Innlent

568 til­kynningar um heimilis­of­beldi á þremur mánuðum

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni barst 568 tilkynningar á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins sem gerir að meðaltali rúmlega sex tilkynningar á dag. Jafnframt hefur beiðnum um nálgunarbann fjölgað á þessu ári en þær eru 33 talsins fyrir sama tímabil.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkislögreglustjóra fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Tekið er fram að tilkynningum um heimilisofbeldi og ágreining á milli skyldra aðila hafi fækkað um þrjú prósent miðað við sama tímabil á síðasta ári en ef aðeins er horft til heimilisofbeldismála þá fækkar tilkynningum um rúm níu prósent.

Náin tengsl í 34% manndrápsmála

Þá er jafnframt tekið fram að heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert. Þess konar mál voru fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. 

Í skýrslunni kemur einnig fram að í 34 prósent manndrápsmála voru náin eða fjölskyldutengsl á milli brotaþola og sakbornings á tímabilinu 1999 til 2022. Þar af var í 21% atvika um að ræða maka eða fyrrum maka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×