Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. september 2024 07:03 Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK og Bryndís Rún viðskiptastjóri og stjórnarkona í UAK segja mikinn áhuga hjá ungum konum á því að læra hvernig hægt er að láta drauma sína rætast. Ungar konur séu hvattar til þess að hugsa stórt, huga vel að sjálfri sér og átta sig á því að þær þurfi ekki alltaf að vera á skrilljón. Vísir/Vilhelm „Viðburðurinn hófst ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið en klukkan rétt rúmlega sjö streymdu konur einfaldlega á staðinn þannig að við hugsuðum bara með okkur Vá! Hvað mætingin er góð,“ segir Sóley Björg Jóhannsdóttir varaformaður UAK um viðburð sem félagið stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. Yfirskrift viðburðarins var Láttu drauminn rætast og ljóst að ungar athafnakonur hafa mikinn áhuga á að ræða um það, hvað þarf til að draumarnir okkar verði að veruleika. „Það er reyndar alltaf stemning fyrir þessum viðburði því á opnunarviðburði UAK á haustin, frumsýnum við það sem framundan er og það trekkir alltaf að,“ segir Bryndís Rún Baldursdóttir viðskiptastjóri og stjórnarkona í UAK. Þó þannig að Sóley og Bryndís eru sannfærðar um að umræðuefnið um hvernig við látum drauma okkar rætast, hafi trekkt að sérstaklega. „Mætingin var alla vega vonum framar því að við enduðum með að þurfa að raða fullt af stólum í öftustu röðina aukalega svo konur þyrftu ekki að standa. Á viðburðinn mættu gömul andlit og ný og það var alveg fullt af atriðum sem komu fram í umræðunum, sem án efa munu gagnast konum,“ segir Sóley. En hvernig látum við draumana okkar rætast? Í Atvinnulífinu í gær og í dag, er fjallað um leiðir til þess að ná því markmiði. Stjórn UAK, fyrirlesarar og gestir á Láttu drauminn rætast viðburðinum sem UAK stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. Að skrifa allt niður, sofa vel og hlúa að okkur sjálfum, dreyma stórt og hafa hugrekki til að fylgja sannfæringunni okkar eftir óháð því hvað öðrum finnst, voru allt atriði meðal hagnýtra ráða sem komu fram.Þóra Ólafsdóttir. Að láta drauminn rætast Bryndís og Sóley segja viðburði UAK vera samtalsviðburði, ekki aðeins áheyrnarviðburði. „Það komu fram fullt af hagnýtum ráðum frá fyrirlesurum kvöldsins og við sáum að félagskonur voru margar að glósa niður punkta um hitt og þetta sem fram kom í umræðunum,“ segir Bryndís. Fyrirlesarar voru Helga Sigrún Hermannsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir frá Dottir Skin og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir og Erla Björnsdóttir. Helga Sigrún og Annie töluðu um mikilvægi þess að segja draumana sína upphátt, en Þóra Hrund og Erla hvöttu konur til að sofa vel, blómstra og dreyma stórt. En þurfum við að ræða um það sérstaklega, hvernig við látum draumana okkar rætast? Já, svo sannarlega að mati Bryndísar og Sóleyjar. Ekki aðeins hafi mörg hagnýt ráð komið fram á viðburðinum, heldur sé þetta augljóslega umræða sem sóst er eftir. „Hjá okkur er það til dæmis þannig að eftir hvern UAK viðburð skrifum við niður allt það helsta sem kom fram. Í pallborðsumræðum, í spurningum úr sal og svo framvegis. Með því að skrifa góða skýrslu náum við að byggja upp hugmyndabanka sem speglar vel hver rauði þráðurinn er í því sem félagskonur eru að kalla eftir. Það hvernig við látum drauma okkar rætast, er eitt af því sem við vorum búnar að sjá að ungar athafnakonur vilja ræða um,“ segir Bryndís. En ekki aðeins það, að sögn Bryndísar og Sóleyjar, því á viðburðinum var líka heilmikil fræðsla sem gagnast konum vel. „Erla hefur til dæmis verið gestur hjá okkur áður og var á þessum viðburði að benda á samhengi þess að sofa vel til að líða sem best og auka líkurnar á að draumar rætist. En hún svaraði líka mörgum spurningum úr sal, sem benda til þess að ungar konur eru að hafa áhyggjur af svefnleysi eða því að sofa ekki nógu vel,“ segir Sóley. Skýringar sem konur gáfu á svefntruflunum eða svefnleysi voru margvíslegar. Til dæmis áhrif af því að vera með ung börn, tíðahringurinn, áhrif af getnaðarvörnum og fleira. En líka streita og álag. Við erum alltaf á skrilljón en eitt af því sem var rætt, er að konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón og eiga ekki að setja svona mikla pressu á sig alla daga, sem þeim virðist svo sérstaklega tamt að gera. Sem aftur leiðir til þess að svefnvandamál virðist vera nokkuð algengt hjá konum,“ segir Sóley. En hvernig náum við að láta draumana okkar rætast? „Til dæmis með því að skrifa þá alltaf niður,“ svara stöllurnar. „Erla talaði um hvernig draumalandið og svefninn tvinnast saman, Þóra hvernig allir draumar geta ræst svo lengi sem við erum með gildin okkar á hreinu, vitum hver vegurinn er og hvert við stefnum. Helga Sigrún og Annie eru síðan dæmi um konur sem eru að lifa drauminn sinn. Annie hefur náð þvílíkum árangri á heimsmælikvarða í atvinnumennsku í CrossFit og núna eru þær að lifa drauminn sinn með rekstur fyrirtækisins Dottir Skin,“ nefnir Bryndís sem dæmi um atriði sem skipta máli.“ Draumarnir okkar geta verið alls konar því að ekki allir vilja það sama. Að fá tæki og tól til að valdefla konur og auka líkurnar á því að draumar þeirra rætist er mjög mikilvægt en UAK er félag fyrir allar konur 18 ára og eldri. UAK styrkir líka Bjarkahlíð til að sporna gegn heimilisofbeldi enda sýna tölur að hættulegasti staðurinn fyrir konur að vera á er heima hjá sér. Þóra Ólafsdóttir Áttu þér draum? Bryndís og Sóley segja umræðurnar hafa verið áhugaverðar og margt sem lærðist af þeim ráðum sem fyrirlesararnir gáfu. En er eitthvað sem ungar konur virðast hræðast meira en annað, varðandi það að láta drauma sína rætast? „Það var kannski helst það að vera ekki með draum,“ svara Bryndís og Sóley eftir smá umhugsun. Því það sem virtist aðeins skína í gegn þegar spurningar úr sal og umræður hófust, voru spurningar á þá leið: Hvað ef ég á mér ekki draum? „Erla og Þóra svöruðu þessu nokkuð vel. Enda skiptir miklu máli að fólk átti sig á því að draumar þurfa ekkert endilega að vera stórir. Draumar geta verið bæði stórir og smáir og eins þurfum við stundum að velta fyrir okkur spurningum eins og: Er ég kannski að lifa drauminn minn núna?“ segir Bryndís. „Stundum er staðan líka þannig að okkur finnst við ekki hafa neinn draum, þar til allt í einu einn daginn að hann kemur. Draumarnir okkar geta síðan verið alls konar og þeir snúast alls ekkert aðeins um það að til dæmis stofna sitt eigið fyrirtæki og svo framvegis,“ segir Sóley og bætir við: Fjölskylda, velgengni og fjárhagslegt öryggi getur verið draumur. Það er því alls ekki öllum sem langar að stofna fyrirtæki. Þess vegna er UAK líka fyrir allar konur 18 ára og eldri. Því við viljum fjölbreyttan hóp til valdeflingar, allar konur sem þýðir þá líka alls konar drauma.“ Almennt voru skilaboðin þau sú að allir draumar geta ræst. Bryndís og Sóley segja mikilvægt að konur hugsi til sjálfs síns eins og þær gera til sinna bestu vinkvenna. Sjálfsniðurrif geri engum gagn. Hugmyndir að viðburðum UAK verða til í kjölfar þess hvaða umræður, vangvaveltur og spurningar koma fram frá félagskonum og birtast eins og rauður þráður.Vísir/Vilhelm Valdefling kvenna Til að láta draumana okkar rætast er gott að eiga að tæki og tól til að raungera þá og þess vegna segja Sóley og Bryndís svo góða leið að efla konur saman á viðburði sem þessum og leita ráða hjá þeim sem hafa reynsluna. Annað sem þarf þó að gera líka, er að valdefla konur og ráðast á þau mein í samfélaginu sem hamla konum í þeirra velferð og heilsu. Heimilisofbeldi er þar mjög áríðandi liður. „Við erum alltaf að tala um að það sé svo frábært að vera kona á Íslandi og allt það. Staðreyndin er þó sú að 50% tilkynninga um ofbeldi er vegna heimilisofbeldis,“ segir Sóley og bætir við: „Lengi vel var heimilisofbeldi ekki tilgreint í Dagbók lögreglunnar. Sem þó tilgreindi atriði eins og að einhver keyrði undir áhrifum áfengis. Samt er vitað að heimilið er hættulegasti staðurinn fyrir konur að vera á.“ Að láta draumana rætast en búa við ofbeldi, er því eitt af því sem erfiðlega gengur saman. „Auðvitað ganga viðburðir UAK út á pepp og hvatningu eins og á þriðjudagskvöld. En líka því að ræða hvernig við sem ungar athafnakonur getum haft áhrif í samfélaginu til breytinga. Kynbundið ofbeldi var eitt af því sem við tókum eftir að var áberandi rauður þráður í umræðum ungra kvenna og þess vegna ákvað UAK sérstaklega að beita sér gegn þessu kynbundna ofbeldi,“ segir Sóley. Frá árinu 2023, hefur félagið því staðið fyrir sölu jákvæðrar stílabókar en andvirði sölunnar var til styrktar Bjarkahlíð. Styrkurinn var afhentur á dögunum. „Og talandi um hversu gott það er að vera með tæki og tól til að láta drauma sína rætast, þá kom líka fram í máli Bjarkahlíðar að eitt af því sem mikilvægt er fyrir konur sem búa við ofbeldi að gera, er að skrásetja öll atvik. Sem segir okkur að það að skrásetja atvik til að hjálpa konum út úr ofbeldi, virkar líka rétt eins og það að skrifa draumana okkar niður á blað eykur líkurnar á að þeir rætist,“ segir Bryndís til að benda á dæmi um hversu gott það er að fá hagnýt ráð. „Almennt eru skilaboðin okkar þau að vera besta vinkona okkar sjálfs. Ef við vöknum á hverjum morgni, horfum í spegilinn og hugsum með okkur: Jesús hvað ég er mygluð, þá erum við ekki góð vinkona. Því við myndum aldrei segja svona hluti við bestu vinkonu okkar, heldur hampa henni og hvetja til dáða. Við eigum að gera það sama við okkur sjálfar og það er af hinu góða að kenna konum og hvetja þær til að láta drauma sína rætast,“ segir Sóley. Jafnréttismál Sjálfbærni Heilsa Heimilisofbeldi Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Yfirskrift viðburðarins var Láttu drauminn rætast og ljóst að ungar athafnakonur hafa mikinn áhuga á að ræða um það, hvað þarf til að draumarnir okkar verði að veruleika. „Það er reyndar alltaf stemning fyrir þessum viðburði því á opnunarviðburði UAK á haustin, frumsýnum við það sem framundan er og það trekkir alltaf að,“ segir Bryndís Rún Baldursdóttir viðskiptastjóri og stjórnarkona í UAK. Þó þannig að Sóley og Bryndís eru sannfærðar um að umræðuefnið um hvernig við látum drauma okkar rætast, hafi trekkt að sérstaklega. „Mætingin var alla vega vonum framar því að við enduðum með að þurfa að raða fullt af stólum í öftustu röðina aukalega svo konur þyrftu ekki að standa. Á viðburðinn mættu gömul andlit og ný og það var alveg fullt af atriðum sem komu fram í umræðunum, sem án efa munu gagnast konum,“ segir Sóley. En hvernig látum við draumana okkar rætast? Í Atvinnulífinu í gær og í dag, er fjallað um leiðir til þess að ná því markmiði. Stjórn UAK, fyrirlesarar og gestir á Láttu drauminn rætast viðburðinum sem UAK stóð fyrir síðastliðið þriðjudagskvöld. Að skrifa allt niður, sofa vel og hlúa að okkur sjálfum, dreyma stórt og hafa hugrekki til að fylgja sannfæringunni okkar eftir óháð því hvað öðrum finnst, voru allt atriði meðal hagnýtra ráða sem komu fram.Þóra Ólafsdóttir. Að láta drauminn rætast Bryndís og Sóley segja viðburði UAK vera samtalsviðburði, ekki aðeins áheyrnarviðburði. „Það komu fram fullt af hagnýtum ráðum frá fyrirlesurum kvöldsins og við sáum að félagskonur voru margar að glósa niður punkta um hitt og þetta sem fram kom í umræðunum,“ segir Bryndís. Fyrirlesarar voru Helga Sigrún Hermannsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir frá Dottir Skin og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir og Erla Björnsdóttir. Helga Sigrún og Annie töluðu um mikilvægi þess að segja draumana sína upphátt, en Þóra Hrund og Erla hvöttu konur til að sofa vel, blómstra og dreyma stórt. En þurfum við að ræða um það sérstaklega, hvernig við látum draumana okkar rætast? Já, svo sannarlega að mati Bryndísar og Sóleyjar. Ekki aðeins hafi mörg hagnýt ráð komið fram á viðburðinum, heldur sé þetta augljóslega umræða sem sóst er eftir. „Hjá okkur er það til dæmis þannig að eftir hvern UAK viðburð skrifum við niður allt það helsta sem kom fram. Í pallborðsumræðum, í spurningum úr sal og svo framvegis. Með því að skrifa góða skýrslu náum við að byggja upp hugmyndabanka sem speglar vel hver rauði þráðurinn er í því sem félagskonur eru að kalla eftir. Það hvernig við látum drauma okkar rætast, er eitt af því sem við vorum búnar að sjá að ungar athafnakonur vilja ræða um,“ segir Bryndís. En ekki aðeins það, að sögn Bryndísar og Sóleyjar, því á viðburðinum var líka heilmikil fræðsla sem gagnast konum vel. „Erla hefur til dæmis verið gestur hjá okkur áður og var á þessum viðburði að benda á samhengi þess að sofa vel til að líða sem best og auka líkurnar á að draumar rætist. En hún svaraði líka mörgum spurningum úr sal, sem benda til þess að ungar konur eru að hafa áhyggjur af svefnleysi eða því að sofa ekki nógu vel,“ segir Sóley. Skýringar sem konur gáfu á svefntruflunum eða svefnleysi voru margvíslegar. Til dæmis áhrif af því að vera með ung börn, tíðahringurinn, áhrif af getnaðarvörnum og fleira. En líka streita og álag. Við erum alltaf á skrilljón en eitt af því sem var rætt, er að konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón og eiga ekki að setja svona mikla pressu á sig alla daga, sem þeim virðist svo sérstaklega tamt að gera. Sem aftur leiðir til þess að svefnvandamál virðist vera nokkuð algengt hjá konum,“ segir Sóley. En hvernig náum við að láta draumana okkar rætast? „Til dæmis með því að skrifa þá alltaf niður,“ svara stöllurnar. „Erla talaði um hvernig draumalandið og svefninn tvinnast saman, Þóra hvernig allir draumar geta ræst svo lengi sem við erum með gildin okkar á hreinu, vitum hver vegurinn er og hvert við stefnum. Helga Sigrún og Annie eru síðan dæmi um konur sem eru að lifa drauminn sinn. Annie hefur náð þvílíkum árangri á heimsmælikvarða í atvinnumennsku í CrossFit og núna eru þær að lifa drauminn sinn með rekstur fyrirtækisins Dottir Skin,“ nefnir Bryndís sem dæmi um atriði sem skipta máli.“ Draumarnir okkar geta verið alls konar því að ekki allir vilja það sama. Að fá tæki og tól til að valdefla konur og auka líkurnar á því að draumar þeirra rætist er mjög mikilvægt en UAK er félag fyrir allar konur 18 ára og eldri. UAK styrkir líka Bjarkahlíð til að sporna gegn heimilisofbeldi enda sýna tölur að hættulegasti staðurinn fyrir konur að vera á er heima hjá sér. Þóra Ólafsdóttir Áttu þér draum? Bryndís og Sóley segja umræðurnar hafa verið áhugaverðar og margt sem lærðist af þeim ráðum sem fyrirlesararnir gáfu. En er eitthvað sem ungar konur virðast hræðast meira en annað, varðandi það að láta drauma sína rætast? „Það var kannski helst það að vera ekki með draum,“ svara Bryndís og Sóley eftir smá umhugsun. Því það sem virtist aðeins skína í gegn þegar spurningar úr sal og umræður hófust, voru spurningar á þá leið: Hvað ef ég á mér ekki draum? „Erla og Þóra svöruðu þessu nokkuð vel. Enda skiptir miklu máli að fólk átti sig á því að draumar þurfa ekkert endilega að vera stórir. Draumar geta verið bæði stórir og smáir og eins þurfum við stundum að velta fyrir okkur spurningum eins og: Er ég kannski að lifa drauminn minn núna?“ segir Bryndís. „Stundum er staðan líka þannig að okkur finnst við ekki hafa neinn draum, þar til allt í einu einn daginn að hann kemur. Draumarnir okkar geta síðan verið alls konar og þeir snúast alls ekkert aðeins um það að til dæmis stofna sitt eigið fyrirtæki og svo framvegis,“ segir Sóley og bætir við: Fjölskylda, velgengni og fjárhagslegt öryggi getur verið draumur. Það er því alls ekki öllum sem langar að stofna fyrirtæki. Þess vegna er UAK líka fyrir allar konur 18 ára og eldri. Því við viljum fjölbreyttan hóp til valdeflingar, allar konur sem þýðir þá líka alls konar drauma.“ Almennt voru skilaboðin þau sú að allir draumar geta ræst. Bryndís og Sóley segja mikilvægt að konur hugsi til sjálfs síns eins og þær gera til sinna bestu vinkvenna. Sjálfsniðurrif geri engum gagn. Hugmyndir að viðburðum UAK verða til í kjölfar þess hvaða umræður, vangvaveltur og spurningar koma fram frá félagskonum og birtast eins og rauður þráður.Vísir/Vilhelm Valdefling kvenna Til að láta draumana okkar rætast er gott að eiga að tæki og tól til að raungera þá og þess vegna segja Sóley og Bryndís svo góða leið að efla konur saman á viðburði sem þessum og leita ráða hjá þeim sem hafa reynsluna. Annað sem þarf þó að gera líka, er að valdefla konur og ráðast á þau mein í samfélaginu sem hamla konum í þeirra velferð og heilsu. Heimilisofbeldi er þar mjög áríðandi liður. „Við erum alltaf að tala um að það sé svo frábært að vera kona á Íslandi og allt það. Staðreyndin er þó sú að 50% tilkynninga um ofbeldi er vegna heimilisofbeldis,“ segir Sóley og bætir við: „Lengi vel var heimilisofbeldi ekki tilgreint í Dagbók lögreglunnar. Sem þó tilgreindi atriði eins og að einhver keyrði undir áhrifum áfengis. Samt er vitað að heimilið er hættulegasti staðurinn fyrir konur að vera á.“ Að láta draumana rætast en búa við ofbeldi, er því eitt af því sem erfiðlega gengur saman. „Auðvitað ganga viðburðir UAK út á pepp og hvatningu eins og á þriðjudagskvöld. En líka því að ræða hvernig við sem ungar athafnakonur getum haft áhrif í samfélaginu til breytinga. Kynbundið ofbeldi var eitt af því sem við tókum eftir að var áberandi rauður þráður í umræðum ungra kvenna og þess vegna ákvað UAK sérstaklega að beita sér gegn þessu kynbundna ofbeldi,“ segir Sóley. Frá árinu 2023, hefur félagið því staðið fyrir sölu jákvæðrar stílabókar en andvirði sölunnar var til styrktar Bjarkahlíð. Styrkurinn var afhentur á dögunum. „Og talandi um hversu gott það er að vera með tæki og tól til að láta drauma sína rætast, þá kom líka fram í máli Bjarkahlíðar að eitt af því sem mikilvægt er fyrir konur sem búa við ofbeldi að gera, er að skrásetja öll atvik. Sem segir okkur að það að skrásetja atvik til að hjálpa konum út úr ofbeldi, virkar líka rétt eins og það að skrifa draumana okkar niður á blað eykur líkurnar á að þeir rætist,“ segir Bryndís til að benda á dæmi um hversu gott það er að fá hagnýt ráð. „Almennt eru skilaboðin okkar þau að vera besta vinkona okkar sjálfs. Ef við vöknum á hverjum morgni, horfum í spegilinn og hugsum með okkur: Jesús hvað ég er mygluð, þá erum við ekki góð vinkona. Því við myndum aldrei segja svona hluti við bestu vinkonu okkar, heldur hampa henni og hvetja til dáða. Við eigum að gera það sama við okkur sjálfar og það er af hinu góða að kenna konum og hvetja þær til að láta drauma sína rætast,“ segir Sóley.
Jafnréttismál Sjálfbærni Heilsa Heimilisofbeldi Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52 Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01 „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
Ungar athafnakonur ráðast á rót vandans í jafnréttismálunum Það sammælast allir um það að einn stærsti viðburður Íslands þetta árið var haldinn í fyrradag: Kvennaverkfallið árið 2023. 27. október 2023 11:52
Ungar athafnakonur vilja sitt pláss og skora á Árnastofnun Þegar orðið athafnamaður er skoðað í orðaneti Árnastofnunar koma upp fullt af orðum til að lýsa því hvað athafnamaður er,“ segir María Guðjónsdóttir formaður UAK, félags Ungra athafnakvenna á Íslandi. 14. september 2023 07:01
„Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta“ „Ég var skíthrædd að senda þessa tölvupósta. Hafði alltaf haft á mér þann merkimiða að ég væri svona „introvert“ og alls ekki nógu góð í neinu sem héti tengslanetsmyndun,“ segir Rakel Guðmundsdóttir eignarhaldsstjóri hjá Alfa Framtak og hlær. 1. maí 2024 07:01