Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir og Telma Lísa Elmarsdóttir skrifa 25. nóvember 2024 22:14 Á Íslandi og víðar hefur hugtakið „heimilisofbeldi“ verið notað til að lýsa ofbeldi í nánum samböndum. Nýrra hugtak, „nándarhryðjuverk“ hefur risið upp til að lýsa alvarlegum afleiðingum þessa ofbeldis betur. Því miður er ofbeldi gegn konum í nánum samböndum algengasta mannréttindabrotið á heimsvísu (Halldorsdottir, 2023). Þessi brot eru oft tilraun geranda til að þagga niður í konunni, stjórna lífi hennar og brjóta niður sjálfsmynd hennar. Í eftirfarandi grein munu undirritaðar fjalla að mestu leyti um konur þar sem þolendur í nándarhryðjuverkum eru í 75% tilvika konur (Ríkislögreglustjóri, 2024b) og viljum við beina sjónum að þeim. Þessi grein er skrifuð í ljósi Alþjóðlega 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem varpar ljósi á nauðsyn þess að ræða þetta alvarlega samfélagsvandamál. Samkvæmt World Health Organization (WHO) (2024) hafa um 30% kvenna um allan heim átt eða eiga maka sem beita þær ofbeldi, Íslandi er ekki þaðan undanskilið. Í nýrri rannsókn kom fram að 96% þeirra sem beittu ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi voru karlar og oftast núverandi maki (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Hvað er nándarhryðjuverk? Hugtakið „nándarhryðjuverk“ lýsir alvarlegum, kerfisbundnum ofbeldisglæpum sem á sér stað í nánum samböndum. Það miðar að því að stjórna lífi þolandans með öllum tilteknum ráðum, hvort sem það er fjárhagslegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi (Heilsuvera, e.d.). Þetta hugtak tekur mið af því að ofbeldi af þessum toga er síendurtekið og viðvarandi. Það markar líf þolandans með stöðugum ótta og niðurlægingu þar sem sálin sjálf er smám saman brotin niður. Sálrænn og andlegur skaði sem verður við nándarhryðjuverk hjá þolanda getur markað djúpt og fylgt honum lengi. Bein gróa, sár gróa, marblettir hverfa, en andlega niðurbrotið grær ekki svo hratt. Margar konur hafa lýst því sem „að vera á bak við gler“ eða „að vera á botni djúprar gryfju,“ en þessar myndlíkingar lýsa þögguninni og einangruninni sem fylgir þessu ofbeldi (Halldorsdottir, 2023). Fimm fasar nándarhryðjuverks Rannsakendur ofbeldis hafa sett upp algengustu fasa þess sem kona gengur í gegnum þegar hún upplifir nándarhryðjuverk. Þetta eru fimm fasar sem þeir hafa tilgreint: fjötrafasi, þöggunarfasi, dauðafasi, vöknunarfasi og batafasi. Í fyrstu fösunum reynir konan að „halda friðinn“ og þóknast ofbeldismanninum. Smám saman er rödd hennar þögguð, ofbeldismaðurinn einangrar hana frá fjölskyldu og vinum og missir hún þar með mikilvægan stuðning. Í dauðafasanum upplifir konan mesta niðurbrotið og lýsir því oft að líf hennar sé eyðilagt og innra með henni deyji eitthvað. Hún verður sálarlaus og missir sjálfstraust þar sem ofbeldismaðurinn hefur fulla stjórn á lífi hennar. Í vöknunarfasanum fær konan aðstoð þar sem hún rífur vítahring ofbeldisins. Í kjölfarið upplifir hún meiri styrk og gengur inn í batafasann sem getur verið langur en þar finnur hún sjálfan sig að nýju (Halldorsdottir, 2023). Heilsufarslegar afleiðingar nándarhryðjuverks Afleiðingar nándarhryðjuverks eru alvarleg og snerta okkur öll. Fram hefur komið í rannsóknum að konur sem eru þolendur ofbeldis upplifa oft andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun sem geta leitt til svefntruflanir og líkamlegra veikinda. Heilinn lærir að vera stöðugt á varðbergi, sem leiðir til mikils kvíða og stöðugrar tilfinningar um óöryggi. Þetta gerir að verkum að margar konur eiga erfitt með að hugsa skýrt og stjórna tilfinningum sínum, jafnvel eftir að þær hafa yfirgefið ofbeldissambandið (Bryngeirsdottir og Halldorsdottir, 2022). Börn sem alast upp við ofbeldi eru í meiri hættu á að glíma við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Því má ekki líta fram hjá þeim áhrifum sem ofbeldi getur haft á börnin. Það hefur einnig verið sýnt fram á að börnin eiga erfitt með að mynda heilbrigð tengsl síðar á lífsleiðinni og eru líklegri til að endurtaka eða þola ofbeldishegðun á fullorðinsárum (WHO, 2024). Úrræði fyrir þolendur og skortur á úrræðum Í dag hafa íslensk stjórnvöld og sjálfstæð samtök komið á fót ákveðnum úrræðum fyrir þolendur nándarhryðjuverks. Kvennaathvarfið er sem dæmi öruggt skjól fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi þar sem þau fá stuðning og vernd. Bjarkarhlíð veitir einnig ráðgjöf og lögfræðilega aðstoð. Til eru fleiri úrræði eins og Stígamót sem styðja konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þrátt fyrir þessi úrræði er samt sem áður skortur á úrræðum og faglegum stuðningi. Einangrun og skömm eru algengar hindranir fyrir þolendur sem oft skortir fjárhagslega möguleika til að standa á eigin fótum. Margar konur lýsa því að þær hafi farið aftur til ofbeldismannsins allt að sjö sinnum áður en þær finndu styrkinn til að fara endanlega. Þetta stafar meðal annars af ótta við afleiðingar ef þær yfirgefa ofbeldismanninn, sérstaklega ef það eru börn í spilinu (National Domestic Violence Hotline, e.d.). Ástæður þess að þolendur fara ekki Algengasta spurningin sem samfélagið spyr í þessu samhengi er: „Af hverju fara þær ekki bara?“. Það er mikilvægt að setja sig í spor þolendanna og fræða okkur um þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir. Rannsóknir sýna að margir ofbeldismenn hóta lífi og öryggi kvenna ef þær reyna að fara. Margir beita einnig fjárhagslegu ofbeldi til að tryggja að konan hafi ekki fjármagn til að sjá fyrir sér eða börnum sínum (Heron o.fl., 2022). Hvernig væri að hætta að ætlast til þess að konur í ofbeldissamböndum geti farið og byrja að ætlast til þess að stjórnvöld hafi viðeigandi úrræði fyrir þessar konur og börn þeirra? Með því að brjóta niður þessa þöggun og einangrun sem þolendur upplifa getum við skapað aðstæður þar sem konur og börn geta flúið ofbeldissambönd án ótta. Hvað getur samfélagið gert? Við sem samfélag þurfum að taka afstöðu gegn heimilisofbeldi og styðja þá sem stíga fram, ásamt því að efla stuðningskerfi fyrir þolendur. Það er nauðsynlegt að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum aðilum mikilvægi þess að þekkja og greina merki um ofbeldi. Rannsókn á innlögnum á Landspítala vegna heimilisofbeldis sýndi að í yfir 50% tilfella var heimilisofbeldið ekki einu sinni skráð í sjúkraskrá, sem bendir til þess að kerfið hafi ekki sinnt þolendum nógu vel (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Við sem samfélag þurfum einnig að krefjast þess að réttarkerfið veiti gerendum þyngri refsingar og þolendum betri stuðning. Þegar farið var yfir dóma frá síðast liðnum tveimur árum var meðallengd fangelsisvistunar ofbeldismannsins 13 mánuðir. Mikilvægt er að vita að þyngstu dómarnir voru þeir sem fengu einnig dóm fyrir fíkniefnabrot, aksturslagabrot eða ofbeldi gegn öðrum karlmanni. Ef einungis um nándarhryðjuverk er að ræða var meðallengd fangelsisvistunar þrír mánuðir og oftar en ekki fengu ofbeldismennirnir 100% skilorðsbundinn dóm. Hvernig getur endurtekið ofbeldi gagnvart konum vegið minna í augum laganna en fíkniefnabrot? Lokaniðurstaða: Nándarhryðjuverk er ekki einkamál Finnst þér nándarhryðjuverk vera falið í samfélaginu okkar? Þegar skoðuð er tölfræðin frá ríkislögreglustjóra (2024a) er hægt að sjá að meðaltal tilkynntra heimilisofbeldismála frá síðastliðnum fimm árum eru 1.077 eða 2,95 tilkynningar á dag. Við sem samfélag erum orðin samdauna lífshættulegu ástandi sem fjöldi kvenna og barna búa við á Íslandi. Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagslegt vandamál og kallar á sameiginlegar aðgerðir. Þar sem tilkynningar á degi hverjum eru þetta margar er hægt að spyrja sig, hvers vegna áherslan er ekki lögð á nándarhryðjuverk. Hér beinum við spurningum okkar að stjórnvöldum og stéttum sem geta virkilega gert eitthvað fyrir þennan stóra hóp þolenda. Áhrif nándarhryðjuverka eru víðtæk og hafa ekki einungis áhrif á konuna sem verður fyrir því heldur allt fólkið í umhverfi hennar. Áföll erfast og kynslóðir geta borið með sér slæmar upplifanir (Aslam o.fl., 2024). Nú krefjumst við aðgerða bæði frá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að láta nándarhryðjuverk sig varða. Það getur bjargað mannslífi. Höfundar eru með Bsc í iðjuþjálfunarfræði og eru í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og víðar hefur hugtakið „heimilisofbeldi“ verið notað til að lýsa ofbeldi í nánum samböndum. Nýrra hugtak, „nándarhryðjuverk“ hefur risið upp til að lýsa alvarlegum afleiðingum þessa ofbeldis betur. Því miður er ofbeldi gegn konum í nánum samböndum algengasta mannréttindabrotið á heimsvísu (Halldorsdottir, 2023). Þessi brot eru oft tilraun geranda til að þagga niður í konunni, stjórna lífi hennar og brjóta niður sjálfsmynd hennar. Í eftirfarandi grein munu undirritaðar fjalla að mestu leyti um konur þar sem þolendur í nándarhryðjuverkum eru í 75% tilvika konur (Ríkislögreglustjóri, 2024b) og viljum við beina sjónum að þeim. Þessi grein er skrifuð í ljósi Alþjóðlega 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem varpar ljósi á nauðsyn þess að ræða þetta alvarlega samfélagsvandamál. Samkvæmt World Health Organization (WHO) (2024) hafa um 30% kvenna um allan heim átt eða eiga maka sem beita þær ofbeldi, Íslandi er ekki þaðan undanskilið. Í nýrri rannsókn kom fram að 96% þeirra sem beittu ofbeldi í nánum samböndum á Íslandi voru karlar og oftast núverandi maki (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Hvað er nándarhryðjuverk? Hugtakið „nándarhryðjuverk“ lýsir alvarlegum, kerfisbundnum ofbeldisglæpum sem á sér stað í nánum samböndum. Það miðar að því að stjórna lífi þolandans með öllum tilteknum ráðum, hvort sem það er fjárhagslegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi (Heilsuvera, e.d.). Þetta hugtak tekur mið af því að ofbeldi af þessum toga er síendurtekið og viðvarandi. Það markar líf þolandans með stöðugum ótta og niðurlægingu þar sem sálin sjálf er smám saman brotin niður. Sálrænn og andlegur skaði sem verður við nándarhryðjuverk hjá þolanda getur markað djúpt og fylgt honum lengi. Bein gróa, sár gróa, marblettir hverfa, en andlega niðurbrotið grær ekki svo hratt. Margar konur hafa lýst því sem „að vera á bak við gler“ eða „að vera á botni djúprar gryfju,“ en þessar myndlíkingar lýsa þögguninni og einangruninni sem fylgir þessu ofbeldi (Halldorsdottir, 2023). Fimm fasar nándarhryðjuverks Rannsakendur ofbeldis hafa sett upp algengustu fasa þess sem kona gengur í gegnum þegar hún upplifir nándarhryðjuverk. Þetta eru fimm fasar sem þeir hafa tilgreint: fjötrafasi, þöggunarfasi, dauðafasi, vöknunarfasi og batafasi. Í fyrstu fösunum reynir konan að „halda friðinn“ og þóknast ofbeldismanninum. Smám saman er rödd hennar þögguð, ofbeldismaðurinn einangrar hana frá fjölskyldu og vinum og missir hún þar með mikilvægan stuðning. Í dauðafasanum upplifir konan mesta niðurbrotið og lýsir því oft að líf hennar sé eyðilagt og innra með henni deyji eitthvað. Hún verður sálarlaus og missir sjálfstraust þar sem ofbeldismaðurinn hefur fulla stjórn á lífi hennar. Í vöknunarfasanum fær konan aðstoð þar sem hún rífur vítahring ofbeldisins. Í kjölfarið upplifir hún meiri styrk og gengur inn í batafasann sem getur verið langur en þar finnur hún sjálfan sig að nýju (Halldorsdottir, 2023). Heilsufarslegar afleiðingar nándarhryðjuverks Afleiðingar nándarhryðjuverks eru alvarleg og snerta okkur öll. Fram hefur komið í rannsóknum að konur sem eru þolendur ofbeldis upplifa oft andleg veikindi á borð við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun sem geta leitt til svefntruflanir og líkamlegra veikinda. Heilinn lærir að vera stöðugt á varðbergi, sem leiðir til mikils kvíða og stöðugrar tilfinningar um óöryggi. Þetta gerir að verkum að margar konur eiga erfitt með að hugsa skýrt og stjórna tilfinningum sínum, jafnvel eftir að þær hafa yfirgefið ofbeldissambandið (Bryngeirsdottir og Halldorsdottir, 2022). Börn sem alast upp við ofbeldi eru í meiri hættu á að glíma við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Því má ekki líta fram hjá þeim áhrifum sem ofbeldi getur haft á börnin. Það hefur einnig verið sýnt fram á að börnin eiga erfitt með að mynda heilbrigð tengsl síðar á lífsleiðinni og eru líklegri til að endurtaka eða þola ofbeldishegðun á fullorðinsárum (WHO, 2024). Úrræði fyrir þolendur og skortur á úrræðum Í dag hafa íslensk stjórnvöld og sjálfstæð samtök komið á fót ákveðnum úrræðum fyrir þolendur nándarhryðjuverks. Kvennaathvarfið er sem dæmi öruggt skjól fyrir konur og börn sem þurfa að flýja ofbeldi þar sem þau fá stuðning og vernd. Bjarkarhlíð veitir einnig ráðgjöf og lögfræðilega aðstoð. Til eru fleiri úrræði eins og Stígamót sem styðja konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þrátt fyrir þessi úrræði er samt sem áður skortur á úrræðum og faglegum stuðningi. Einangrun og skömm eru algengar hindranir fyrir þolendur sem oft skortir fjárhagslega möguleika til að standa á eigin fótum. Margar konur lýsa því að þær hafi farið aftur til ofbeldismannsins allt að sjö sinnum áður en þær finndu styrkinn til að fara endanlega. Þetta stafar meðal annars af ótta við afleiðingar ef þær yfirgefa ofbeldismanninn, sérstaklega ef það eru börn í spilinu (National Domestic Violence Hotline, e.d.). Ástæður þess að þolendur fara ekki Algengasta spurningin sem samfélagið spyr í þessu samhengi er: „Af hverju fara þær ekki bara?“. Það er mikilvægt að setja sig í spor þolendanna og fræða okkur um þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir. Rannsóknir sýna að margir ofbeldismenn hóta lífi og öryggi kvenna ef þær reyna að fara. Margir beita einnig fjárhagslegu ofbeldi til að tryggja að konan hafi ekki fjármagn til að sjá fyrir sér eða börnum sínum (Heron o.fl., 2022). Hvernig væri að hætta að ætlast til þess að konur í ofbeldissamböndum geti farið og byrja að ætlast til þess að stjórnvöld hafi viðeigandi úrræði fyrir þessar konur og börn þeirra? Með því að brjóta niður þessa þöggun og einangrun sem þolendur upplifa getum við skapað aðstæður þar sem konur og börn geta flúið ofbeldissambönd án ótta. Hvað getur samfélagið gert? Við sem samfélag þurfum að taka afstöðu gegn heimilisofbeldi og styðja þá sem stíga fram, ásamt því að efla stuðningskerfi fyrir þolendur. Það er nauðsynlegt að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki, lögreglu og öðrum aðilum mikilvægi þess að þekkja og greina merki um ofbeldi. Rannsókn á innlögnum á Landspítala vegna heimilisofbeldis sýndi að í yfir 50% tilfella var heimilisofbeldið ekki einu sinni skráð í sjúkraskrá, sem bendir til þess að kerfið hafi ekki sinnt þolendum nógu vel (Eyrún Baldursdóttir, 2021). Við sem samfélag þurfum einnig að krefjast þess að réttarkerfið veiti gerendum þyngri refsingar og þolendum betri stuðning. Þegar farið var yfir dóma frá síðast liðnum tveimur árum var meðallengd fangelsisvistunar ofbeldismannsins 13 mánuðir. Mikilvægt er að vita að þyngstu dómarnir voru þeir sem fengu einnig dóm fyrir fíkniefnabrot, aksturslagabrot eða ofbeldi gegn öðrum karlmanni. Ef einungis um nándarhryðjuverk er að ræða var meðallengd fangelsisvistunar þrír mánuðir og oftar en ekki fengu ofbeldismennirnir 100% skilorðsbundinn dóm. Hvernig getur endurtekið ofbeldi gagnvart konum vegið minna í augum laganna en fíkniefnabrot? Lokaniðurstaða: Nándarhryðjuverk er ekki einkamál Finnst þér nándarhryðjuverk vera falið í samfélaginu okkar? Þegar skoðuð er tölfræðin frá ríkislögreglustjóra (2024a) er hægt að sjá að meðaltal tilkynntra heimilisofbeldismála frá síðastliðnum fimm árum eru 1.077 eða 2,95 tilkynningar á dag. Við sem samfélag erum orðin samdauna lífshættulegu ástandi sem fjöldi kvenna og barna búa við á Íslandi. Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagslegt vandamál og kallar á sameiginlegar aðgerðir. Þar sem tilkynningar á degi hverjum eru þetta margar er hægt að spyrja sig, hvers vegna áherslan er ekki lögð á nándarhryðjuverk. Hér beinum við spurningum okkar að stjórnvöldum og stéttum sem geta virkilega gert eitthvað fyrir þennan stóra hóp þolenda. Áhrif nándarhryðjuverka eru víðtæk og hafa ekki einungis áhrif á konuna sem verður fyrir því heldur allt fólkið í umhverfi hennar. Áföll erfast og kynslóðir geta borið með sér slæmar upplifanir (Aslam o.fl., 2024). Nú krefjumst við aðgerða bæði frá stjórnvöldum og hinum almenna borgara að láta nándarhryðjuverk sig varða. Það getur bjargað mannslífi. Höfundar eru með Bsc í iðjuþjálfunarfræði og eru í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun