Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 09:40 Eitt brotið sem maðurinn er ákærður fyrir er sagt hafa átt sér stað fyrir utan Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira