„Hann tók algjörlega völdin yfir lífi mínu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. október 2024 08:05 Aþena hefur algjörlega snúið við blaðinu en er engu að síður enn að kljást við afleiðingar af fortíðinni. Vísir/Vilhelm Aþena Sól Magnúsdóttir var einungis sautján ára gömul og djúpt sokkin í fíkniefnaneyslu þegar hún tók upp samband við dæmdan ofbeldismann sem á þeim tíma var á skilorði vegna fyrri brota. Sambandið einkenndist af hrottalegu ofbeldi og átti eftir að hafa hrikalegar afleiðingar. Saga Aþenu endar engu að síður vel. Hún átti seinna meir eftir að snúa við blaðinu og segja skilið við fyrra líferni. Í dag stundar hún nám í lögfræði og í framtíðinni vill hún beita sér fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Sótti í spennu Foreldrar Aþenu skildu þegar hún var ung. „Ég kem úr ágætri fjölskyldu, sem átti sín vandamál eins og gengur og gerist. Ég átti góðar vinkonur og mér gekk ágætlega í skóla. En alveg frá því ég man eftir mér var ég með ofboðslega lítið sjálfstraust. Ég þoldi ekki sjálfa mig. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að hafi einfaldlega ekki fengið réttan undirbúning fyrir lífið og hvernig ég ætti að takast á við vandamál. Ég var alltaf mjög áhættusækin, sótti í spennu og leitaði í hluti sem voru hættulegir.“ Aþena leiddist út í fíkniefnaneyslu þrettán ára gömul. Á tímabili sem spannaði hartnær fimm ár var hún að eigin sögn inn og út af meðferðarheimilum. Hún strauk margoft að heiman og fór í ótal meðferðir sem skiluðu ekki árangri. Aþena lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu mannsins, sem var líkamlegt, andlegt og kynferðislegt.Vísir/Vilhelm „Ég fór alveg eins djúpt ofan í þennan heim og hægt er að komast. En ég þori alveg að fullyrða að ég var að sjaldan að koma illa fram við aðra þarna á þessum tíma, ég var ekki ræna fólk eða beita aðra ofbeldi. Það var miklu frekar það að fólk átti of auðvelt með að notfæra sér mig. Ég veit ekki hversu oft ég lenti í eldri mönnum sem misnotuðu mig eða reyndu jafnvel að drepa mig. Þetta voru menn á milli þrítugs og fimmtugs sem enduðu margir á því að deyja sjálfir úr neyslu.“ Síbrotamaður á skilorði Þegar Aþena var rétt rúmlega sautján ára byrjaði hún í sambandi með manni sem á langan og óhugnanlegan brotaferil að baki. Sambandið átti eftir að standa yfir með hléum í tæplega eitt og hálft ár. Sumarið 2015, tæpum þremur árum áður en samband Aþenu og mannsins hófst, hlaut maðurinn fjórtán mánaða fangelsisdóm fyrir hrottalega líkamsárás og ólögmæta nauðung. Í desember það sama ár hlaut hann tveggja ára fangelsi fyrir aðra líkamsárás, frelsissviptingu og rán. „Ég kynntist honum fyrst þegar ég var fjórtán ára. Það var í gegnum bróður hans og vini. Við þekktumst í gegnum þetta neyslufólk. Þegar við byrjuðum saman var hann á skilorði. Ég sá það ekki þá, en í dag get ég engan veginn skilið af hverju hann fékk að ganga laus,“ segir hún. „Ég var auðvitað bara barn á þessum tíma, og var rosalega tætt og brotin eftir að hafa verið í neyslu í fjögur ár á undan og lent í allskyns ofbeldi og viðbjóðslegum hlutum. Mér var sama um allt og alla og mér var sama um sjálfa um sjálfa mig. Og hann sá það, og hann nýtti sér það, af því að hann vissi að hann myndi komast upp með það.“ Á þessum tíma var Aþena ennþá að flakka inn og út af Stuðlum og Laugalandi. Þess á milli bjó hún hjá mömmu sinni. Hún og kærastinn voru ýmist þar eða heima hjá honum í Grindavík. Sjarmerandi og heillaði alla upp úr skónum „Þetta var auðvitað ekki svona slæmt í byrjun. Hann var alltaf að segja mér að ég væri svo falleg og æðisleg og að ég væri svo fullkomin fyrir hann. Hann var sjarmerandi og kunni að heilla mig og aðra upp úr skónum, eins og til dæmis mömmu mína. Hann sagði mömmu að hann ætlaði sko að passa ofboðslega vel upp á mig. Ég sé það svo vel núna hvað þetta var mikil „manipulation“ sem hann var að beita mig þarna. Þetta er alveg klassísk tækni sem siðblindingjar nota til að stjórna fórnarlömbum sínum. Hann sýndi mér endalaust mikla ást og aðdáun í byrjun og gerði mig þannig háða sér, og tók það svo viljandi í burtu af því að hann vissi að þá myndi ég vilja sanna mig og gera allt sem ég þurfti til að fá hann til baka. Ég einangraðist líka með honum. Hann tók algjörlega völdin yfir lífi mínu. Einu skiptin sem ég var ekki með honum var þegar ég var inni á Stuðlum eða Laugalandi. Á meðan ég var þar inni sakaði hann mig um að vera að halda fram hjá sér með starfsmönnum þar. Hann hótaði að drepa mig ef ég færi að hitta einhverja aðra en hann. Þetta samband þróaðist út í andlegt ofbeldi og svo versnaði þetta bara og versnaði og ofbeldið varð líkamlegt.“ Sagði áverkana vera eftir slys Aþena segist ávallt hafa tekist að fela ofbeldið fyrir sínum nánustu. Þegar einhver hafði spurt hana út í áverka sem sáust á henni hafi hún náð að sannfæra viðkomandi að það væri eftir slys. „Það voru mörg skipti þar sem hann réðst á mig og hann kýldi mig oft. Í eitt skiptið meiddist ég í rifbeininu eftir hann og hann fór að leika sér að því að sitja ofan á mer, ofan á beininu svo ég finndi til. Í annað skipti vorum við stödd heima hjá mér og mömmu á Kjalarnesi og vorum að horfa á sjónvarpið þegar hann byrjar allt í einu að kyrkja mig. Síðan byrjaði hann að tala um að ætlaði að fara að hitta einhverjar stelpur. Hann bannaði mér að fara út og hann leyfði mér það ekki. Að sögn Aþenu tók maðurinn þessa mynd af þeim saman daginn eftir að hann réðst á hana með hrottalegum hætti.Aðsend Ég henti símanum út um gluggann og hljóp út. Hann kom hlaupandi á eftir mér og við enduðum einhver staðar á skólalóð. Hann heimtaði að fá að sjá símann minn og fletti upp einhverjum skilaboðum sem ég hafði sent á annan gaur, þegar við vorum ekki saman. Þar sem ég svaraði þessum gaur og sagði „hæ.“ Hann var í rauninni bara að leita að einhverri afsökun til að ráðast á mig. Hann byrjaði að kýla mig aftur og aftur. Hann var með stálhring á hendinni og ég var öll bólgin í framan eftir þetta. “ Í gíslingu í marga klukkutíma Aþena segir einn atburð sitja sérstaklega djúpt í sér. „Það átti sér stað heima hjá honum í Grindavík. Hann hafði eitthvað verið að drekka og var að taka inn einhver efni. Hann fór að tala um einhvern gaur sem hann og vinir hans ætluðu að drepa. Einhvern veginn leiddust samræðurnar út í það að hann sakaði mig um að vera að halda fram hjá sér. Hann bannaði mér að fara út og hélt mér í gíslingu þarna inni í marga klukkutíma. Hann hótaði mörgum sinnum að drepa mig og lét nokkrum sinnum eins og hann væri alveg að fara gera það; náði í hamar og sveiflaði honum eins og að hann væri að fara að berja mig en hætti svo. Hann hótaði að brjóta á mér fótinn með hamrinum. Hann límdi mig saman með límbandi og á einhverjum tímapunkti lét hann eins og hann ætlaði að raka af mér allt hárið. Ég man líka að hann sótti harðfisk og reyndi að troða honum upp í mig. Ég man að á einhverjum tímapunkti hrökk hann við af því að hann hélt að það væri einhver að koma inn. Þá allt í einu breyttist hann og varð allt annar; varð allt í einu ofboðslega ljúfur og góður og sagði „ástin mín“ og „fyrirgefðu“ aftur og aftur. Um leið og hann fattaði að það var enginn að koma inn þá breyttist hann aftur og fór aftur í þennan ham sem hann hafði verið í. Að sögn Aþenu tók hún þessa mynd af sér á símann sinn eftir að hún varð fyrir árás mannsins í Grindavík.Aðsend Hann dró mig inn í svefnherbergi og skipaði mér að leggjast á fjóra fætur á rúmið. „Annars brýt ég á þér fokking andlitið,“ sagði hann. Hann nauðgaði mér í endaþarminn, og sagði við mig á meðan: „Ég elska svipinn á þér þegar þú ert að þjást.“ Hann lauk sér af og sagði síðan: „Þú ræður hvort þú ferð eða ekki.“ Svo fór hann að sofa. Og ég var þarna áfram, þrátt fyrir allt. Morguninn eftir vaknaði hann og eldaði fyrir mig egg. Seinna um daginn fórum við heim til mömmu, og lét eins og ekkert hefði gerst,“ segir Aþena. „Ég hélt sem sagt áfram að vera með honum, eins sturlað og það hljómar.“ Engar afleiðingar „Nokkrum vikum seinna kom hann heim til mín og var með einhver efni með sér sem hann vildi að ég tæki inn. Á þessum tíma var ég byrjuð í Námskrafti, námsúrræði í FÁ, og átti að mæta í skólann daginn eftir. Ég sagði honum að ég vildi ekki taka þetta inn. Það næsta sem ég man er að ég rankaði við mér og það var sprautufar á handleggnum á mér. Þá hafði hann verið búið að sprauta mig með róandi lyfi og svæfa mig. Það stóð slökkviliðsmaður yfir mér og var að reyna að vekja mig. Hann dró strax þá ályktun að ég hefði gert þetta sjálf og að ég væri í neyslu, en ég veit samt að ég sprautaði mig ekki sjálf þetta kvöld. En út af þessu var ég send í neyðarvistun á Stuðla. Og það var eitthvað á þessum tímapunkti sem fékk mig til að hugsa að ég yrði að segja frá því sem hann hafði gert við mig nokkrum vikum áður. Í kjölfarið var það tilkynnt til lögreglunnar og af því að hann var á skilorði á þessum tíma þá var hann settur inn. Þegar ég losnaði af Stuðlum var hann kominn í fangelsið á Akureyri. Hann hringdi í mig þaðan og skipaði mér að draga kæruna til baka. Hann hótaði meðal annars að senda hina og þessa menn á mig ef ég myndi ekki gera það, og hótaði að drepa mig og fjölskylduna mína líka,“ segir Aþena. Hún telur málið ekki hafa verið rannsakað nægilega af lögreglu á sínum tíma. Á endanum hafi hótanir mannsins borið árangur. Hann var aldrei ákærður eða sakfelldur fyrir að hafa brotið á Aþenu. Að sögn Aþenu gerði hún seinna meir tilraun til að leggja fram kæru á hendur manninum á ný. „Ég fór í skýrslutöku hjá lögreglunni og var með tilbúin gögn, eins og afrit af skilaboðum og skjáskot og fleira. Mamma var tilbúin að bera vitni. En mér fannst ég ekki fá nein viðbrögð. Það var ekkert gert.“ Sneri við blaðinu Að einhverjum tíma liðnum fann Aþena hjá sér hugrekki til að slíta samskiptum við manninn. „Ég veit fyrir víst að ég er ekki eina fórnarlambið hans. En ég hræðist hann ekki lengur.“ Þegar hún var á nítjánda ári náði hún að slíta sig frá fyrra líferni. Hún hætti í neyslu. Í dag er hún búin að vera edrú í fjögur ár. „Á þessum tíma þegar ég hætti var ég orðin átján ára og var orðin sjálfráða. Það var enginn sem réð yfir mér lengur. Þar af leiðandi var neyslan ekki lengur spennandi og áður. Þetta var ekki að svala þessari áhættufíkn sem ég hafði alltaf haft.“ Eins og Aþena lýsir þá var aðeins hálfur sigur unninn. „Ég lokaði alveg á þetta líferni, mér tókst alltaf að halda mér edrú, en á sama tíma var ég ekki að gera neitt til að vinna úr öllum áföllunum sem ég hafði gengið í gegnum þessi ár á undan. Ég var alltaf með þennan rosalega þunga pakka á bakinu. Ég hélt áfram að sækja í óheilbrigð sambönd og ég lenti í fleiri áföllum. Það var eiginlega ekki fyrr en í nóvember á seinasta ári að ég tók mig algjörlega í gegn og lagðist í rosalega mikla sjálfsvinnu. Í kjölfarið hef ég þurft að „kötta“ á fullt af samböndum sem ég sé núna að voru mjög óheilbrigð. Ég hef reynt að læra að setja mér og öðrum mörk. Ég er búin að kafa ofan í sjálfa mig og hugsa vandlega með mér hver mín gildi og viðmið eru í lífinu og hvað það er sem skiptir mig máli. Ég hef fundið minn tilgang og hvað það er sem mig langar að gera. Það hjálpar manni svo mikið á beinu brautinni að hafa markmið, eitthvað til að stefna að.“ Vill hjálpa öðrum Aþena skráði sig aftur í nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Mér hefur nefnilega alltaf fundist gaman að læra. Ég var oft búin að byrja í námi, en hætti alltaf og fór í rugl. En ég byrjaði þarna á því að taka fjarnám í nokkrum áföngum, og svo byrjaði ég í dagskóla.“ Hún lauk náminu á óvenju stuttum tíma og útskrifaðist sem stúdent í fyrravor. Við útskrift fékk hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sálfræði. Nýútskrifuð og stoltAðsend Fyrr í haust byrjaði hún síðan í lögfræðinámi við Háskóla Íslands og hefur náð góðum árangri; einkunnir upp á átta og níu. „Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á sálfræði en ég ákvað á endanum að skrá mig í lögfræðina. Ég hef sjálf fengið að kynnast réttarkerfinu í gegnum tíðina og ég hef áhuga á því hvernig það virkar, og hvernig væri hugsanlega hægt að koma á breytingum. Það er svo margt sem má laga í kerfinu, sérstaklega þegar kemur að kynferðisbrotamálum og ofbeldismálum, og hvernig komið er fram við þolendur. Ég er búin að vera að sinna sjálfboðaliðastarfi hjá Rauða krossinum og það hefur gefið mér ofboðslega mikið að hjálpa öðrum. Ég sé mig fyrir mér í framtíðinni að vera að vinna að mannúðarmálum með einhverjum hætti. Ég veit ekki nákvæmlega hvað mig langar til að gera, en ég veit bara að mig langar til að beita mér og hafa áhrif. Mig langar að stuðla að betra samfélagi og hjálpa fólki. Ég vil ekki að neinn lendi í því sama og ég.“ Hún segist engu að síður enn vera að kljást við drauga fortíðarinnar. „Þetta gamla líf mitt er búið að kosta mig alveg rosalega mikið. Ég er að glíma við mikla áfallastreitu sem ég þarf að vinna úr. Ég er búin að gera mér grein fyrir því að hvað heilsan er ótrúlega dýrmæt og hvað það er mikilvægt að fara vel með sig og lifa heilbrigðu lífi; borða vel og hreyfa sig. Ég var í neyslu frá þrettán ára til átján aldurs og í dag þarf ég að kljást við afleiðingarnar af því. Ég hef þurft að glíma við hina og þessa sjúkdóma síðustu árin; vefjagigt, magasjúkdóm og eitthvað sem gæti hugsanlega verið sjálfsofnæmi. Ég fæ oft svima og finnst eins og það sé að líða yfir mig. Ég veit að það er hægt að rekja þetta allt til neyslunnar og ég verð bara að horfast í augu við það. Ég reyni að hlúa að mér eins og ég get; er til dæmis dugleg að fara í ræktina og fá útrás þar. Ég fer oft upp í sumarbústað og nýt þess að vera þar úti í náttúrunni í algjörri kyrrð. Þegar ég hugsa til baka núna í dag þá finnst mér eitthvað svo skrítið og óraunverulegt að ég hafi einu sinni verið á þessum stað sem ég var á. Lífið mitt í dag er allt annað, þetta er allt annar raunveruleiki. En ég keyrði mig svolítið út á tímabili. Ég er búin að vera svolítið föst í þessum hugsunarhætti að ég verði að standa mig alveg sjúklega vel og gera allt fullkomlega, af því að mig langar svo mikið að bæta upp fyrir allt sem ég gerði áður. Ég hef oft mætt miklum fordómum á þeim tíma sem að ég sneri lífi mínu við. En ég segi alltaf að það er allt hægt ef að þú hefur trú á sjálfum þér.“ Heimilisofbeldi Dómsmál Kynferðisofbeldi Helgarviðtal Málefni Stuðla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Saga Aþenu endar engu að síður vel. Hún átti seinna meir eftir að snúa við blaðinu og segja skilið við fyrra líferni. Í dag stundar hún nám í lögfræði og í framtíðinni vill hún beita sér fyrir réttindum þeirra sem minna mega sín. Sótti í spennu Foreldrar Aþenu skildu þegar hún var ung. „Ég kem úr ágætri fjölskyldu, sem átti sín vandamál eins og gengur og gerist. Ég átti góðar vinkonur og mér gekk ágætlega í skóla. En alveg frá því ég man eftir mér var ég með ofboðslega lítið sjálfstraust. Ég þoldi ekki sjálfa mig. Þegar ég hugsa til baka þá held ég að hafi einfaldlega ekki fengið réttan undirbúning fyrir lífið og hvernig ég ætti að takast á við vandamál. Ég var alltaf mjög áhættusækin, sótti í spennu og leitaði í hluti sem voru hættulegir.“ Aþena leiddist út í fíkniefnaneyslu þrettán ára gömul. Á tímabili sem spannaði hartnær fimm ár var hún að eigin sögn inn og út af meðferðarheimilum. Hún strauk margoft að heiman og fór í ótal meðferðir sem skiluðu ekki árangri. Aþena lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu mannsins, sem var líkamlegt, andlegt og kynferðislegt.Vísir/Vilhelm „Ég fór alveg eins djúpt ofan í þennan heim og hægt er að komast. En ég þori alveg að fullyrða að ég var að sjaldan að koma illa fram við aðra þarna á þessum tíma, ég var ekki ræna fólk eða beita aðra ofbeldi. Það var miklu frekar það að fólk átti of auðvelt með að notfæra sér mig. Ég veit ekki hversu oft ég lenti í eldri mönnum sem misnotuðu mig eða reyndu jafnvel að drepa mig. Þetta voru menn á milli þrítugs og fimmtugs sem enduðu margir á því að deyja sjálfir úr neyslu.“ Síbrotamaður á skilorði Þegar Aþena var rétt rúmlega sautján ára byrjaði hún í sambandi með manni sem á langan og óhugnanlegan brotaferil að baki. Sambandið átti eftir að standa yfir með hléum í tæplega eitt og hálft ár. Sumarið 2015, tæpum þremur árum áður en samband Aþenu og mannsins hófst, hlaut maðurinn fjórtán mánaða fangelsisdóm fyrir hrottalega líkamsárás og ólögmæta nauðung. Í desember það sama ár hlaut hann tveggja ára fangelsi fyrir aðra líkamsárás, frelsissviptingu og rán. „Ég kynntist honum fyrst þegar ég var fjórtán ára. Það var í gegnum bróður hans og vini. Við þekktumst í gegnum þetta neyslufólk. Þegar við byrjuðum saman var hann á skilorði. Ég sá það ekki þá, en í dag get ég engan veginn skilið af hverju hann fékk að ganga laus,“ segir hún. „Ég var auðvitað bara barn á þessum tíma, og var rosalega tætt og brotin eftir að hafa verið í neyslu í fjögur ár á undan og lent í allskyns ofbeldi og viðbjóðslegum hlutum. Mér var sama um allt og alla og mér var sama um sjálfa um sjálfa mig. Og hann sá það, og hann nýtti sér það, af því að hann vissi að hann myndi komast upp með það.“ Á þessum tíma var Aþena ennþá að flakka inn og út af Stuðlum og Laugalandi. Þess á milli bjó hún hjá mömmu sinni. Hún og kærastinn voru ýmist þar eða heima hjá honum í Grindavík. Sjarmerandi og heillaði alla upp úr skónum „Þetta var auðvitað ekki svona slæmt í byrjun. Hann var alltaf að segja mér að ég væri svo falleg og æðisleg og að ég væri svo fullkomin fyrir hann. Hann var sjarmerandi og kunni að heilla mig og aðra upp úr skónum, eins og til dæmis mömmu mína. Hann sagði mömmu að hann ætlaði sko að passa ofboðslega vel upp á mig. Ég sé það svo vel núna hvað þetta var mikil „manipulation“ sem hann var að beita mig þarna. Þetta er alveg klassísk tækni sem siðblindingjar nota til að stjórna fórnarlömbum sínum. Hann sýndi mér endalaust mikla ást og aðdáun í byrjun og gerði mig þannig háða sér, og tók það svo viljandi í burtu af því að hann vissi að þá myndi ég vilja sanna mig og gera allt sem ég þurfti til að fá hann til baka. Ég einangraðist líka með honum. Hann tók algjörlega völdin yfir lífi mínu. Einu skiptin sem ég var ekki með honum var þegar ég var inni á Stuðlum eða Laugalandi. Á meðan ég var þar inni sakaði hann mig um að vera að halda fram hjá sér með starfsmönnum þar. Hann hótaði að drepa mig ef ég færi að hitta einhverja aðra en hann. Þetta samband þróaðist út í andlegt ofbeldi og svo versnaði þetta bara og versnaði og ofbeldið varð líkamlegt.“ Sagði áverkana vera eftir slys Aþena segist ávallt hafa tekist að fela ofbeldið fyrir sínum nánustu. Þegar einhver hafði spurt hana út í áverka sem sáust á henni hafi hún náð að sannfæra viðkomandi að það væri eftir slys. „Það voru mörg skipti þar sem hann réðst á mig og hann kýldi mig oft. Í eitt skiptið meiddist ég í rifbeininu eftir hann og hann fór að leika sér að því að sitja ofan á mer, ofan á beininu svo ég finndi til. Í annað skipti vorum við stödd heima hjá mér og mömmu á Kjalarnesi og vorum að horfa á sjónvarpið þegar hann byrjar allt í einu að kyrkja mig. Síðan byrjaði hann að tala um að ætlaði að fara að hitta einhverjar stelpur. Hann bannaði mér að fara út og hann leyfði mér það ekki. Að sögn Aþenu tók maðurinn þessa mynd af þeim saman daginn eftir að hann réðst á hana með hrottalegum hætti.Aðsend Ég henti símanum út um gluggann og hljóp út. Hann kom hlaupandi á eftir mér og við enduðum einhver staðar á skólalóð. Hann heimtaði að fá að sjá símann minn og fletti upp einhverjum skilaboðum sem ég hafði sent á annan gaur, þegar við vorum ekki saman. Þar sem ég svaraði þessum gaur og sagði „hæ.“ Hann var í rauninni bara að leita að einhverri afsökun til að ráðast á mig. Hann byrjaði að kýla mig aftur og aftur. Hann var með stálhring á hendinni og ég var öll bólgin í framan eftir þetta. “ Í gíslingu í marga klukkutíma Aþena segir einn atburð sitja sérstaklega djúpt í sér. „Það átti sér stað heima hjá honum í Grindavík. Hann hafði eitthvað verið að drekka og var að taka inn einhver efni. Hann fór að tala um einhvern gaur sem hann og vinir hans ætluðu að drepa. Einhvern veginn leiddust samræðurnar út í það að hann sakaði mig um að vera að halda fram hjá sér. Hann bannaði mér að fara út og hélt mér í gíslingu þarna inni í marga klukkutíma. Hann hótaði mörgum sinnum að drepa mig og lét nokkrum sinnum eins og hann væri alveg að fara gera það; náði í hamar og sveiflaði honum eins og að hann væri að fara að berja mig en hætti svo. Hann hótaði að brjóta á mér fótinn með hamrinum. Hann límdi mig saman með límbandi og á einhverjum tímapunkti lét hann eins og hann ætlaði að raka af mér allt hárið. Ég man líka að hann sótti harðfisk og reyndi að troða honum upp í mig. Ég man að á einhverjum tímapunkti hrökk hann við af því að hann hélt að það væri einhver að koma inn. Þá allt í einu breyttist hann og varð allt annar; varð allt í einu ofboðslega ljúfur og góður og sagði „ástin mín“ og „fyrirgefðu“ aftur og aftur. Um leið og hann fattaði að það var enginn að koma inn þá breyttist hann aftur og fór aftur í þennan ham sem hann hafði verið í. Að sögn Aþenu tók hún þessa mynd af sér á símann sinn eftir að hún varð fyrir árás mannsins í Grindavík.Aðsend Hann dró mig inn í svefnherbergi og skipaði mér að leggjast á fjóra fætur á rúmið. „Annars brýt ég á þér fokking andlitið,“ sagði hann. Hann nauðgaði mér í endaþarminn, og sagði við mig á meðan: „Ég elska svipinn á þér þegar þú ert að þjást.“ Hann lauk sér af og sagði síðan: „Þú ræður hvort þú ferð eða ekki.“ Svo fór hann að sofa. Og ég var þarna áfram, þrátt fyrir allt. Morguninn eftir vaknaði hann og eldaði fyrir mig egg. Seinna um daginn fórum við heim til mömmu, og lét eins og ekkert hefði gerst,“ segir Aþena. „Ég hélt sem sagt áfram að vera með honum, eins sturlað og það hljómar.“ Engar afleiðingar „Nokkrum vikum seinna kom hann heim til mín og var með einhver efni með sér sem hann vildi að ég tæki inn. Á þessum tíma var ég byrjuð í Námskrafti, námsúrræði í FÁ, og átti að mæta í skólann daginn eftir. Ég sagði honum að ég vildi ekki taka þetta inn. Það næsta sem ég man er að ég rankaði við mér og það var sprautufar á handleggnum á mér. Þá hafði hann verið búið að sprauta mig með róandi lyfi og svæfa mig. Það stóð slökkviliðsmaður yfir mér og var að reyna að vekja mig. Hann dró strax þá ályktun að ég hefði gert þetta sjálf og að ég væri í neyslu, en ég veit samt að ég sprautaði mig ekki sjálf þetta kvöld. En út af þessu var ég send í neyðarvistun á Stuðla. Og það var eitthvað á þessum tímapunkti sem fékk mig til að hugsa að ég yrði að segja frá því sem hann hafði gert við mig nokkrum vikum áður. Í kjölfarið var það tilkynnt til lögreglunnar og af því að hann var á skilorði á þessum tíma þá var hann settur inn. Þegar ég losnaði af Stuðlum var hann kominn í fangelsið á Akureyri. Hann hringdi í mig þaðan og skipaði mér að draga kæruna til baka. Hann hótaði meðal annars að senda hina og þessa menn á mig ef ég myndi ekki gera það, og hótaði að drepa mig og fjölskylduna mína líka,“ segir Aþena. Hún telur málið ekki hafa verið rannsakað nægilega af lögreglu á sínum tíma. Á endanum hafi hótanir mannsins borið árangur. Hann var aldrei ákærður eða sakfelldur fyrir að hafa brotið á Aþenu. Að sögn Aþenu gerði hún seinna meir tilraun til að leggja fram kæru á hendur manninum á ný. „Ég fór í skýrslutöku hjá lögreglunni og var með tilbúin gögn, eins og afrit af skilaboðum og skjáskot og fleira. Mamma var tilbúin að bera vitni. En mér fannst ég ekki fá nein viðbrögð. Það var ekkert gert.“ Sneri við blaðinu Að einhverjum tíma liðnum fann Aþena hjá sér hugrekki til að slíta samskiptum við manninn. „Ég veit fyrir víst að ég er ekki eina fórnarlambið hans. En ég hræðist hann ekki lengur.“ Þegar hún var á nítjánda ári náði hún að slíta sig frá fyrra líferni. Hún hætti í neyslu. Í dag er hún búin að vera edrú í fjögur ár. „Á þessum tíma þegar ég hætti var ég orðin átján ára og var orðin sjálfráða. Það var enginn sem réð yfir mér lengur. Þar af leiðandi var neyslan ekki lengur spennandi og áður. Þetta var ekki að svala þessari áhættufíkn sem ég hafði alltaf haft.“ Eins og Aþena lýsir þá var aðeins hálfur sigur unninn. „Ég lokaði alveg á þetta líferni, mér tókst alltaf að halda mér edrú, en á sama tíma var ég ekki að gera neitt til að vinna úr öllum áföllunum sem ég hafði gengið í gegnum þessi ár á undan. Ég var alltaf með þennan rosalega þunga pakka á bakinu. Ég hélt áfram að sækja í óheilbrigð sambönd og ég lenti í fleiri áföllum. Það var eiginlega ekki fyrr en í nóvember á seinasta ári að ég tók mig algjörlega í gegn og lagðist í rosalega mikla sjálfsvinnu. Í kjölfarið hef ég þurft að „kötta“ á fullt af samböndum sem ég sé núna að voru mjög óheilbrigð. Ég hef reynt að læra að setja mér og öðrum mörk. Ég er búin að kafa ofan í sjálfa mig og hugsa vandlega með mér hver mín gildi og viðmið eru í lífinu og hvað það er sem skiptir mig máli. Ég hef fundið minn tilgang og hvað það er sem mig langar að gera. Það hjálpar manni svo mikið á beinu brautinni að hafa markmið, eitthvað til að stefna að.“ Vill hjálpa öðrum Aþena skráði sig aftur í nám við Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Mér hefur nefnilega alltaf fundist gaman að læra. Ég var oft búin að byrja í námi, en hætti alltaf og fór í rugl. En ég byrjaði þarna á því að taka fjarnám í nokkrum áföngum, og svo byrjaði ég í dagskóla.“ Hún lauk náminu á óvenju stuttum tíma og útskrifaðist sem stúdent í fyrravor. Við útskrift fékk hún viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í sálfræði. Nýútskrifuð og stoltAðsend Fyrr í haust byrjaði hún síðan í lögfræðinámi við Háskóla Íslands og hefur náð góðum árangri; einkunnir upp á átta og níu. „Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á sálfræði en ég ákvað á endanum að skrá mig í lögfræðina. Ég hef sjálf fengið að kynnast réttarkerfinu í gegnum tíðina og ég hef áhuga á því hvernig það virkar, og hvernig væri hugsanlega hægt að koma á breytingum. Það er svo margt sem má laga í kerfinu, sérstaklega þegar kemur að kynferðisbrotamálum og ofbeldismálum, og hvernig komið er fram við þolendur. Ég er búin að vera að sinna sjálfboðaliðastarfi hjá Rauða krossinum og það hefur gefið mér ofboðslega mikið að hjálpa öðrum. Ég sé mig fyrir mér í framtíðinni að vera að vinna að mannúðarmálum með einhverjum hætti. Ég veit ekki nákvæmlega hvað mig langar til að gera, en ég veit bara að mig langar til að beita mér og hafa áhrif. Mig langar að stuðla að betra samfélagi og hjálpa fólki. Ég vil ekki að neinn lendi í því sama og ég.“ Hún segist engu að síður enn vera að kljást við drauga fortíðarinnar. „Þetta gamla líf mitt er búið að kosta mig alveg rosalega mikið. Ég er að glíma við mikla áfallastreitu sem ég þarf að vinna úr. Ég er búin að gera mér grein fyrir því að hvað heilsan er ótrúlega dýrmæt og hvað það er mikilvægt að fara vel með sig og lifa heilbrigðu lífi; borða vel og hreyfa sig. Ég var í neyslu frá þrettán ára til átján aldurs og í dag þarf ég að kljást við afleiðingarnar af því. Ég hef þurft að glíma við hina og þessa sjúkdóma síðustu árin; vefjagigt, magasjúkdóm og eitthvað sem gæti hugsanlega verið sjálfsofnæmi. Ég fæ oft svima og finnst eins og það sé að líða yfir mig. Ég veit að það er hægt að rekja þetta allt til neyslunnar og ég verð bara að horfast í augu við það. Ég reyni að hlúa að mér eins og ég get; er til dæmis dugleg að fara í ræktina og fá útrás þar. Ég fer oft upp í sumarbústað og nýt þess að vera þar úti í náttúrunni í algjörri kyrrð. Þegar ég hugsa til baka núna í dag þá finnst mér eitthvað svo skrítið og óraunverulegt að ég hafi einu sinni verið á þessum stað sem ég var á. Lífið mitt í dag er allt annað, þetta er allt annar raunveruleiki. En ég keyrði mig svolítið út á tímabili. Ég er búin að vera svolítið föst í þessum hugsunarhætti að ég verði að standa mig alveg sjúklega vel og gera allt fullkomlega, af því að mig langar svo mikið að bæta upp fyrir allt sem ég gerði áður. Ég hef oft mætt miklum fordómum á þeim tíma sem að ég sneri lífi mínu við. En ég segi alltaf að það er allt hægt ef að þú hefur trú á sjálfum þér.“
Heimilisofbeldi Dómsmál Kynferðisofbeldi Helgarviðtal Málefni Stuðla Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira