá.

Mínútu seinna fékk Selma Dögg boltann eftir að Monica missti boltann út í teig eftir fyrirgjöf frá Sigurdísi, hún setti boltann í slánna í upplögðu færi.

Fátt markvert gerðist eftir þetta í fyrir hálfleik og engin dauðfæri en mikil barátta var í leiknum.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og fyrri hálfleikurinn, barátta um allan völl og liðin virtust ekki ætla að gefa færi á sér.

Það dró þó til tíðina á 52 mínútu þegar sending frá Emmu Steinsen af hægri vængnum hitti ennið á Hafdísi Báru Höskuldsdóttur sem sneiddi hann fram hjá Monicu í marki Tindastóls og 0-1 staðan fyrir gestina.

Leikurinn var jafn eftir þetta. Tindastóll sótti samt í sig veðrið þegar á leið og það bar árangur á 84. mínútu. Jordyn Rhodes braust upp kantinn hægra megin og plataði varnarmann Víkings upp úr skónum og setti boltann fyrir þar sem Emma Steinsen varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Bæði lið fengu flott færi eftir þetta og hefði sigurinn getað dottið báðum megin en það gerðist ekki og lauk leiknum með jafntefli hérna í dag.

Atvik leiksins

Þegar Jordyn Rhodes braust upp hægri kantinn og setti boltann fyrir þar sem varnarmaður Víkings var fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Stjörnur og Skúrkar

Jordyn Rhodes í liði Tindastóls vann sína vinnu vel og upp úr því skoraði Tindastóll markið sitt. Hjá Víkingum voru þeir Sigdís Eva og Selma Dögg öflugar í dag og voru að skapa og búa til fyrir Víking.

Það er ekki hægt að henda einum sem skúrk í dag, Emma Steinsen gerði vissulega sjálfsmark en hún lagði líka upp mark sem kvittaði það út. Hörkuleikur hjá tveimur flottum fótboltaliðum.

Dómarar

Strákanir á flautunni fá 8/10 í dag, þeirra frammistaða hafði ekki áhrif á úrslit leiksins, eina sem mátti fara betur voru ákvarðanir í innköstum, það fór stundum í vitleysu.

Stemning og umgjörð

Það var þétt setið í stúkunni í kvöld eða um 180 manns í dag, það var frítt á völlinn í boði EXTON sem var frábært framtak. Völlurinn var í frábæru standi eftir viðgerðir og vel mannað starfslið á vellinum í dag. Flott umgjörð hjá Tindastóli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira