Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Tryggvi Garðar Jónsson í viðtalinu í gær. S2 Sport Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. „Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
„Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira