„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2022 21:45 Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. „Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
„Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira