Heimilisofbeldi

Fréttamynd

Hand­töku­skipun gefin út á hendur NFL-stjörnunnar Von Miller

Vonnie B‘VSean Miller, betur þekktur sem Von Miller, er 34 ára gamall leikmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni. Hann á að baki tvo meistaratitla í NFL og var valinn verðmætasti leikmaður Ofurskálarinnar árið 2016. Hann gæti nú átt yfir höfði sér fangelsisvist.

Sport
Fréttamynd

Of­beldi á aldrei rétt á sér

Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Kaffi eða jafn­rétti?

Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja að­stoða of­beldis­menn að axla á­byrgð

Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Heimilis­of­beldi ekki talið brot í nánu sam­bandi

Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir líkamsárásir í garð þáverandi sambýliskonu sinnar. Dómari taldi háttsemi hans ekki falla undir nýlegt lagaákvæði um brot í nánu sambandi.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni

Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn

Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. 

Innlent
Fréttamynd

Átta ára fangelsi fyrir hrotta­leg brot gegn eigin­konu sinni

Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gerð refsing fyrir stór­fellt heimilis­of­beldi

Maður var fundinn sekur en ekki gerð refsing vegna stórfelldra brota í nánu sambandi gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Samkvæmt dóminum, sem féll á föstudag í Héraðsdómi Reykjaness, er sagt að maðurinn hafi verið ósakhæfur og að fangelsisvist myndi ekki gera honum gott.

Innlent
Fréttamynd

Giggs sýknaður

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur verið sýknaður af ákærum um heimilisofbeldi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Langþráð lausn úr ofbeldishjúskap

Um helgina dregur til tíðinda. Þá taka loksins gildi lög sem auðvelda lögskilnað, bæði fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi og fyrir fólk sem er sammála um að leita skilnaðar. Aðdragandinn er frumvarp sem Jón Steindór Valdimarsson, þáverandi þingmaður Viðreisnar, lagði fyrst fram í nóvember 2019 og undirrituð endurflutti fyrir rúmu ári síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Stera­bolti breytti lífi sam­býlis­konunnar í al­gjöra mar­tröð

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu.

Innlent