Valur

Fréttamynd

„Held að pressan sé á­líka mikil á báðum liðum“

„Leggst vel í mig, það er alltaf tilhlökkun fyrir þennan leik. Þetta er leikurinn sem allir vilja komast í, stærsti leikur ársins hverju sinni og eðlilega tilhlökkun fyrir slíkum leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari bikarmeistara Breiðabliks. Lið hans getur varið titilinn er það mætir Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli á laugardag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Nú er komið að okkur“

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, segir mikla spennu í leikmannahópnum fyrir komandi úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Valur mætir ríkjandi meisturum Breiðabliks. Valur hefur enda ekki komist í úrslit í tíu ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals

Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar

Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik

Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helgi Sigurðsson: Við getum farið allt sem við viljum

Valsmenn unnu góðan 2-0 sigur á FH í Bestu deild karla í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafnaði því að mæta í viðtöl eftir leik af virðingu við leikmenn FH sem hann þjálfaði aðeins fyrir nokkrum vikum. Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari, var gríðarlega sáttur í leikslok.

Sport