Nauðungarstjórnun í nánum samböndum Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar 10. júní 2024 10:00 Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nauðungarstjórnun er orð sem líklega fæstir þekkja, né vita hvað merkir. Að vita merkingu þess er hins vegar nauðsynlegt. Það þarf að auka vitund almennings um þetta mjög mikilvæga málefni. Nauðungarstjórnun er þegar einstaklingur, oftast maki eða fyrrverandi maki, tekur sér stjórn á lífi annarrar manneskju, t.d. með því að stýra aðgengi viðkomandi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir sjálf. Þau sem búa við nauðungarstjórnun eru þannig eins konar gíslar í sínu eigin lífi. Afleiðingarnar geta verið mjög alvarlegar, það þekkjum við í lögreglunni eftir að hafa fengið slík mál til rannsóknar. Fræðsla um nauðungarstjórnun er því mjög mikilvæg og hana hefur allt starfsfólk Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undirgengist. Gert var sérstakt myndband um nauðungarstjórnun sem nú er hægt að nálgast bæði á heimasíðu lögreglunnar og á samfélagsmiðlum LRH. Því verður enn fremur dreift víðar en við hvetjum fólk eindregið til að gefa sér tíma og horfa á myndbandið, enda á það erindi til allra. Efni myndbandsins er þýtt og staðfært með góðfúslegu leyfi Jane Monckton-Smith, prófessors við háskólann í Gloucestershire. Hún er fyrrverandi lögreglumaður og afbrotafræðingur sem rannsakaði upphaflega 372 kvennamorð í Englandi og Wales, sem áttu sér stað á árunum 2012–2015, en þau tengdust ofbeldi í nánum samböndum. Jane vinnur mikið með lögreglu við rannsókn mála, við greiningu á grunsamlegum dauðsföllum og við þjálfun lögreglumanna, dómara, ákærenda og fleira starfsfólks réttarkerfisins. Þá hefur hún unnið mikið með fjölskyldum kvenna sem hafa verið myrtar af eiginmanni, sambýlismanni, kærasta eða fyrrverandi maka. Í myndbandinu um nauðungarstjórnun, sem er um 17 mínútur að lengd, er fjallað um átta stig nauðungarstjórnunar í manndrápsmálum. Þar er einnig vakin athygli á þremur mikilvægum spurningum sem hjálpa fólki við að þekkja nauðungarstjórnun. Hafir þú grun um að manneskja búi við nauðungarstjórnun er hægt að hafa samband við lögreglu í síma 800 5005 (nafnlaus ábendingarsími) eða með tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Teljir þú manneskju vera í bráðri hættu skaltu ávallt hringja í 112. Höfundur er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar