Fótbolti

Sólveig í stað Berglindar hjá Örebro

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna þar sem Valur vann Breiðablik.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna þar sem Valur vann Breiðablik. vísir/hulda margrét

Sænska úrvalsdeildarliðið Örebro verður ekki Íslendingalaust á næsta tímabili því Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur samið við það til tveggja ára.

Sólveig lék með Val seinni hluta síðasta tímabils og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu. Fyrri hluta sumars lék hún með Aftureldingu. Hún hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK/Víkingi og Fylki og liði Florida háskólans.

Sólveig, sem verður 22 ára síðar í mánuðinum, hefur leikið 76 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað þrjú mörk. Þá hefur hún skorað fimm mörk í þrettán bikarleikjum.

Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrrverandi samherji Sólveigar hjá Fylki, yfirgaf Örebro eftir síðasta tímabil. Hún var í tvö ár hjá félaginu.

Örebro endaði í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið fékk 38 stig í 26 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×