Lokaæfing fyrir almyrkva Auðun Georg Ólafsson skrifar 28. mars 2025 13:11 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir spána vera þokkalega á landinu til að sjá deildarmyrkva í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“ Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sólmyrkvar verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á jörðina. Síðasti deildarmyrkvi á sólu varð 8. apríl í fyrra en hann var aðeins minni heldur en sá sem verður á morgun, að sögn Sævars Helga. Deildarmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu í fyrramálið og á að ná hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík. Frá Vesturbyggð á sunnanverðum Vestfjörðum mun tunglið hylja 75,3 prósent sólar. Þetta mun ekki aðeins sjást frá Íslandi, heldur líka á norðausturhluta Bandaríkjanna, austurhluta Kanada, Grænlandi, Evrópu, norðvestur Afríku og norðvestur Rússlandi. Deildarmyrkvinn verður mestur yfir Quebec þar sem 93% skífu sólar verður hulin, að því er fram kemur á vefnum Icelandatnight.is. Ágætis spá Spáin í fyrramálið er þokkaleg fyrir marga staði á landinu, sérstaklega á vestanverðu landinu en spáin austan til er þungbúin. Sævar segir ágætt að hafa í huga að í deildarmyrkvum og í sólmyrkvum þá er hið fullkomna veður ekki nauðsynlegt. Hægt sé að sjá þetta náttúrufyrirbæri ef sólin sést í gegnum skýjahulu. Best sé að nota sólmyrkvagleraugu. „Venjuleg sólgleraugu virka því miður ekki. Sólin er svo ægibjört að nota þarf gleraugu sem hleypa bara tíu þúsundasta hluta af ljósinu sem fer í gegn. Í gegnum slík gleraugu sést ekki neitt annað en svart og bara sólin þegar horft er í átt að henni.“ Undirbúningur fyrir almyrka Sævar segist líta á deilarmyrkvann á morgun sem loka æfinguna fyrir stóra atburðinn sem verður 12. ágúst á næsta ári þegar almyrkvi verður. „Það er full ástæða fyrir því að sveitarfélög og yfirvöld eins og vegagerð, almannavarnir og lögregla hugi að undirbúningi vegna þess að það má búast við ótrúlega miklum fjölda ferðafólks sem kemur hingað sérstaklega til að fylgjast með myrkvanum. Svo er það líka áhugi heimafólks sem kviknar yfirleitt ekki nema bara rétt fyrir myrkvann. Það má búast við mikilli umferð á vegum úti á næsta ári, 12. ágúst 2026 og miklum áhuga. Það er full ástæða til að byrja að undirbúa það vel og sem betur fer er undirbúningur að hefjast.“
Sólin Tunglið Geimurinn Almyrkvi 12. ágúst 2026 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira