Handbolti

Feðgar á ferð á Evrópuleik: Gaupi var svolítið stressaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Guðmundsson og Andri Már Eggertsson fóru saman í ferð á Evrópuleik á Hlíðarenda.
Guðjón Guðmundsson og Andri Már Eggertsson fóru saman í ferð á Evrópuleik á Hlíðarenda. S2 Sport

Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson og Andri Már „Nablinn“ Eggertsson skelltu sér saman á fyrsta heimaleik Valsmanna í Evrópudeildinni og úr varð nýjasti ævintýri þeirra sem margir kalla „Feðgar á ferð“ og verður reglulega á dagskrá í Seinni bylgjunni.

Valsmenn mættu ungverska liðinu Ferencváros í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

„Þá erum við mættir aftur til leiks, Feðgar á ferð, eins og einhver sagði. Nú er förinni heitið á Hlíðarenda. Evrópudeildin fram undan á heimavelli Séra Friðriks. Þetta er eitt stærsta verkefni sem íslenskt félagslið hefur nokkru sinni farið í í handboltanum,“ sagði Guðjón Guðmundsson.

„Þetta verður vonandi bráðskemmtilegt og það er aldrei að vita nema að Valur vinni. Ég er ekki alveg viss en hvað segir þú um það Andri Már,“ spurði Guðjón.

„Ég hef alltaf haft það í íþróttunum að maður verður að trúa annars er þetta vara hundleiðinlegt,“ sagði Andri Már Eggertsson.

„Já ég er svolítið stressaður en það sem við gætum gert. Mér datt í hug að við ættum kannski að byrja á því kíkja í Kapelluna,“ spurði Guðjón.

„Ég held að minn uppáhalds prestur, sem er ekki séra Friðrik því ég kynntist honum ekki, sé séra Guðni sóknarprestur sem er minn maður og verður ánægður með þetta,“ spurði Andri.

Hér fyrir neðan má sjá Evrópuævintýri þeirra félaga en þar hittu þeir meðal annars Júlíus Jónasson, Pavel Ermolinskij og Óttar Felix Hauksson.

Klippa: Seinni bylgjan: Feðgar á ferð á Evrópudeildarleik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×