Handbolti

Stórleikur í Eyjum og KA spilar í Garði

Sindri Sverrisson skrifar
Valsmenn eru ríkjandi meistarar í öllum keppnum.
Valsmenn eru ríkjandi meistarar í öllum keppnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Það verður sannkallaður stórleikur í Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta eftir tæpan mánuð þegar ÍBV tekur á móti meisturum Vals.

Dregið var í 16-liða úrslitin í dag og er ljóst að þar verða þrír úrvalsdeildarslagir. Lið úr neðri deildum fengu heimaleik ef þau drógust gegn úrvalsdeildarliðum, samkvæmt reglum keppninnar.

Í keppninni er meðal annars nýstofnað handboltalið Víðis í Garði sem leikur í 2. deild í vetur og fær KA-menn í heimsókn í bikarnum.

Sextán liða úrslitin:

  • HK – Afturelding
  • ÍR – Selfoss
  • Víðir – KA
  • FH – Stjarnan
  • ÍBV – Valur
  • Kórdrengir – Hörður
  • Víkingur – Haukar
  • ÍBV 2 - Fram

Leikið verður í 16 liða úrslitum fimmtudaginn 15.desember og föstudaginn 16. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×