Enski boltinn

New­cast­le heldur á­fram að klífa töfluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jacob Murphy skoraði óvænt tvennu.
Jacob Murphy skoraði óvænt tvennu. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir.

Segja má að gestirnir í svarthvítu hafi gert út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum eða svo. Jacob Murphy kom Newcastle yfir á 2. mínútu og var aftur að verki níu mínútum síðar.

Harvey Barnes bætti við þriðja marki Newcastle á 34. mínútu og staðan 0-3 í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með gríðarlega þægilegum sigri gestanna.

Eftir sigur kvöldsins er Newcastle með 53 stig í 5. sæti líkt og Chelsea sem er sæti ofar eftir að hafa leikið einum leik meira. Nottingham Forest er svo með 57 stig í 3. sætinu. Leicester City er á sama tíma með 17 stig, 15 stigum frá öruggu sæti þegar aðeins 21 stig eru eftir í pottinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×